Vikan - 06.08.1992, Síða 6
„HAFIEG EINU SINNI
ÁKVEÐIÐ EITTHVAÐ,
GERIÉG ÞAÐ"
- segir Gunnur Magnúsdóttir,
þátttakandi í
forsíðustúlkukeppninni
Gunnur Magnúsdóttir
vann fyrirsætukeppni
i heimabæ sínum,
Keflavík, nú í vor og líst bara
vel á aö taka þátt í forsíðu-
stúlkukeppni Vikunnar. Þótt
hún hafi notið þessarar vel-
gengni í keppninni í Keflavík
segir hún það ekki vera höfuð-
atriði að sigra.
Gunnur er fædd og uppalin í
Keflavík og kann aö vonum
vel við sig þar. „Þar er allt sem
ég þarf,“ segir hún, „nema þá
helst bíóin. Ég fer til Reykja-
víkur í bíó því að þangað
koma nýju myndirnar fyrst.“
Hún segist lítið vera farin að
stunda böll, það sé helst að
hún fari á skólaböll.
í sumar vinnur Gunnur á
Flughótelinu í Keflavík sem
þerna. „Mér líkar ágætlega við
þjónustustörfin en hef samt
ekki hugsað mér að leggja þau
fyrir mig, heldur ætla ég mér
að verða læknir. Ég er fædd í
hrútsmerkinu, 6. apríl 1975,
Gunnur Magnúsdóttir er
önnur í röö þátttakenda
sem Vikan kynnir í
keppninni um titilinn
„forsíöustúlka ársins".
Hún var á dögunum
kosin „fyrirsaeta
Suöurnesja 1992“.
Sigurinn kom henni
sjálfkrafa i hóp
fyrirsæta hjá
„lcelandic Models".
Gunnur á ieiö
til vinnu sinnar
aö lokinni forsíöu-
myndatökunni fyrir Vikuna.