Vikan


Vikan - 06.08.1992, Page 9

Vikan - 06.08.1992, Page 9
VIKAN SPJALLAR VIÐ BALTASAR KORMÁK SEM LEIKUR LASS í VEGGFÓÐRI Hann er hár og grannur, dökkur yfirlitum, meö brún augu, svart, stutt- klippt skegg. Hann er fámáll, viröist feiminn og hefur sig lítiö í frammi, kannski svolitiö dulur. Baltasar Kormákur Samper útskrifaöist frá Leiklistarskóla íslands vorið 1990 og hefur starfað viö Þjóðleikhúsið siöan þar sem hann er nú kominn á fastan samning. Þrátt fyrir stuttan feril hefur hann býsna víöa komið viö í ieiklistinni og glímt viö smá og stór hlutverk, bæöi á sviöi og í kvikmyndum. Hann hlaut mjög góöa dóma fyrir leik sinn í Rómeó og Júlíu og Kæru Jelenu í fyrravetur. í báöum tilvikum fór hann meö stór og mikilvæg hlutverk - hinn ástfangna Rómeó og hinn illgjarna Valodia. Nú er frammistaöa hans enn á ný undir smásjánni þar eö hann fer með eitt aöalhlut- verkiö í kvikmyndinni Vegg- fóöri, sem frumsýnd var í Saga-bíóunum fyrir stuttu, Lass, myndlistarnemann drykkfellda. Baltasar Kormákur var aö mála íbúðina sína og sambýl- iskonu sinnar þegar blaða- maöur Vikunnar haföi sam- band við hann vegna frumsýn- ingarinnar sem var þá skammt undan. Hann kvaöst ekki hafa séö myndina á hinum ýmsu stigum vinnslunnar og þess vegna sæi hann verkið í fyrsta sinn á frumsýningunni. Hann kvaö slíkt vera í senn spenn- andi og fyrirkvíðanlegt, því að leikarinn heföi eiginlega ekki hugmynd um hvernig honum hefði reitt af. „Maður er meira ósjálf- bjarga í kvikmynd heldur en á leiksviði. Leikarinn veröur aö setja allt sitt traust á leikstjór- ann. Handritiö og leikurinn er þá allur í höföinu á leikstjóran- um sem klippir myndina kannski allt ööruvísi en gert var ráö fyrir f handritinu og á allt annan veg en leikarinn haföi gert sér í hugarlund. Maöur veit í raun ekkert hvaöa 16. TBL. 1992 VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.