Vikan


Vikan - 23.07.1992, Blaðsíða 19

Vikan - 23.07.1992, Blaðsíða 19
Hvorugur okkar feöga haföi fjárhagslegt eftirlit meö rekstri Veraldar en samkvæmt þeim samningi sem við Svavar gerðum okkar á milli um Heimsklúbbinn sem sérstaka deild innan Veraldar átti allt innborgað fé vegna Heims- klúbbsins að fara inn á sérstakan reikning sem ekki mátti nota til annars en að standa straum af kostnaði klúbbsins. Síðan kom á daginn að við þetta var ekki staðið og þarna voru teknar út milljónir króna án vitundar minnar og ekki staðið í skilum með stórar ferðir. Þá kippti ég náttúrlega að mér hendinni og lagði inn fyrir þeirri ferð sem eftir var þá að fara í fyrra, á annan sérreikning sem enginn hafði aðgang að nema ég. Það gekk svo langt að ég varð að leggja þetta inn á al- menna sparisjóðsbók í mínu nafni. Og þrátt fyrir ótal tilraunir reyndist öðrum erfitt að 'ná peningunum út af þeim reikningi með einni undantekningu þó þar sem greidd var nærri milljón út af bókinni fyrir mistök bankans. Það mál er enn ófrágengið. Þannig gat ég bjargað ferðum Heimsklúbbsins í fyrra og gert allt upp,“ segir Ingólfur en hann stóð straum af þeim milljónum sjálfur sem teknar voru út af reikningi klúbbsins innan Verladar. Hann vill ekki ræða um hve margar milljónir hafi verið að ræða. Þetta segir hann aðspurður ekki hafa náð að sliga hann þó bitinn hafi vissulega verið stór. Þannig að Ingólfur Guðbrandsson er í góð- um málum í dag? „Já, já,“ svarar hann öllu hressari í bragði en hann hefur verið meðan rætt er um Guðna og Svavar og fyrirtæki þeirra. „Ég vil aðeins vera í góðum málum og engum vondum," svarar hann að bragði og í framhaldi af því koma til tals góðar hliðar og slæmar á því hversu stórtækar Flugleiðir eru hvað ferðaiðnað á íslandi varðar, að mati Ing- ólfs Guðbrandssonar. EINOKUN SLÆM Frömuðurinn segist lengst af hafa átt gott sam- starf við Flugleiðir en hann segir ennfremur alla einokun slæma. „Ég held að við séum öll best komin í heiðarlegri samkeppni. Margir ótt- ast um þetta nú þegar Flugleiðir hafa vissulega tögl og hagldir. Það er hins vegar augljóst aö Flugleiðir hafa lagað sig að markaðsaðstæð- um á íslandi og lækkað fargjöld sín verulega frá því sem var þó enn sé verulegt misræmi í þvi sem útlendingar greiða og íslendingar fyrir sambærilega þjónustu. Þetta tel ég að þurfi að leiðrétta. En þjónusta Flugleiða hefur stórbatn- að með nýjum flugflota og ég gét ekki annað en gefið fyrirtækinu góöa einkunn, bæði fyrir þjónustu og stundvísi." „Nú eru miklir breytingatímar framundan. Það sér enginn fyrir endann á þessu EES- dæmi en verði það að veruleika fylgja því margar breytingar, einnig á ferðasviðinu og nýjar leiðir opnast með nýrri samkeppni. Ég held að sumt af aðgerðum Flugleiða sé einmitt við það miðað, að fyrirtækið sé að búa sig und- ir samkeppni erlendis frá,“ segir Ingólfur en hann telur að samkeppnin komi til með að vera, að Flugleiðir nái ekki alfarið yfirhöndinni og hann vonasttil þess að það komi íslenskum ferðamönnum til góða. ENN MEIRI FÆKKUN Hvað mynstrið í ferðaskrifstofurekstri á íslandi varðar þessa dagana segir Ingólfur að varla sé mikilla breytinga að vænta. Helst telur hann að ef einhver umskipti séu í vændum þá verði þau á sviði innanlandsmarkaðar, að taka á móti er- lendum ferðamönnum. „Ég sé ekki að það sé grundvöllur fyrir fleiri ferðaskrifstofur en eru starfandi núna. Það er búið að sameina mörg fyrirtæki og sumum finnst Flugleiðir til að mynda hafa verið nokkuö stórtækar i fyrir- tækjasöfnun sem má þó ekki líta of neikvæð- um augum því starfsemi margra af þessum fyrirtækjum hefði væntanlega lagst niður annars. Það hefði haft mun verri afleiðingar fyrir markaðinn en það að Flugleiðir tækju þau yfir. En það eru nokkrar litlar ferðaskrifstofur eftir enn í landinu sem ég held að berjist í bökkum og ég held að það geti jafnvel orðið um meiri fækkun að ræða.“ Ingólfur Guðbrandsson segist aldrei munu tefla ferðum sínum í tvísýnu, hann myndi ein- faldlega leggja reksturinn niður áður en í óefni væri komið. Hann á þó ekki von á því, að minnsta kosti ekki eins og staðan er í dag, þar sem heimsreisur virðast vera það sem er og verði. Sefur hann þá ágætlega? er síðasta spurningin að þessu sinni. Ingólfur hlær við spurningunni, góðlátlega og rifjar upp ummæli eins af farþegum sínum eitt sinn þegar Ingólfur hafði eitthvað verið að tala um hve hann hefði sofið vel um nóttina. „Þá segir hann: Það er sagt að það beri vott um góða samvisku," seg- ir Ingólfur og hann bætir að endingu við: „Ég hef góða samvisku í ferðamálum." □ ÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁAÁÁÁÁAÁÁÁÁÁÁÁÁ ÆVINTVRI VERULEIKANS ▼TTTTTTTTfTTTfTTTTTTTTTTT EINÁ Eg verð að játa að ég hef aldrei flogið með kjöt- læri á milli landa, það er að segja ekki önnur en þau sem guð gaf mér, en ég var næstum því búin að taka að mér slíkan flutning um daginn en aðeins næstum því. Það er svo margt sem við gerum næstum því og er það í sjálfu sér allt í lagi því í raun kom- umst við ekki til þess að gera nema brot af því sem hægt er að gera og hittum ekki nema örlítið brot af þvi fólki sem við erum samferða á þessari jörð. Og stundum viljum við jafnvel ekki tala við þá sem vilja tala við okkur og er þaö svolítið sorglegt. Það var þegar ég ætlaði að fara með kjötlærin til Þýskalands. Ég breytti um stefnu og fór til Danmerkur í staðinn. Örlítið ráðvillt og hik- andi var ég að reyna að hringja til Þýskalands að segja frá því að ég kæmi ekki með kjötlærin og var þá stödd á FERÐ járnbrautarstöðinni f Kaup- mannahöfn. Kom þar að eldri maður og vildi bjóða mér í kaffi. Bara einn kaffibolla. Hann ætlaði að biða þangað til ég væri búin að hringja. Þegar ég sagðist ekki geta það varð hann leiður og sagð- ist vera einmana, langa til að tala við einhvern og þessi ein- hver var góðleg, íslensk hús- móðir, nýkomin til Danmerkur og langaði til alls meira en að hugga gamlan, dapran mann. Þjáning speglaðist í augum hans en ég gat ekki hjálpað honum, vildi það ekki. Næsta dag keypti ég hvítar hálfgegnsæjar blúndusíðbux- ur og ætlaði að vera fín eins og hinar stúlkurnar á götunum. Buxurnar voru dálítið síðar svo ég batt hnút í hliðarnar á buxnaskálmunum, fór í hvítan jakka og þegar ég leit í spegil var ég ánægð með útlitið. En það urðu nú fleiri. Þegar ég beið eftir strætisvagni um kvöldið sallaróleg eftir að vagninn kæmi, ók ungur bíl- stjóri hring eftir hring framhjá mér. Vinkaði síðan og bauð mér far í tvígang og ég vin- gjarnlega, íslenska húsmóðir- in hristi höfuðið brosandi, takið eftir brosandi. Þegar vagninn kom vinkaði ég svo bless og hélt að grínið væri búið en þar skjátlaðist mér. Hann ætlaði ekki að láta mig sleppa og hófst nú eltingaleikurinn. Einu sinni fannst mér hann horfinn og stökk þá út úr vagninum á Österportstöðinni, vinkona mín býr þar mjög nálægt, en viti menn. Bílstjórinn kom brunandi í þann mund er ég hljóp inn á járnbrautarstöðina en í staðinn fyrir að hlaupa inn í lest fór ég í símann. Trúði einhvern veginn ekki að hann kæmi inn á eftir mér en það gerði hann. Hann beið eftir að ég lyki samtalinu, kom þá og rétti mér höndina. Ég skamm- aði hann fyrir að gera þetta, sagðist vera útlendingur. Ég er líka útlendingur og langar að tala við þig. Finnst þú svo falleg. Ég skammaði hann svolítið meira, sagðist ekki vera reið en ég væri orðin mjög gömul. Mér finnst þú samt falleg og er alveg sama hvað þú ert gömul, sagði hann en mér varð ekki haggað. Vildi ekki fara neitt með honum. En ég hugsaði mikið til hans næstu daga, brosti að þessu eins og ég geri núna. Eitt get ég sagt ykkur að lokum. Þetta var fallegur, ungur maður með rólyndisleg, brún augu. En ég vinkaði og það var víst ábend- ing en ekki kveðja. Munið það stelpur mínar, þið sem eruð einar á ferð. ANGAN Rósirnar í garðinum voru aðeins til sýnis. Ekki gefnar ekki þá. ANNA S. BJÖRNSDÓTTIR SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.