Vikan


Vikan - 23.07.1992, Blaðsíða 26

Vikan - 23.07.1992, Blaðsíða 26
TEXTl: BJARNI HAUKUR ÞÓRSSON Hún er aðeins 24 ára en hefur þegar leikið í átta kvikmyndum sem hún hefur hiotið heims- frægð fyrir. Fyrir aðeins sex árum út- skrifaðist Julia nokkur Roberts frá Smyrna Ga., High School. Hana lang- aði að leika og ekkert annað. Ósk hennar rættist. Julia er aðeins 24 ára gömul en hefur leikið í um átta kvikmyndum. Fólk tók eftir henni í Mystic and og var í eigu Vestron kvik- •myndafyrirtækisins." - Hvenær breyttist þetta svo? „Þetta breyttist þegar Disn- ey-kvikmyndafyrirtækið keypti handritið. Garry Marshall átti að leikstýra myndinni og á þessu stigi málsins hafði ég ekkert með þessa mynd að gera. Framleiðandinn var samt viss um að ég væri ennþá rétt val fyrir myndina. Ég mætti reyndar töluverðri andstöðu frá mörgum hjá Disney, margir töluðu um að ég væri hreinlega ekki rétta konan fyrir þetta hlutverk. Ég fékk að lokum hlutverkið og þá var bara eftir að yfirstíga einn annan þröskuld og það var hitt aðalhlutverkið. Að lokum kom- um við saman, Richard Gere, Garry Marshall og ég, og fram- haldið þekkja flestir." - Pretty Woman kemur og kvikmyndahús og reynist vera stórsmellur. Fannst þér líf þitt breytast? „Innra með mér breyttist ekkert, ég var og er alltaf sú sama. Auðvitað breytist margt JULIA ROBERTS Pizza. Hún varð stjarna eftir leik sinn í Steel Magnolias enda útnefnd til óskarsverð- launa. Hún komst síðan á toppinn eftir leik sinní Pretty Woman. Julia hefur ekki áfallalaust i getað stjórnað þessari vel- gengni sinni og á síðasta ári gerðist margt í lífi hennar. Julia Roberts kallar 1991 „Fellini-sumar". í júní var hætt við giftingu hennar og Kiefers Sutherland og mitt í hringiðu þess máls var hún við tökur á kvikmyndinni Hook. Hook er nýjasta kvikmynd Stevens Spielberg og var ný- lega frumsýnd í Bandaríkjun- um. Meðal leikara eru Robin Williams, Dustin Hoffman og Bob Hoskins. í myndinni leikur Julia fljúgandi veru og þurfti þess vegna að hanga langtím- um saman í loftinu við mynda- tökur. En það var ekki nóg með að Julia væri að slíta ástarsam- bandi og að drukkna í vinnu heldur var Gróa á Leiti ávallt skammt undan. Sögur gengu um að hún ætti við alvarlegt eiturlyfjavandamál að strfða. Hver var ástæðan fyrir fimm daga sjúkrahúslegu í júní? Var næstum því búið að reka hana úr hlutverkinu f Hook? Lengi vel svaraði Julia engum af þessum spurningum og reyndi að láta tilgáturnar ekk- ert á sig fá en það var erfitt. Á nýju ári stendur Julia Rob- erts á tímamótum. Árið 1991 var henni erfitt og lét hana svo sannarlega finna fyrir þvf hvað það er að vera frægur í Holly- wood. Nýlega hitti Julia blaðamann að máli og vildi ræða um þessar getgátur og sögusagnir um líf sitt. Engar spurningar voru bannaðar og hún var tilbúin að svara öllu. Julia Roberts er staðráðin í að þagga niður ósannar sögur og láta hið rétta koma í Ijós. Spurning: Það er ekki langt síðan þú varðst 24 ára. Ef þú værir 34 ára gömui, heldur þú að árið 1991 hefði þróast öðruvísi? Julia: „Ég veit það ekki. Ég vona að þegar ég verð 34 ára verði ég aðeins meira hugs- andi en ég hef verið. Það er nú alltaf þannig að þegar illa gengur og á móti blæs þá seg- ir maður við sjálfan sig: „Ah, bara ef ég hefði gert þetta öðruvísi." En allt hefur sinn tilgang, vegna þess að það er ekki hægt að snúa aftur. Hlutir gerast bara ósjálfrátt. Þegar eitthvað slæmt gerist reynir maður að læra af því og halda áfram lífinu." - Frá því að þú byrjaðir að ieika í kvikmyndum hefur þú verið með góðan umboðs- mann. Var ákveðið og úthugs- að hvernig feriil þinn yrði? „Margir halda að það sé hægt að stjórna þessu en það er ekki rétt. Þegar ég hugsa um velgengni Pretty Woman koma aðeins orðin ótrúlegt kraftaverk upp í huga minn. Það er ekki til nein skýring á velgengni þessarar myndar og þegar fólk spyr mig hvort ég hafi vitað hvað ég væri að fara út í sagði ég auðvitað nei - þvert nei. Það er ekki hægt að gera bíómynd með það fyrir augumað ætla að græða pen- inga. Það er ekki næg ástæða til að gera kvikmynd." - Þegar þú fékkst hlutverk- ið í Pretty Woman, hétmyndin þá Pretty Woman eða Three Thousand eins og handritið hét upphaflega? „Myndin hét Three Thous- Julla ásamt Richard Gere, mótleikara sinum í Pretty Woman. þegar fólk fer að þekkja mann á götu og mjög erfitt er að undirbúa sig fyrir slíkt. Reynd- ar var það þannig fyrst að fólk þekkti mig aðallega sem „stór- kostlega stúlku" ekki Juliu Roberts. En þetta getur stund- um verið hálfhættulegt, fólk kemur upp að manni, hvar sem er, þrífur í mann og finnst eins og það eigi mann. Fólki finnst ekki nema sjálfsagt að yrða á mann og ræða við mann um heima og geima. Ég reyni auðvitað að vera eins al- mennileg og ég get og sýni fólki virðingu. Ég vona því að fólk sýni mér virðingu á rnóti." - Af hverju heidur þú að fólk 26 VIKAN 15. TBL 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.