Vikan


Vikan - 06.08.1992, Blaðsíða 14

Vikan - 06.08.1992, Blaðsíða 14
Les Robertson er skoskur Þau eru uPPruna- Hann er tuttLigLI bæði vön °9 atta ara gamall, á sjálfur aö að horfast í baki sex ára fyrirsætuferil og augu við hefur notiö mikillar velgengni. myndavél- |-|ann er nij búsettur í London ina, Linda ^ hann og félagi hans, ir og j_es sem jafnframt er Ijosmyndan, Roberts- stofnuöu The Fashion Bureau son. fyrir fáeinum mánuöum. Þetta er í fyrsta skipti sem hann leit- ar að fyrirsætum utan Bretlands. Les var spuröur hvort hann væri ekki ánægöur meö við- brögðin og þátttökuna á nám- skeiðinu hér á landi. „Jú.“ Les brosti breitt. „Mjög ánægöur. Þaö besta var líka aö fyrri daginn fundum viö sex stelpur sem eiga góöa mögu- leika á að verða fyrirsætur og seinni daginn á bilinu fjórar til tíu, viö sjáum það betur þegar myndirnar koma úr framköllun. Af strákunum er einn öruggur, kannski tveir." Þaö viröist vera heilmikiö fyrirtæki aö halda svona námskeiö því meö Les komu VIKUVIÐTAL VIÐ LES ROBERTSON OG LINDU PÉTURSDÓTTUR „SVO FEKK EG AUÐVITAÐ BORGAÐ FYRIR ÖLL ÞESSI FERÐALÖG" átta manns frá Bretlandi. Þaö voru Ijósmyndarar, tækni- menn, tískuráðgjafar, föröun- armeistari og fleiri. Auk þess komu fjórir hérlendir föröun- armeistarar, hárgreiöslumaöur og Ijósmyndari viö sögu. Ekki má heldur gleyma Lindu Pét- ursdóttur sem að sjálfsögðu lagði hönd á plóginn. Les var spurður hvort hinir útvöldu hefðu ekki orðið ánægðir þegar þeim voru færöar fréttirnar. „Viö erum bara búin aö hvísla þessu að tveimur þeirra. Fyrst verðum við aö sjá hvernig hin myndast. Það fer ekki alltaf saman aö líta vel út augliti til auglitis og aö mynd- ast vel.“ Hverjir skoöa myndirnar og velja úr? „Fyrst sýnum við umboðs- skrifstofunni Elite Premier þær,“ svaraði Les. „Hún velur þá sem henni líst á. Síöan skoöar fólk frá Storm umboðs- skrifstofunni myndirnar sem eftir verða svo að varla eru nokkrar líkur á að efnileg fyrir- sæta fari fram hjá báðum skrifstofum. Enda lofum við hverjum þeim endurgreiðslu sem er hafnað eftir námskeið hjá okkur en fær samt vinnu hjá annarri þekktri umboðs- skrifstofu innan ákveöins tíma. Þessu þorum viö aö lofa vegna þess aö við trúum ekki að nokkur sem getur orðið góö fyrirsæta geti fariö fram hjá okkur." Les sagöi að eftir aö þeir út- völdu væru látnir vita væri mis- jafnt hvað tæki við. Sumar stúlknanna eru kannski of ungar enn og er þá bent á aö minna á sig þegar þær veröa sextán ára. Aðrar fara kannski til London fljótlega I reynslu- myndatökur, kynna sig og sjá hvernig þeim líkar. Enn aörar vilja kannski koma aðeins seinna. Þetta fer allt eftir því hvernig stendur á hjá fólki. Hann heldur áfram: „Um- boðsskrifstofan hjálpar verð- andi fyrirsætum aö finna hús- næöi en hver og einn verður aö borga leiguna sjálfur. Starfsfólkiö fylgist líka með aö krökkunum líði vel. Það er þess hagur því þá hafa krakk- arnir meiri möguleika á aö afla góöra tekna sem skrifstofan fær prósentuhlut af.“ I kynningarbæklingi er mæörum boöið að koma meö á námskeiðið og fá mynda- töku. Komu einhverjar íslensk- ar mæður? „Nei, engin. Þaö er skrýtið því að í Bretlandi kemur mamman aö meðaltali meö fjóröa hverjum þátttakanda. Sú elsta sem viö höfum myndað var fimmtíu og niu ára. Hún stóö sig vel - var förðuð, klædd í doppóttan kjól og skemmti sér konunglega." Hvernig stóö á því aö þú gerðist fyrirsæta? „Ég var aö læra arkitektúr og var orðinn blankur, enda búinn aö vera þrjú ár í há- skóla. Ég var kominn yfir á ávísanaheftinu þegar vinur minn stakk upp á því aö ég reyndi fyrir mér sem fyrirsæta - þá gæti ég þénaö vel. í fyrstu blés ég á þetta og sagði- st ekki vilja leggja mig niöur viö þaö.“ Les hló aö tilhugsun- inni. Svo fór þó að Les fór aö starfa sem fyrirsæta. Honum líkaði ágætlega því hann þurfti aðeins aö vinna einn eöa tvo daga í viku og gat því unnið meö náminu. Aö lokum var skólinn þó látinn víkja fyrir starfinu. „Ég hugsaði meö mér aö arkitektanámið gæti beðiö,“ VIKAN 14 16.TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.