Vikan - 23.07.1992, Blaðsíða 41
Kæri sálfræðingur.
Mér finnst ég eiga við svo stórt
vandamál að stríða að ég er
að kafna. Mér finnst eins og að
það geti verið ég sem er
vandamáiið þegar öllu er á
botninn hvoift en finn ekki út
hvað það er sem ég get gert. í
raun finnst mér þó ekki að ég
sé vandamálið, heldur tengda-
mamma. Hún er að gera út af
við mig. Hún setur út á allt sem
ég geri og er stöðugt með skot
á mig.
Alveg frá því að ég kynntist
manninum mínum hefur mér
fundist tengdamamma hafa
horn í síðu mér. Hún varaldrei
hress með að hitta mig og var
stutt í spuna við mig í síma og
enn þann dag í dag, fimm
árum seinna, talar hún aldrei
við mig ef ég svara í símann
þegar hún hringir. Biður alltaf
um manninn minn og ef hann
er ekki heima kveður hún
bara. Ég veit að hún reyndi að
fá manninn minn til að hætta
með mér þegar við vorum búin
að vera stutt saman en það
hafði hún einnig gert áður
varðandi aðra stelpu. Hann
vildi auðvitað ekki fara eftirþví
sem hún sagði þá en nú finnst
mér eins og hjónabandið fari
versnandi og að það sé hún
sem reyni að eyðileggja það.
Mér finnst eins og að maður-
inn minn sé farinn að taka
undir með mömmu sinni. Alla-
vega er hann farinn að setja
meira út á mig.
Mér finnst ég ekki eiga það
skilið að þau komi illa fram við
mig og veit ekki hvað ég á að
gera. Ég hef reynt að standa
mig eins og ég get og veit ekki
til þess að ég hafi gert neitt af
mér. Ég er alltaf almennileg
við tengdamömmu, býð henni
í mat og heimsókn öðru hvoru
og fer í heimsókn til hennar.
Aðrir hafa rætt það við mig
hvað hún sé ótuktarleg við mig
en ég hef þá dregið úr því og
afsakað hana. Sagt að hún sé
illa upp lögð og svo framvegis.
Ég reyni alltaf að vera þannig
að hún hafi ekkert út á mig að
setja eða það sem ég geri. En
henni tekst alltaf að finna
eitthvað.
Mér finnst ég vera að koðna
niður og það sem verst er nú
er að ég er svo hrædd um að
hjónabandið sé að fara I
vaskinn. Maðurinn minn er far-
irm setja út á mig án þess að
hafa minnstu ástæðu til og
mér finnst eins og hann sé
bara að herma eftir tengda-
mömmu. Um daginn mistti hann
út úr sér að hún hefði greini-
lega haft rétt fyrir sér þegar
hún hefði sagt að ég væri ekki
nógu góð fyrir hann. Mér sárn-
aði alveg gífurlega því ég veit
ekki til þess að hann geti
kvartað yfir húsmóðurstörfum
mínum. Þetta eru smáatriði
sem hann tínir til, sérstaklega
þegar hann er í vondu skapi.
Hann sá reyndar eftir þvi að
hafa sagt þetta en mér fannst
það eins og hnífstunga samt.
Mér finnst ég vera búin að
gera allt sem í mínu valdi
stendur til að fá tengda-
mömmu til að samþykkja mig
en ekkert gengur. Mér finnst
jafnvel eins og hún sé farin að
stjórna mér. í hvert sinn sem
ég geri eitthvað hugsa ég:
„Hvað skyldi tengdamamma
hugsa um þetta?" eða „hvern-
ig myndi tengdamamma vilja
að ég gerði þetta?" Og nú er
henni hugsanlega að takast
að spilla á milli okkar hjónanna
og það þykir mér enn verra.
Mér finnst ég vera ráðþrota og
verð að fá ráð einhvers staðar.
Getur þú bent mér eitthvað
sem ég get gert?
Með ósk um góð svör,
Guðrún.
Kæra Guðrún.
Ég vona þín vegna að þér tak-
ist að gera eitthvað annað í
málinu en þú hefur verið að
gera. Viðbrögð þín hingað til,
við árásum tengdamömmu
þinnar, hafa nefnilega leitt þig
þangað sem þú ert nú. Að því
leyti hefur þú rétt fyrir þér þeg-
ar þú segir að þér finnist eins
og að það geti verið þú sem
sért vandamálið. Það er þú
skapar þér áframhaldandi
vandamál með viðbrögðum
þínum við árásum tengda-
mömmu þinnar.
VANDAMÁLIÐ
„TENGDAMAMMA"
Við getum velt fyrir okkur
hvers vegna tengdamamma
þín hefur áhuga á því að bola
þér burtu úr lífi sonar síns. Við
getum líka velt fyrir okkur
hvort hún myndi ætíð gera
það, sama hvaða kona í hlut
ætti. Slíkar vangaveltur hjálpa
þér hins vegar ekkert. Þó okk-
ur tækist að finna réttu svörin
við því myndi það engu breyta
fyrir þig. Eða heldur þú að þér
tækist að breyta henni með
slíka vitneskju upp á vasann?
Viðbrögö þín hafa einkennst
af því að þú reynir að breyta
þér til þess að tengdamamma
þín breyti sér svo að þér líði
ekki lengur illa. Þetta segir
okkur að þú reynir að koma
endalaust til móts við aðra svo
að þeim líki við þig. Þannig er
það undir öðrum komið hvort
SÁLARKIMINN
SIGTRYGGUR JÓNSSON SÁLFRÆÐINGUR
SVARAR LESENDUM
þér líður vel eða illa. Ef þú ert
heppin notfæra aörir sér ekki
auðmýkt þína en ef þú ert
óheppin notfæra þeir sér
hana. Þú ert óheppin með
tengdamömmu. Hún hefur
þörf fyrir að upphefja sig á
þinn kostnað og þér hefur ekki
tekist að stöðva það.
AÐ HUGSA UM
SJÁLFAN SIG
Af bréfi þínu að dæma reynir
þú að koma til móts við allt og
alla. Þú spyrð spurninga eins
og: „Hvað á ég að gera?“,
„hvað er best að gera?“, „til
hvers er ætlast af mér?“ og
svo framvegis. Þú gleymir að
spyrja: „Til hvers langar
mig?“, „hvað vil ég?“, „hvað
finnst mér?“ og svo framvegis.
Þannig hugsar þú alltaf fyrst
um aðra. Aðrir (skoðanir þeirra
viöhorf og löngun) eru mikil-
vægari en þú. Þeir sem um-
gangast þig finna þetta hvort
sem þeir gera sér grein fyrir
þvi eða ekki. Ef þú ert heppin
notfæra þeir sér þetta ekki en
þeir geta gert það. Þannig
treður þú á sjálfri þér og gefur
öðrum kost á að gera það líka.
Þú verður að fara að viður-
kenna að þú og þín löngun,
skoðun og svo framvegis er
jafnmikilvæg og löngun, skoð-
un annarra. Þú verður því að
fara að gera kröfur um að aðrir
beri virðingu fyrir þér, hlusti á
þig, þakki þér, líki við þig og
finnist þú ágæt. Ef þeim finnst
það ekki er það þeirra vanda-
mál. Til þess að þetta gangi
eftir verður þú sjálf að bera
virðingu fyrir þér, trúa því að
það sem þú hefur fram að
færa sé mikilvægt, þakkarvert
og vel gert. Þar liggur stærsta
átakið.
Við getum hugsað okkur að
tengdamamma þín hafi ein-
hverja þörf fyrir að vernda (of-
vernda?) son sinn og geri það
með því að setja út á þig, sé
það svo viðheldur þú þeim út-
ásetningum hennar með því
að sýna henni fram á að hún
geti stjórnað þér. Enda finnst
þér að hún sé farin að stjórna
þér.
Vanlíðan er tilfinning og til-
finningar koma og fara án
þess að við fáum nokkuð við
það ráöið. Umhverfið og aðrir
einstaklingar geta orsakaö
vanlíðan hjá okkur með að-
stæðum eða hegðan en það
sem ræður úrslitum um fram-
hald á vanlíðaninni eru við-
brögð okkar sjálfra. Viðbrögð
sem einkennast af því að
passa upp á líðan okkar leiða
til þess að okkur fer smám
saman að líða vel en viðbrögð
sem einkennast af því að
passa upp á aðra leiða til hins
verra.
HVAÐ ÞÚ GETUR GERT
Það eru ekki til neinar einfald-
ar lausnir á þessu. Þú ert búin
að koma þér upp þessu hegð-
unarmynstri á löngum tíma og
það er hægara sagt en gert aö
breyta því. Einkum ein og án
stuðnings. Það kostar mikil
átök og einmitt það sem þú
hefur alltaf forðast, árekstra
við fólk.
Þetta gildir um líf þitt al-
mennt en hvað varðar tengda-
mömmu þína og manninn þinn
myndi ég ráðleggja þér að
ræða málið alvarlega við
manninn þinn og biðja hann
um stuðning. Ef það tekst er
hugsanlegt að þið getið hjálp-
ast að við þetta, annars skaltu
leita þér aðstoðar. Þú ættir að
ræða við manninn þinn um
það sem ég hef verið að skrifa:
Löngun þína til að breyta
hegðun þinni og viðbrögðum.
Löngun þína til að öðlast virð-
ingu og ást án þess að þurfa
alltaf að standa þig, það er
kaupa þannig ást og virðingu.
Löngun þína til að geta stöðv-
að fólk sem sýnir þér yfirgang
og tillitsleysi. Löngun þína til
að stöðva þennan vítahring
sem er í samskiptum þínum
við tengdamömmu og hann
sjálfan og hvaða leiðir þú sérð
til þess. Biðja hann um að að-
stoða þig.
Þú þarft ekki á því að halda
að hann skilji þig. Þú þarft á
þvi að halda að hann beri þá
virðingu fyrir þér og þínum til-
finningum að hann sé reiðu-
búinn til að aðstoða þig að
þinni ósk. Reyndu því að forð-
ast það að festast í endalaus-
um útskýringum „svo að hann
skilji þig“. Gerðu á hann kröfu
um að hlusta á þig, bera virð-
ingu fyrir löngun þinni og sýna
þér þá samstöðu að styðja þig.
Gangi þér vel!
Sigtryggur.
15.TBL 1992 VIKAN 41
VANDAMALIÐ ER TENGDAMAMMA