Vikan


Vikan - 06.08.1992, Qupperneq 15

Vikan - 06.08.1992, Qupperneq 15
hélt hann áfram, „því mér lík- uöu ferðalögin vel og stúlkurn- ar.“ Les hló og leit til Lindu, sem var ekki langt undan. Hefurðu ferðast víða vegna fyrirsætustarfsins? „Já, út um allan heim.“ Les andvarpaði þegar hann bjó sig undir að telja alla rununa upp. Svo hélt hann áfram. „Ég hef komið til Los Angeles, New York, Norður-Afríku, tvisvar til Japans og náttúrlega út um allt á meginlandi Evrópu. Upp- áhaldsstaðurinn minn er þó Svalbarði. Þangað fór ég I tíu daga myndatökuferð. Á hverj- um morgni var flogið með okk- ur í þyrlu á tökustað sem var uppi á jökli. Þar var tjaldað. Þarna upplifði ég I fyrsta sinn dagsljós allan sólarhringinn sem mér fannst mjög sérstakt þótt þaö sé ekkert fyrir ykkur íslendinga. Þessi ferð stendur upp úr þegar ég hugsa til baka.“ Les hefur greinilega lifað mjög viðburðaríku og óvenju- legu lífi. „Svo fékk ég auðvitað borg að fyrir öll þessi ferðalög," bætti hann við. „Þetta hefur verið skemmtilegt, enda finnst mér tíminn hafa liðið allt of fljótt. Ég get varla trúað því að það séu sex ár frá því að ég byrjaði. Andlega er ég samt búinn að fá nóg af því að standa fyrir framan mynda- vél.“ Hefurður líka sýnt á tisku sýningum? „Já, ég hef sýnt á um áttatíu og fimm tískusýningum, til dæmis fyrir Jean Paul Gautier, Valentino og Katherine Hammnet." Með hvaða augum hafa aðr- ir karlmenn litið á starf þitt sem fyrirsæta? „Ég veit það varla nú orðið Það er svo langt síðan ég hef hugleitt það. Þó hefur það komið fyrir að maður er spurð ur hvað maður haldi að maður sé. Ég hef líka orðið fyrir að' kasti þegar ég hef verið myndatöku úti á götu. Þá hef ég spurt viðkomandi hversu mikið hann hafi þénað þann daginn og bent honum á að ég vinni mér inn fimm til tuttugu sinnum meira en hann Qg þó hafi hann þurft að hafa fyrir því en ég fái aö standa jgeðifali ega stulku við hli'ð mer meöan teknar séu af mór nokkrar myndir." Les dró andann djúpt. „Verst hefur mér þó þótt þegar ég hef fundið að fólk heldur að ég sé heimskur úr því að ég er fyrirsæta. Það hefur farið mest í taugarnar á mér. En það er kannski ekkert einkennilegt að < fólk haldi það þegar það sér mann standa og brosa framan myndavélina." Á námskeiðinu var bent á að fyrirsætur þyrftu að nota stuttan starfstíma sinn vel og vinna sér inn sem mesta pen- inga áður en þær sneru sér að öðrum, venjulegri störfum. Hefur þér tekist það? Spurningin virtist koma flatt upp á Les, sem fór að hlæja Degar hann hafði áttað sig. Ég á nóga peninga til að hætta að vinna. Ég á íbúð í London og tvo bíla. Ég get heimsótt Lindu til íslands þeg- ar ég vil svo þetta er í lagi. Sérstaklega þegar tillit er tek- ið til þess að maður vinnur bara einn til tvo daga í viku i Dessari grein og ferðast frítt út um allan heim. En nú vil ég fara að fá að nota heilann." Ertu þá enn þess sinnis að taka upp þráðinn í arkitektúrn- um? „Það held ég varla. Arkitekt- úr er skemmtilegur en þykkt og lengd múrsteina svo og ýmsir útreikningar sem fylgja heilla mig ekki. Hönnunarhlið- in er góð en mér finnst tækni- lega hliðin ekki sþennandi lengur.“ Það varð andartaks- þögn. „Þetta er líka miklu skemmtilegra," bætti Les svo við, „enda leiðist mér að vera í jakkafötum, með bindi alla daga. í starfinu hjá The Fash- ion Bureau get ég verið af- slaþþaður þótt ég klæðist jakkafötum á milli og get sett fæturna upþ á borð.“ Námskeiðin eru aðeins einn hluti af starfsemi The Fashion Bureau. Les sagði að innan mánaðar yrði lokið við að setja upp aðstöðu til að framkalla og vinna myndir í húsnæði fyrir- tækisins í London. Seinna verður jafnframt vinnuaðstaða fyrir átta Ijósmyndara, förðun armeistara og tískuráðgjafa (það eru þeir sem velja föt og fylgihluti á fyrirsætur fyrir myndatökur). „Þar með getum við boöið upp á miðstöð fyrir reynslu myndatökur og allar umboðs skrifstofurnar senda til okkar fyrirsætur sérr| eru að hefja ferilinn og vantar myndir í möppuna sína, eins, og til dæmis íslenskar stúlkur sem ••eru að byrja. Fyrir fimmtíu til sextíu pund fá þær förðun, föt til að vera í á myndunum og myndatökuna sjálfa," sagði Les. „Þannig vinna allir þrír hlutar starfseminnar saman. Við finnum fyrirsætur, útveg- um þeim umboðsskrifstofu, fáum þær í myndatöku og tök- um síðan prósentur af launum þeirra fyrstu tvö árin.“ Er fyrirtæki þitt það eina sinnar tegundar? „Það eru mörg miöur góð fyrirtæki LBretlandi sem segja kannski: Borgaðu okkur þús- und pund og við skulum gera þig að fyrirsætu og stórstjörnu. En þetta er bara peningaplokk því þessar skrifstofur hafa ekkert vit á fyrirsætustarfinu og geta ekki staðiö við gylli- boðin. Ég byggi aftur á móti á reynslu minni í starfi og á sam- starfi við þekktar umboðsskrif- stofur. Við setjum upp hundr- að og fimmtiu pund og krakk- arnir fá heilmikið fyrir pening- ana. Þeir eru farðaðir, klæddir í flott föt og myndaöir, auk þess sem við gefum þeim að borða. Síðast en ekki síst fá þau loforð um vinnu, séu þau nógu góð. Við höfum líka sannað þetta því að á minna en þremur mánuðum höfum við komið þremur stúlkum að hjá þremur mismunandi um- boðsskrifstofum í London og eftir ferðina hingað til íslands verða þær mun fleiri. Við leggj- um áherslu á að vera hrein- skilin og segja fólki sannleik- Les Ro- bertsson hefur kom- iö fram í morgum gervum a ferli sinum sem fyrir sæta 16. TBL. 1992 VIKAN 15

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.