Vikan


Vikan - 06.08.1992, Blaðsíða 12

Vikan - 06.08.1992, Blaðsíða 12
TEXTI: HELGA MÖLLER / LJÓSM.: KRISTJÁN MAACK Ahugasamir þátttakendur á námskeiðinu fylgjast með sýnikennslu i förðun sem sýnd var á fallegustu konu heims. AANNAD HUNDRAÐ UNGMENNI A NAMSKEIÐI A annað hundraö ung- menni flykktust á Holi- day Inn hótelið dagana 11. og 12. júlí síðastliðinn. Það sem laðaði þau að var vonin um frægð og frama á fyrirsætubrautinni. Það var enska fyrirtækið The Fashion Bureau, sem leitar uppi efni i fyrirsætur, sem boðaði fólkið á sinn fund til að gefa því innsýn í heim fyrirsætunnar, upplýsa það um möguleika þess á að komast á skrá hjá þekktum er- lendum umboðsskrifstofum og öðlast frama í þessu eftirsótta starfi. Um tvö eins dags námskeiö var að ræða. Þau fólust í að þátttakendur hlýddu á fyrir- lestra, skoðuðu tískumyndir og horfðu á viðtöl af mynd- böndum við þekktar fyrirsætur, að ógleymdu myndbandi með viðtali við Heiðar Jónsson snyrti. Þá tók við sýnikennsla í förðun fyrir stúlkurnar en þær um meirihluta á i. Kristín Stefáns- nýrtisérfræðingur frá var með sýni- ennslu og farðaði heimsfeg- urðardrottninguna okkar, Lindu Pétursdóttur, en hún er einmitt umboösmaður The Fashion Bureau á íslandi. Að loknum léttum hádegisverði veitti starfsmaður frá umboðs- skrifstofunni Elite Premier í London hagnýtar upplýsingar um starfiö. Þar næst var komið að því að hinir áhugasömu þátttakendur yrðu farðaðir, hár þeirra lagfært og þeir klæddir í tískufatnað frá London. Há- punktur dagsins var svo myndataka en ekki færri en þrír Ijósmyndarar höfðu vart undan að mynda hópinn, svo mikill var áhuginn. Áhuginn lýsir sér líka í því hvað krakkarnir, sem lang- flestir voru undir tvítugu, voru tilbúnir að greiða fyrir þetta tækifæri til að höndla hamingj- una sem þeir telja geta verið fólgna í störfum fyrirsætunnar. Námskeiðið var ekki gefins, verðið var sextán þúsund krónur fyrir daginn. Aðstandendur The Fashion Bureau mega sjálfsagt þakka Lindu Pétursdóttur mikla aö- sókn en nafn hennar hefur vafa- laust laðað marga að sem annars hefðu setið heima. Les Robertsson, vinur Lindu Pétursdóttur, sem er annar tveggja eigenda The Fashion Bureau, sagðist gera sér grein fyrir kostum þess að hafa al- heimsfegurðardrottningu sem umboðsmann í heimalandi hennar. Aðspurður sagði hann hlæjandi að hann væri að reyna að ráðafleiri slíkar í öðr- um löndum, enda hefði Linda þegar kynnt hann fyrir tveimur. VIKAN 12 16. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.