Vikan


Vikan - 06.08.1992, Síða 18

Vikan - 06.08.1992, Síða 18
„Eg nenni bara ekki að „hugsa gamalt"... En með þvi að hugsa eins og ég geri heldur maður sér uppi, bæði andlega og líkamlega.“ Þá voru nylonsokkar og tyggigúmmí lúxusvara sem stúlkurnar kunnu aö rneta". HVERNIG SKIP VAR BRÚARFOSS „Þetta var farþegaskip sem tók fimmtíu far- þega og áhöfnin taldi þrjátíu og þrjá menn. Samt var nú enginn ísskápur, sem þætti víst ekki gott í dag. Þrátt fyrir það var þetta klassa- skip. Þarna var oft kátt á hjalla, vaktir voru þrískiptar þannig að menn höfðu góðan frítíma sem þeir vissulega kunnu að meta. Hugsaðu þér gleðina þegar við komum til Hamborgar og hittum þar fyrir fleiri íslenskar áhafnir. Þá lá leiðin ævinlega á stað sem hét Lilleput, mesta öndvegisstað. Þegar svo bar undir munaði húsbændur á þeim bæ ekki mikið um að skella upp aukabörum en þess þurfti þegar saman voru komnar þrjár eða fjórar áhafnir, fjörið var svo mikið.“ Við minninguna kumrar ánægjulega í Balla og gleðin og kankvísin skín af ásjónu hans. HÆTTURNAR LEYNAST VÍÐA „Einu sinni fórum við til Grikklands með fisk en nokkrir farþegar voru með í förinni. Sem oftar vorum við á röltinu nokkrir að virða fyrir okkur mannlífið og álpuðumst inn á leikvang þar sem íþróttakeppni stóð yfir. Við vissum ekkert hverjir voru að keppa en allt í einu sjáum við hvar islenski fáninn er dreginn að húni! Þá var að ég held Örn Clausen að keppa í hlaupi og sigraði. Þess vegna sáum við fánann og þvílík- ur fagnaðarstraumur sem fór um okkur. Maður er helmingi meiri föðurlandsvinur á erlendri grund heldur en heima hjá sér. Við fundum geysilega til okkar af þessu tilefni og þurftum náttúrlega að halda rækilega upp á það.“ Balli sýpur vel á vatninu og hristir höfuðið, rétt eins og hann sé undrandi yfir háttalagi ungu mannanna fyrr á árum. Síðan hallar hann sér makindalega i sætið sitt og heldur áfram. „Það var í þessari ferð sem við skruppum til eyjunnar Milos þar sem handleggjalausa stytt- an fræga fannst hér í eina tlð. Það þarf ekki að spyrja að veðrinu, hiti og meiri hiti, svo við Ari, faðir Kristjáns Arasonar handboltakappa, ákveðum að kæla okkur svolítið í sjónum. Þar sem við erum að busla þarna sjáum við Grikk- ina æpa og öskra og láta öllum illum látum svo að við héldum upp í bátinn aftur. Þá skildum við hvernig í öllu lá því hákarlar voru á ferð í áttina til okkar. Ég varð hálfmáttlaus við þessa sjón. Þetta eru svo gráðug kvikindi. Nú, nú, eft- ir þetta fórum við í land og ætluðum að hafa það náðugt í sandinum. En við vorum ekki fyrr komnir þangað heldur en konurnar komu ask- vaðandi úr kalkhellunum, en margir bjuggu þarna í hellunum niðri við sjóinn, og létu enn verr en karlarnir áður. Þær böðuðu út höndun- um', æpandi og gapandi, og sögðu í sífellu „bomm, bomrn", af ógurlegum krafti. Og hvað heldurðu að þarna hafi verið! Fjörukamburinn var fullur af jarðsprengjum sem þýskararnir höfðu skilið eftir á stríðsárunum. Við eltum sem sé lífshætturnar. Fyrst skyldi maður étinn af hákörlum og síðan átti að sprengja mann í loft upp. En við vorum ekki feigir þann daginn." GUÐSGJAFANNA Á AÐ NJÓTA Hvernig var það, Balli, var dálítið drabbað í þá gömlu góðu daga þegar þú varst til sjós? „Líttu nú á, ég var heil fjörutíu og sex ár til sjós. Og ekki get ég neitað því að stundum hefði mátt stilla gleðinni örlítið betur í hóf. En auðvitað var stunduð drykkja og kvennafar, maður lifandi. Stelpurnar urðu að vera með í „partíinu". Annars hefði nú lítið púður verið í tilverunni. Áfengi hefur aldrei verið vandamál hjá mér. Ég lít á það sem eina af guðsgjöfun- um og botna ekkert í þeim sem kunna ekki að hætta á réttum punkti. Maður verður nefnilega að hætta til að geta byrjað aftur. Og þegar ein- hverri gleðireisunni lýkur á maður að hlakka til þeirrar næstu. Þetta verður allt að gerast eftir kúnstarinnar reglum þannig að sem mest fáist út úr þessu lífi.“ Það eru ekki allir sem rata meðalveginn en Balli virðist kunna það. Hann segist hafa verið nokkur ár í siglingum hjá Eimskip og einnig hjá Nesskip. „Það var góð útgerð hjá Nesskip ekki síður en hjá Eimskip og við sigldum víða. Fórum margoft um Panamaskurðinn og einnig vorum við í leigu á Karíbahafinu, að ekki sé talað um Kyrrahafið. Mér rann til rifja að sjá hvernig farið var með litlu ríkin I Mið-Ameríku. Þau voru óskaplega bæld og haldið niðri af Ameríkön- um. í Costa Rica höfðu til að mynda Þjóðverjar eitthvað verið að hjálpa fólkinu en það þoldi Ameríkaninn ekki og eitraði bananaekrurnar. Það tók heil fimm ár að afeitra landið. Þetta er skelfilegt og Ijótt að segja þetta. Og meira að segja áttu United Fruit Company vitana í Honduras og lét kveikja á þeim þegar þeirra skip voru á ferðinni en undir hælinn lagt hvort svo var gert þegar önnur skip áttu í hlut. Fólk- inu var ætlað að vera þrælar og undir amerísk- um hugsunarhætti. Og ég er hræddur um að þetta ástandi riki ennþá." RÓSIN FRÁ SANTOS Hvað hefurðu farið lengst í þinum ferðum? „Ætli það sé ekki til Ástralíu en þangað fór ég sem ferðamaður. Hins vegar sigldi ég lengst til Brasilíu, til Ríó. Ég var lánaður á Tungufoss árið 1954 en hann sigldi með salt- fisk til Brasilíu. Og þá var gaman að vera í Ríó. Þá gastu labbað um göturnar án þess að eiga á hættu að fá hníf í síðuna. Þarna var ég á kjötkveðjuhátíð, ó, hvort ég var, og dansaði í viku. Það var alveg stórkostlegt. Og svei mér þá, maður sefjaðist algjörlega. Ég var orðinn þó nokkuð flinkur í rúmbu og sömbu og dansi VIKAN 18 16. TBL. 1992

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.