Vikan


Vikan - 23.07.1992, Blaðsíða 67

Vikan - 23.07.1992, Blaðsíða 67
sem er fullt af fólki og... - Jæja, þú vilt greinilega aö fólkið fái eitthvað til að slúðra um, æpti mamma. - Nei, takk. Hann hlýtur að geta verið án hennar einn dag! - Það er ekki hann sem vill, heldur íris... - Ég skulda þessari kven- snift ekki neitt. Þú getur skilað því til pabba þíns. Annaðhvort kemur hann einn í kirkjuna eða hann getur bara sleppt því að koma. Þegar við byrjuðum að tala um þetta voru nokkrir mánuðir til fermingarinnar svo ég tók þessu bara rólega. Ég hugsaði mikið um hvort mamma myndi senda honum boðskort eða hringja til hans f vinnuna. Heim til hans myndi hún aldrei hringja þvi hún mundi ekki vilja eiga á hættu að Iris svar- aði. Ég hlakkaði mikið til ferm- ingarinnar. Þessi hátíðisdagur markaði tímamót í lífi mínu. Ég var að verða fullorðin og ég hlakkaði að sjálfsögðu líka til að fá gjafir. Mamma vissi hvað mig langaði mest í og pabbi líka. Aðaláhugamál mitt er aö fara á skíði og mig langar í ný skíði og skíðagalla því það sem ég á er orðið of lítið. Pabbi hafði hálfpartinn lofað að gefa mér þetta en mamma vildi gefa mér eitthvað ódýrara því hún gæti ekki haldið veisl- una og gefið mér dýra gjöf líka. Móðuramma mín er dug- leg að sauma og hún ætlaði að sauma á mig fermingarkjól- inn. Hann er hvítur og eitt kvöldið, þegar ég var að máta hann, hló mamma og sagöi að ég liti út eins og brúður. Síðan táraðist hún og sagði að pabbi ætti ekki skilið að eiga svona fallega dóttur. í sama bili hringdi síminn og mamma fór til aö svara. Tíu mínútum seinna kom hún aftur, föl og utan við sig. - Þetta var pabbi þinn, sagði hún. - Hann vildi vita hvort þig langaði í eitthvað annað en nýtt skíðadót. Hann hefur nefnilega ekki efni á aö kaupa það handa þér. Hann lánaði syni kvensniftarinnar fyrir útborgun í mótorhjóli. Ég sagði honum bara að gleyma fermingunni ef hann gæti ekki gefið dóttur sinni al- mennilega fermingargjöf, í staðinn fycir að fóðra annarra manna börn með peningum - þá gæti hann bara sleppt þessu alveg. - Mamma, sagði ég með tárin í augunum, þú getur ekki hafa sagt þetta. Hann er pabbi minn og þó hann gefi mér ekki neitt vil ég samt hafa hann hjá mér þegar ég fermist. - Þú vilt það, já, því þú ert svo ung og vitlaus og lætur hann plata þig með tómu kjaft- æði, sagði mamma og var ekki að skafa af því. - Hann getur snúið þér eins og hann vill en ekki mér. Ég læt ekki bjóða mér hvað sem er. Ég hef feng- ið nóg af lygunum hans. Jæja, ertu ánægð með kjólinn. Nú brosti hún eins og ekkert væri og þá fann ég að ég hat- aði hana. - Mér er alveg sama um kjólinn núna, öskraði ég og reyndi að rífa mig úr honum. - Úr því að pabbi fær ekki að koma er mér sama um allt annað. Ég fæ víst engu að ráða í sambandi við ferming- una mína. Ég hélt að það væri minn dagur en ekki þinn. Amma horfði á mömmu, augu hennar lýstu sorg og hún hristi höfuðið. Ég vissi aö hún stóð meö mér. En mamma gaf sig ekki. Hún vildi hefna sín á pabba, úr því hann lánaði syni írisar peninga í staðinn fyrir að eyða þeim í mig. Einkadóttur hans. - En þetta bitnar mest á dóttur þinni, heyrði ég ömmu segja við mömmu inni í eld- húsi. - Ha, bitnar hvað á henni? hnussaði í mömmu. - Mér verður illt þegar ég sé hvað henni þykir vænt um kallinn. Hver hefur fórnað mestu fyrir hana? Hver hefur borið ábyrgð á uppeldi hennar, vakað yfir henni þegar hún var lítil með kvef, hálsbólgu, eyrnabólgu og barnasjúkdómana? En hver var aldrei til staðar, alltaf úti að skemmta sér og hitta aðrar konur? Fæ ég þakklæti að launum? Ég hef bara lifað fyrir hana þessi erfiðu ár eftir að hann sveik okkur en nú er það hann sem hún vill helst hafa. Þetta er vanþakklæti. Heimurinn er að verða vitlaus. - Nei, það er hann ekki en þú ert einmana, bitur og af- brýðisöm, heyrði ég ömmu segja. - Þú þarft ekki að fórna þér fyrir Maríu eins og þú kall- ar það. Hún verður bráðum fullorðin og sjálfstæð. Þú átt að hugsa um þig og þitt líf. Fara út og hitta fólk. Þú ert búin að vera inni síðustu þrjú árin og gráta þér til óbóta. Og nú er komið nóg af svo góðu, annars eyðileggur þú sjálfa þig með innibyrgðu hatri og dóttir þín fer ekki varhluta af því heldur. Þú eyðileggur hana á þessu. Hugsaðu um það. Amma var hörð við mömmu, hún var reið og þær rifust enn þegar amma fór. Mamma lést ekki sjá mig. - Ó, mamma, gerðu það, leyfðu pabba að koma, bað ég- - Fyrr dett ég niður dauð, svaraði hún og ég sá að hún hafði grátið. - Ég sagði honum líka að láta ekki sjá sig í kirkj- unni heldur. Hann getur haft Dað gott heima við að ausa peningum í annað barn og gleymt sínu eigin. Þetta var leiðinlegur ferm- ingardagur. Mamma var í vondu skapi, sömuleiðis amma og ekki einu sinni kon- íakið, sem afi kom með, gat bætt stemmninguna í veisl- unni. Sjálf fór ég inn í herbergið mitt til að fá að gráta í friði. Ég gekk framhjá borðinu þar sem gjafirnar voru. Mig langaði ekki lengur í þær. Ég hefði viljað skipta á þeim fyrir að fá aö hafa pabba hjá mér. Ég hringdi í pabba og þegar ég heyröi röddina hans fór ég að gráta. - Mamma er vond að leyfa þér ekki að koma, snökti ég. - Hún er vond, vond ... - Svona, svona, sagði hann. - Næst þegar þú heldur veislu verður þú líklega komin í eigin íbúð og þá ræður þú hverjir koma. Ekkert varir að eilífu, hvorki góðir hlutir né slæmir... þetta lagast allt saman. - Mamma er egóisti, snökti ég. - Hún hugsar bara um sín- ar eigin tilfinningar. - Það gerum við víst öll þegar við erum særð, María mín, sagði pabbi. - Getum við ekki hist á morgun niðri í bæ? Ég hef svolítið handa þér þrátt fyrir allt. Pabbi gaf mér tuttugu þús- und króna ávísun daginn eftir. Þaö ætti að duga fyrir því sem mig langar í ef ég bæti við hin- um peningunum sem ég fékk. En það sem mig langaði mest - að pabbi yrði hjá mér á ferm- ingardaginn minn - var mér neitað um. Eftir margra ára hatur á pabba lét mamma það bitna á mér. Það er erfitt og sárt að skiln- aði skuli fylgja slíkt hatur og hefnigirni. Ég held það sé best að sleppa því að gifta sig. Þá sleppur maður við þá kvöl sem skilnaður er og að börnin verði að hætta að láta sér þykja vænt um það foreldranna sem þau búa ekki lengur hjá-til að særa ekki hinn aðilann. Það er ekki hægt að ætlast til þess af okkur!!! Sönn frásögn, þýdd úr norsku af Líneyju Laxdal ■ Fuglahandbók Þorsteins Einarssonar, sem Örn og Ör- lygur gáfu út árið 1987, hefur nú verið gefin út á ensku undir nafninu Guide to the birds of lceland. ■ Hljómsveitin Ný dönsk, ný- bakaður meistari í Rock Cup - knatlspyrnukeppni íslenskra rokkhljómsveita - er að undir- búa nýja plötu sem kemur út fyrir jólin í ár. Það hefur komið til tals að vinna plötuna erlend- is og fá erlendan upptöku- stjóra til að hafa yfirumsjón með verkinu en hingað til hafa hljómsveitarmeðlimir séð um þá hlið mála sjálfir. Ekki hefur verið ákveðið hver taki verkið að sér en fregnir herma að það gæti orðið þekkt nafn í poppheiminum. ■ Flestir frægustu popparar landsins komu fram í Laugar- dalshöll 16. júní síðastliðinn og skemmtu viðstöddum. Tón- leikarnir (Bíórokk) voru teknir upp á filmu og verður hluti þeirra notaður í kvikmynd sem er verið að vinna að um þess- ar mundir. Tónlistin í kvik- myndinni kemur út á geisla- diski seinna á árinu undir nafn- inu Stuttur frakki. Diskurinn mun innihalda lög úr Bíórokk- inu ásamt frumsömdum lögum úr kvikmyndinni. HAFNARSTRÆTl 1S RFiXJAVÍK ■ SÍMI 13340 15. TBL. 1992 VIKAN 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.