Vikan - 06.08.1992, Page 10
meðferð maður fær fyrr en
myndin er fullbúin. Það getur
jafnvel gerst að ákveðin
myndskeið séu færð til - fram
eða aftur. Þá er sú atburðarás
sem þú hafðir í kollinum oröin
brengluð. Þú ert mjög mikið
upp á leikstjórann kominn."
- Er mikill munur á því að
leika á sviði og i kvikmynd?
„Það er töluverður munur á
því hvernig leikarinn beitir sér
en grunnurinn er alltaf hinn
sami. Þó að tæknin sé önnur
verður þú að nota allt sem þú
hefur lært í leikhúsinu. Það
hefur nokkuð borið á þeim
misskilningi meöal fólks að
sviðsleikari eigi erfitt með að
leika í bfómyndum, hann tali til
dæmis svo óeðlilega. Ég held
að þarna hafi oft verið um aö
kenna illa skrifuðum samtölum
og lélegri hljóðvinnslu og
klippingu. Skuldinni hefur
nefnilega stundum verið skellt
á leikarana. Fólk greinir betur
það sem leikarinn segir og
gerir en tæknileg atriði eins og
klippingu sem hefur mistekist
eða er misráðin."
- í Veggfóðri er verið að
lýsa á köflum fremur óhugnan-
legum aðstæðum ungs fólks í
höfuðborginni og í myndinni
ber nokkuö á léttúðugu líferni,
ofbeldi og drykkjuskap. Er ver-
ið að lýsa reykvískum raun-
veruleika?
„Myndin fjallar um ungt fólk
í Reykjavík í dag og sýnir
hvernig ákveðinn hluti þess lif-
ir lífinu. Þetta unga fólk ein-
kennir afstöðuleysi - það
hugsar aldrei um neitt nema
líðandi stund. Ég held að stór
hópur fólks lifi svona lífi, láti
hlutina reka á reiðanum án
þess að gera nokkuð í málinu
og hugsar bara „þetta
reddast". Stelpan í myndinni,
Sól, er ábyrgðarfull og þvi ólík
þeim Lass og Sveppa, hún
keyrir langanir sínar áfram og
veit hvað hún vill. Larss er
kærulaus og drykkfelldur, hinn
er það líka en hann er jafn-
framt afbrotamaður með nei-
kvæðari afstöðu til fólks og
umhverfis. Myndin byggist á
vissum raunveruleika sem
margir þekkja. Hún fylgist með
lífi þessara manngerða en hún
er engu að síður bjartsýn. -
Hún er glaðleg og það er fjör í
henni.
Raunsæi myndarinnar er
líka fólgið í hlutum eins og
þeim að listamaðurinn Lass
býr ekki í 200 fermetra stúdíói
með mótorhjólið sitt inni f
íbúðinni, eins og sumir gætu
gert sér í hugarlund því að
maður sér slíkt til dæmis í am-
erískum bíómyndum. Reynd-
ar held ég að fáir ungir lista-
menn búi við slíkar aðstæður.
Lass býr bara í subbulegum
kofa.”
MIKILVÆGI
ÁHORFANDANS
í fyrravetur var mikið að gera
hjá Baltasar Kormáki því að
auk þess sem hann fór með
stór hlutverk í ofangreindum
verkum lék hann einnig í
barnaleikritinu Búkollu, tók
þátt í Laxnessdagskránni í vor
í tilefni af 90 ára afmæli
skáldsins og farandsýningunni
„Áhorfandinn í aðalhlutverki".
„Síðastnefnda verkefnið er
dagskrá sem sett var upp af
þeim Gísla Rúnari Jónssyni
og Eddu Björgvinsdóttur sem
jafnframt eru höfundar. Hún
fjallar um hlutverk og mikil-
vægi áhorfandans í leikhús-
inu. Við fórum með það á
vinnustaði og f skóla í vor,
meðal annars sýndum við það
einu sinni f hádeginu í Granda
og í Kvennaskólanum. Þetta
var mjög skemmtilegt en það
getur náttúrlega verið erfitt að
koma svonainn í matartímana
hjá fólki því að sumir vilja ekki
láta trufla sig og finnst þessu
vera þvingað upp á sig. Flestir
taka svona framtaki samt feg-
ins hendi.“
- Þú varst í krefjandi hlut-
verkum í fyrravetur. Hvernig
þótti þér sjálfum Rómeó og
Júlía, sem ýmist var gagnrýnt
harðlega fyrir frjálslega með-
ferð leikstjórans, Guðjóns Pet-
ersen, eða lofað ( hástert.
„Það voru á milli 20 og 30
sýningar á verkinu sem þykir
nokkuð gott þegar Shake-
speare á í hlut. Ég hef unnið
áður með Guðjóni, meðal ann-
ars þegar við settum upp
Óþelló í Nemendaleikhúsinu.
Þá voru allir ofsalega ánægðir
með það hvernig unnið var úr
þessu klassíska Shake-
speare-verki. - En það var
meðal annars af því að slík
uppfærsla þykir sjálfsögð í
Nemendaleikhúsinu sem leyf-
ist að reyna eitthvað nýtt. í
Þjóðleikhúsinu verður fólk
miklu gagnrýnna, þaö var
fundið að því að við notuðum
dægurlög í sýningunni sem
auk þess voru sungin á ensku
- móðurmáli Shakespeares.
Þarna voru reyndar líka lög
með ítölskum texta en það
minntist enginn á þaö. Við
vissum það fyrir að þetta yrði
gagnrýnt og einhverjum þætti
það óviöeigandi í „musteri ís-
lenskrar tungu", Þjóðleikhús-
inu.
Mér þótti mjög gaman að
taka þátt í þessari sýningu - í
því formi sem hún var. Ég er
ekkert viss um að mér hefði
þótt spennandi að leika Róm-
eó í sokkabuxum, með púff-
ermar og sverð í hendi. Mér
finnst það vera lífsspursmál
að leikhúsið hafi frelsi og
svigrúm til að gera tilraunir
eins og þessa.“
- Kæra Jelena náöi fá-
dæma vinsældum og sló öll
aðsóknarmet, auk þess sem
þið fóruð með verkið í leikför
um Norður- og Austurland í
sumar. Varstu orðinn leiður á
verkinu undir lokin?
„Leikritið er mjög vel skrifað
og vel upp byggt og því höfum
við aldrei fengið leiða á því
þrátt fyrir hinar mörgu sýning-
ar. Það nærir okkur leikarana
jafnframt hversu vel verkið
kemst til skila til áhorfenda
sem verða oft fyrir miklum
áhrifum. Annars eru þeir svo
misjafnir, stundum er and-
rúmsloftið mjög þungt og fólk
finnur til mikillar samkenndar
með Jelenu. í önnur skipti
hlær fólk að öllu og þykir ýmis
tilsvör okkar nemendanna
mjög fyndin. Best þykir okkur
þegar andrúmsloftið er blanda
af hvorutveggja, þá hlær fólk
að því sem er virkilega fyndið í
sýningunni en tekur inn
sársaukann og dramatíkina.
Þegar valtað er yfir það með
hlátri líka þá getur slfkt haft
slæm áhrif á okkur, eins og til
dæmis hópur unglingsstelpna
sem flissar að öllu.“
LÆRIMEISTARASAM-
BAND
- Er ekki erfitt fyrir ungan
leikara að fara með tvö gjöró-
lík hlutverk á fjölunum á sama
tíma?
„Maður fer stundum í gegn
um nokkurs konar vonleysis-
tímabil þegar maður æfir eitt-
hvert hlutverk. Þá finnst manni
jafnvel ekkert ganga upp og
allt vera vitlaust sem maður
gerir - og maður sé beinlínis
lélegur leikari. Þegar æfing-
arnar á Rómeó og Júlíu stóðu
sem hæst var verið að sýna
Kæru Jelenu um leið, það var
VIKAN 10 16. TBL. 1992