Vikan


Vikan - 23.07.1992, Blaðsíða 74

Vikan - 23.07.1992, Blaðsíða 74
láta snerta mig á þann hátt en mér þótti hann vera orðinn of ákafur. Ég vissi samt ekki alveg hvernig ég átti að taka á þessu. Um leið og Ágúst stöðvaði bíl- inn sinn fyrir utan blokkina hjá mér flýtti ég mér út. „Þetta er búið að vera mjög skemmti- legt,“ sagði ég við hann bros- andi. „Þakka þér fyrir." Og ég gekk af stað. En hann stökk út úr bílnum. „Ætlarðu ekki að bjóða mér inn?“ spurði hann. Ég yppti öxlum og sagði: „Vinna á morgun.“ Og hélt áffam. Hann náði mér. „En við erum búin að hafa það svo gott í kvöld.“ Það var ískaldur tónn í rödd hans. „Ég hélt að þú myndir vilja dálitla rúmglímu eftir matinn." „Ekki í kvöld,“ sagði ég um- svifalaust og náði í lyklana mína. „Hvers vegna ekki?“ Hann hallaði sér nógu nálægt mér til að geta Iagt handlegg- ina utan um mig. „Ég veit hvað þú vilt,“ sagði ég blátt áffam en brosti um leið og vonaði að ég myndi ekki reita hann til reiði. „Ég er bara ekki tilbúin og ég þekki þig ekki nógu vel.“ „Hvað þarftu að vita?“ sagði hann, brosti út að eyrum og minnti einna helst á hungrað- an úlf. „Ertu hrædd við mig eða hvað?“ Ég hikaði. „Kannski dálítið," viðurkenndi ég lágum rómi. „Stundum gerir það þetta bara meira æsandi," sagði hann í lokkandi tón. Hvað sem því leið var ég langt í ffá að vera æst. Ég hafði áhyggjur af því að ég kæmist ekki inn í íbúðina án þess að þurfa að slást við Ágúst. Þá gerðist það. Ágúst greip mig og fór að kyssa mig og hann kyssti unaðslega vel. Lík- ami minn fór að svara honum en höfuðið reyndi að mót- mæla. Ég dró mig frá honum og sagði: „Takk fyrir matinn, Ágúst, en nú verð ég að fara inn.“ Hendur hans fóru um all- an líkama minn og mér tókst ekki að halda þeim frá mér. „Viltu gjöra svo vel að hætta þessu,“ sagði ég. „Enda verður þér ekkert ágengt með þessu og núna fer ég inn.“ „Leyfðu mér að koma inn augnablik," bað hann mig og reyndi að kyssa mig aftur. „Nei,“ sagði ég ákveðin. „En af hverju ekki?“ spurði hann. „Ég lofa því að þú munt skemmta þér. Ég ábyrgist fúll- nægingu." „Þú verður að vera þolin- móður við mig,“ sagði ég við hann. „Ég er ekki tilbúin og öll þessi pressa virkar öfúgt á mig.“ „Gefðu mér tækifæri til að sýna þér hvað þetta getur ver- ið gott,“ sagði hann biðjandi. „Ég fe það ekki mjög oft.“ ,Ég er ekki hissa á því,“ muldraði ég og reif mig Iausa. „Góða nótt.“ Ég varð að skella hurðinni á andlitið á honum. Ég læsti og sat langa stund og hugsaði um kvöldið. Hvers vegna gat Ágúst ekki haft áhuga á mér sjálfrar mín vegna og ekki bara á kynlífi? Hann fékk það ekki mjög oft — ég var hissa á því að hann skyldi hafa viðurkennt það! Ég ákvað að ég ætlaði ekki að hitta hann oftar. Ekki gefa hverjum sem er símanúmerið þitt Daginn eftir sagði ég Katr- ínu vinkonu minni frá kvöld- inu með Ágústi og hversu erf- itt ég átti með að hindra hann í að koma með mér inn. „Þú varst heppin, Dóra,“ sagði hún alvarleg í bragði. „Þú mátt ekki láta hvern sem er fá símanúm- erið þitt.“/á, hugsaði ég döpur í bragði. Og ég mun aldrei fara út framar. Ágúst hringdi ekkert svo ég gerði ráð fyrir að þetta væri búið. Ég vissi að ég myndi freistast til að fara með honum út aftur, bara til að fara út. „Ætli ég verði ekki bara ein- mana það sem eftir er,“ sagði ég við Katrínu þegar við fórum saman í hádegismat. Alltaf þeg- ar ég talaði á þessum nótum hló Katrín að mér. ,/E, Dóra. Hafðu nú ekki svona miklar áhyggjur af þessu. Þú átt eftir að hitta fullt af mönnum til að fara með út. Notaðu bara höf- uðið, sumir menn eru hættu- legir.“ Um kvöldið hringdi Ágúst aftur. „Það er aldeilis erfitt að ná í þig,“ sagði hann stríðnis- lega. „Ég hef haft svo mikið að gera,“ Iaug ég. „Ég er á leiðinni út í kvöld- mat. Viltu slást með í förina?" spurði hann. „Ég get það ekki í kvöld," svaraði ég. „Ég geri ráð fyrir að þú hafir svo mikið að gera.“ í rödd hans mátti heyra vott af hæðni. „Reyndar ekki,“ svaraði ég. „Ég þarf ýmislegt að gera hér heima og ég ætlaði snemma í rúmið." „Það líkar mér,“ muldraði hann. „Heyrðu, Ágúst,“ sagði ég mjúkum rómi og reyndi að hljóma vingjarnlega. „Ég ákvað að það sé best að við förum ekki að vera saman. Þú ert mjög indæll maður en við eig- um bara svo fátt sameiginlegt." „Hvenær ákvaðstu þetta?" spurði hann reiðilega. „Ég hef verið að hugsa um þetta og mér finnst bara að við náum ekki sambandi eða eitt- hvað. Ég get ekki útskýrt það,“ sagði ég aumingjalega og von- aði að hann skildi hvað ég var að fara. „Reyndu," sagði hann og það var ískaldur, reiðilegur tónn í rödd hans. „Þú virðist ekki hafa neinn áhuga á því hvernig mér líður," sagði ég óstyrkri röddu. „Ég er ekki tilbúin til að sofa hjá þér en þér virðist ekki finn- ast það skipta neinu máli. Og þú virðist ekki hafa mikinn áhuga á mér sem manneskju. Við getum haldið áíram að vera vinir en ...“ Rödd mín dó út. „Ég er karlmaður og hef mínar þarfir," sagði hann. „Ég hef ekki verið með neinni á föstu svo lengi og mér fannst þú svo sérstök." ,Já, er það .. . þakka þér fyrir,“ reyndi ég að segja. „En...“ „Þú færð aldrei betra tilboð en þetta frá mér,“ greip hann fram í fyrir mér. Ég efast nú um það, hugsaði ég með mér. „Sumar konur eru kannski ánægðar með tilboð í kynlíf, fullnægja ábyrgst," svar- aði ég honum, „en ég vil meira.“ „Er það svo? Þú átt effir að sjá eftir þessu, tíkin þín!“ öskr- aði hann um leið og hann skellti á mig. Ég lagði á og var í miklu uppnámi en jafhframt létti mér. Hann fylgdist með mér Á næstu dögum gleymdi ég Ágústi alveg og Katrín var ánægð að heyra að ég hefði sagt skilið við hann. „Þú ert heppin að hann skyldi gefast svona auðveldlega upp,“ sagði hún. „Sumir menn geta orðið ansi grimmir þegar þeir fá ekki það sem þeir vilja.“ „Það er erfiðara að fara á stefnumót en ég átti von á,“ kvartaði ég. „Hvar eru allir al- mennilegu karlmennirnir?" „Gefstu ekki upp,“ sagði Katrín. „Áöur en þú veist af hittirðu þann sem heillar þig upp úr skónum.“ Ég fór ekkert á skemmtistað- inn á næstunni því ég var hrædd um að þar myndi ég rekast á Ágúst. Ég var reið yfir því að þurfa að forðast stað sem mér líkaði við út af hon- um en í þessu tilfelli var það þess virði. Ég gerði mér grein fyrir því að ég var ekkert sér- lega sleip í því hvernig best væri að koma fram við karl- menn. Eftir fáeinar vikur fannst mér þó orðið óhætt að mæta aftur. Ég var í raun búin að gleyma Ágústi og varð því hissa þegar ég sá hann sitja við barinn. Ég lét sem ég sæi hann ekki og settist hjá vinum mínum og fékk mér drykk. Við hlógum mikið og skemmtum okkur vel en ég vissi að Ágúst fylgdist með mér. Þegar vinir mínir stóðu upp til að fara ákvað ég að fara líka. Ég vildi ekki verða ein eftir. Ágúst væri vís til að reyna að „tala“ við mig. Ég var ekki í skapi til að rífast við hann einu sinni enn. Ég keyrði heim og þegar ég ók út af bíla- stæðinu sá ég að Ágúst stóð í dyragættinni og horfði á eftir mér. Maginn á mér fór í hnút og næstu tvær vikurnar fór ég ekki afitur. Lífið hélt áfram sinn vana- gang og ég gleymdi Ágústi aftur. Mánuður hlaut að vera nógu langur tími fyrir hann að hætta að hugsa um mig. Það 74 VIKAN 15. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.