Vikan


Vikan - 23.07.1992, Blaðsíða 45

Vikan - 23.07.1992, Blaðsíða 45
NÝJAR HLJÓMPLÖTUR JÚPÍTERS: TJA TJA Júlímánuður 1992 markaði ákveðin tímamót í íslenskri tónlistarsögu. Þá kom út fyrsta íslenska heimstónlistarplatan, Tja Tja með stórsveitinni Júp- íters. í laginu Vindlar Kastrós berst maður til Kúbu, fær það á tilfinninguna að maður sé staddur í Havana, sötrandi romm í sólinni. Vel á minnst, Tja Tja er sólargeislinn í ár, það er enginn vafi. Hún (plat- an/tónlistin) er spriklandi af fjöri svo fagmannlega gerðu að enginn kemst með tærnar þar sem Júpíters hefur hæl- ana. Á Tja Tja ægir öllu saman, bræðingi, latneskri tónlist, poppi, djassi, arabískri tónlist og jafnvel graðhestarokki, dæmi: orgelleikurinn í Hótel Haferni, sem minnir á Deep Purple svei mér þá! Júpíters er æst og afslöppuð og allt þar á milli, breiddin í sveitinni er ótrúleg. Satt að segja kveið ég fyrir þessari plötu vegna þess að Júpíters er svo mögnuð „live“ að ég hélt að henni tækist aldrei að gera plötu sem næði þessari stemmningu. En það tókst! Tja Tja er skylduhlustun fyrir alla sem unna góðum (inn)blæstri, ryþma, andlegu og líkamlegu fjöri. Áfram, Júp- ítersl! STJÖRNUGJÖF: ★★★★★ ÝMISR FLYTJENDUR: SÓLARGEISLI Þá er komið að hinum ár- vissu sumarsafnplötum. Plata Skífunnar heitir Sólargeisli og inniheldur sextán lög með ýmsum listamönnum sem tengjast fyrirtækinu á einn eða annan hátt; Egill, Bjöggi, Sólin, Geiri Sæm, Sverrir Stormsker og Rúnar Þór. Fleiri koma við sögu en eina splunkunýja nafnið er hljómsveitin Lipstick Lovers og satt best að segja skil ég ekki hvernig hún komst á þessa safnplötu, því gæði tónlistar sveitarinnar eru fyrir neðan meðallag og mætti líkja tónlistinni við tannlaust tígris- dýr á eftirlaunum. Þeir sem koma best út á plötunni eru Silfurtónar, sem eiga tvimælalaust besta lag plötunnar, Töfrar, angurværan ástarsöng, sem er byggður upp á skemmtilegum laglínum og kemur manni til að brosa. Eiginlega er lagið eini al- mennilegi sólargeisli plötunn- ar. Alvarlegur galli við plötuna er að upplýsingar um flytjend- ur, upptökustað, upptöku- menn og fleira er í lágmarki. STJÖRNUGJÖF: ★★ ÝMSIR FLYTJENDUR: BANDALÖG 5 Fimmta Bandalagaplatan inniheldur lög með listamönn- um sem Steinar h/f hefur á sínum snærum; Nýjum dönsk- um, Sálinni, Súellen, Mezzo- forte, Galíleó og Jet Black Joe (sjá viðtal annars staðar í blaðinu), sveitin flytur tvö lög og er hún sigurvegari plötunn- ar, lagið Rain er toppurinn á Bandalögum 5. Orgill kemur ágætlega út með lagið Som- mewebo, eins dúettinn Ekta, með „nýbylgjugúrúinn" Gunn- ar Hjálmarsson fremstan í flokki, en poppað lagið heitir Berklahælið '47. Richard Sco- bie er hins vegar ekki sann- færandi í ballöðunni Hate To See You Cry, er klisjukenndur. Eitt vakti sérstaka athygli mína við Bandalög 5, sem inniheldur átján lög, en það er hljómsveitin Kúturinn, sem á eitt lag á plötunni. Sú sveit minnir ótrúlega mikið á Ný dönsk. Tilviljun? STJÖRNUGJÖF: ★★★ IRON MAIDEN: FEAR OF THE DARK Af fjölum Laugardalshallarinn- ar bárust mörg lög þessarar tíundu plötu Iron Maiden, nátt- úrlega sungin af Bruce Dickin- son sem í gamni hefur verið nefndur „loftvarnarflautan" (Air Raid Siren). Allt frá því að Steve Harris bassaleikari stofnaði bandið á tímum pönksins í Bretlandi í kringum 1976 hefur leið Iron Maiden verið nokkuð greið og hljóm- sveitin átt miklu fylgi að fagna. Myrkfælni, nýjasta afurð þeirra félaga, ætti ekki að tæta af þeim fylgið því á henni eru prýðileg þungarokkslög, flest eftir S. Harris eða alls sjö. í þeim bregður stundum fyrir listrænum tilburðum, svo sem (laginu The Fugitive þar sem smekklegt samspil en kröftugt setur sterkan svip á byrjunina. Á undan því er rólegt lag eftir Bruce D. og nýja gítarleikar- ann, Janic Gers. Minnir lagið reyndar dulítið á Whitesnake en er nokkurs konar klassísk þungarokksballaða með ágætu gítarsólói. Þótt lög af þessari plötu verði sennilega ekki eins vin- og Dave Crusen (trommur). Þessi athyglisverða sveit hefur nú sent frá sér frumburðinn og það ekki neitt slor. Beittir rokk- frasarnir fljúga undan geislan- um í lögum á borð Once, Porch Even Flow og Why Go. Á hljómplötu Iron Malden eru eftirmlnnileg myrkraverk. sæl og lög á borð við Run to The Hills og Number of the Beast eru á FOTD eftirminni- leg myrkraverk, svo sem titil- lagið, Fear Is the Key, From Here to Eternity og Be Quick or Be Dead. STJÖRNUGJÖF: ★★★★ PERAL JAM: TEN Allt gott í rokktónlist virðist koma frá Bandaríkjunum þessa dagana; Pixies, Red Hot Chilipeppers, Nirvana og Pearl Jam sem er frá Seattle. Hljómsveitin er skipuð Eddie Vedder (söngur og textar), Jeff Ament (bassi), Stone Gossard (gítar), Mike McReady (gitar) Rólegri stemmning er til dæm- is í lögunum Black og Oceans. Tónlist Pearl Jam byggist á traustum grunni. Greinilegt er að þeir félagar hafa hlustað á „réttu plöturnar" og koma meistaraverk Led Zeppelin upp í hugann. Við hefur síðan bæst einhver neisti - kannski það sé firring nútímans sem gefur þessari plötu þá útgeisl- un sem hún hefur? Söngvar- inn, Eddie Vedder, skilar sínu hlutverki mjög vel, er blæ- brigðaríkur og það má heyra í laginu Alive sem er undir sterkum Zeppelin-áhrifum. Aðrir eru mjög sannfærandi og samleikur hljóðfæra er heil- steyptur. Ten er hágæða rokkplata. STJÖRNUGJÖF: ★★★★ 15. TBL. 1992 VIKAN 45 UMSJÓN: GUNNAR H. ÁRSÆLSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.