Vikan


Vikan - 23.07.1992, Page 79

Vikan - 23.07.1992, Page 79
skemmtilegra en það væri ella. Dómnefndina skipuðu þau Guðrún Einarsdóttir, sem er formaður Matreiðsluklúbbs S.S., Bjarni Friðriksson júdó- kappi, Níels Fljaltason mat- vælafræðingur og Úlfar Finn- björnsson, matreiðslumeistari á Floliday Inn. Flilmar kryddaði framsögu sína einnig með þvi meðal annars að benda á þá staðreynd að hálft mannkyn borðar hrísgrjón daglega sem uppistöðu máltíðar. Og sigur- vegarinn er einmitt „að aust- an“ eða frá Thailandi. Aust- rænar þjóðir hafa löngum lagt mikið upp úr hrísgrjónum en þó sagðist Andrea eiginlega fyrst hafa farið að taka upp mikla fjölbreytni í matargerð eftir að hún kom til íslands fyrir fimm og hálfu ári. Andrea hlaut að launum hvorki meira né minna en eitt stykki ferð fyrir tvo með öllu á Ólympíuleikana í Barcelona en Uncle Ben’s er opinber styrktaraðili að leikunum. í öðru sæti varð Kristín Ósk með hrisgrjónaostaköku Jam- aica og hlaut hún þrjátíu þús- und króna úttekt hjá Sláturfé- laginu að launum en S.S. er innflutningsaðili Uncle Ben's. Þriðja sætið gaf tvær matar- körfur frá Matvöruversluninni A Andrea Sompit Stengboon tekur hér við verð- launum sínum úr hendi Gunnars G. Gunnars- sonar, full- trúa S.S. Andrea, sem er frá Thailandi en hefur búið hér í fimm og hálft ár, hlaut að launum ferð fyrir tvo á Ólym- piuleikana í Barcelona. sem hún hefði komið og ein- mitt á íslandi. Aðspurð sagðist hún. því hafa tröllatrú á ís- lensku matreiðslufólki og keppendur í Ólympíukeppni Matreiðsluklúbbs S.S. væru með rétti af mjög háum gæða- flokki miðað við keppendur margra annarra landa, allir tíu. UPPSKRIFITR Við birtum hér uppskrift Andreu enda hinn allra áhuga- verðasti réttur á ferðinni. Einn- ig fylgir uppskrift að hrís- grjónaostaköku Kristínar Ósk- ar sem varð í öðru sæti. Upp- skriftirnar vitna svo að ekki verður um villst um það hve margþættum hlutverkum hrís- grjón geta gegnt í matargerð. 1 . VERÐLAUN KARRÍKJÚKLINGUR í HUNANGSMELÓNU Fyrir fjóra. 4 bollar soðin Uncle Bens hrísgrjón 400 g kjúklingakjöt í bitum 2-3 msk. Mc Cormick karríduft 1 -11/2 dl mjólk 2-3 bollar kókossmjörkrem (í dós) 1 tsk. Season all 2-3 msk. sósujafnari 1-2 msk. sykur 1 dós Baby Corn 1/2 dós Bambus shoot 1 græn paprika 1 rauð paprika 1 laukur 4 soðnar kartöflur 1 tsk. pipar 1 tsk. aromat 4 gulrætur 1-2 msk. matarolía 2 hunangsmelónur Allt grænmetið er saxað niður, þó ekki of smátt. Melónurnar eru skornar í tvennt og holað innan úr þeim með kúluskeið og kúlurnar notaðar til skrauts ofan á réttinn. Austurveri og komu þær í hlut Fríðu Garðarsdóttur. Rétt sinn kallaði hún Á 40 mínútum. í tilefni af keppninni kom hingað til lands sérlegur fulltrúi Uncle Ben’s í Englandi, Caro- lyn Herne. I samtali við blaðamann Vikunnar sagði hún sérlega skemmtilegt við ísland hve hér væri góður matur. Hún nefndi veitinga- staði sérstaklega og hrósaði þeim í hástert. Carolyn kvaðst hafa kynnst ýmsu á ferðalög- um í starfi sínu og hvergi hefði hún fengið jafn góðan mat þar Er dóm- nefnd hafði lokið störf- um og úr- slitin höfðu verið til- kynnt gafst gestum færi á að gæða sér á réttunum tíu. Matarolían og allt kryddið sett í pott og suðan látin koma upp. Kjúklingakjötið sett út í og látið brúnast. Þá er 1 bl. kókóssmjörkrem settur saman við og hrært vel. Laukurinn settur í og látið krauma í smá- tíma. Þá er allt grænmetið sett. út í og látið sjóða í smátíma þar til það verður mjúkt. Seinni bollanum af kókossmjörkrem- inu bætt út í. Þetta er látið krauma í 5 mínútur þá er sósujafnarinn settur út í. Að síðustu er hrisgrjónun- um bætt út í og hrært vel saman. Rétturinn er settur í melónurnar og borinn fram þannig. 2. VERÐLAUN HRÍSGRJÓNAOSTA- KAKA JAMAICA Botn 50 g möndlumakkarónur 50 g hafrakex 50 g brætt smjör Fylling 11/2 dl soðin hrísgrjón 21/2 dl óþeyttur rjómi 100 g sykur 2 eggjarauður 100 g hreinn rjómaostur 3 msk. dökkt romm 5 matarlímsblöð safi úr 1/2 sítrónu 11/2 dl ananas í bitum 2 msk. ristað kókósmjöl 1 msk. ristaðar heslihnetur Skreyting Ananas, 2 dl þeyttur rjómi, ristað kókósmjöl, fersk myntublöð. Aðferð Botn. Myljið kexið og möndlu- makkarónurnar í fína mylsnu, bætið smjörinu saman við, þrýstið mylsnunni í botninn á 18 cm hringlaga formi. Látið kólna. Fylling. Hellið 2 msk. af rommi yfir grjónin (látið standa). Hrærið rjómaost þar til hann er mjúkur, bætið sykri og eggja- rauðum saman við. Bræðið matarlímið í 1 msk. rommi og sítrónusafa, bætið því út í hræruna. Þeytið rjómann og bætið honum einnig út í ásamt grjónum ananas, kókós og heslihnetum. Hellið öllu í form og kælið. Skreyting. Sprautið rjóma á efri jaðri kökunnar. Skreytið með ananas, ristuðu kókós- mjöli og myntublöðum. 15. TBL. 1992 VIKAN 79

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.