Vikan


Vikan - 06.08.1992, Page 23

Vikan - 06.08.1992, Page 23
gjörlega eðlilegar og raunar fullar af raunsæi. Mögulega má á orðalagi augnabliksins og um- fjöllunarefni jafnframt átta sig á hvað er i gangi. Svona skynjun, sem iðulega gerist þeg- ar ég er að tala við fólk undir dulrænum áhrif- um, greinir sjaldan annar en ég nema ég sem sagt lýsi ítarlega þessum sérstöku upplifunum mínum um leið og þær gerast sem er tiltölu- lega auðvelt fyrir mig núna eftir tuttugu og níu ára rólegheita þjálfun. Nokkuð sem var ekki svo auðvelt hér á árum áður. Venjulega er slík upplifun nátengd þeim sem ég er að tala við og hans nánustu, bæði hérna megin og hinum megin grafar. Skynjun- in hefur þó einhvers konar sönnunargildi fyrir viðkomandi, þó mér sé það ekki alltaf Ijóst fyrr en eftir á vegna ókunnugleika við viðkomandi. Ég hef aldrei upplifað dulræna skynjun sem fellur undir vökusálfarir sem hefur verið nei- kvæð eða á annan hátt skuggaleg, sem betur fer. MISMUNUR Á GEÐVEIKI OG DULRÆNU Ef við til samanburðar berum saman mögu- lega dulrænar sálfarir og geðveiki þá er aug- Ijós munur á þessu tvennu, til allrar hamingju verð ég að segja, alveg sama hvort þær eiga sér stað vakandi eða sofandi. Ef við íhugum geðsjúkdóminn „autoscopi" þá er þar mikill munur á því sem verið er að upplifa honum tengt og því sem verður að teljast dulrænt fyrir- bæri en ekki sjúkdómseinkenni, þó hvort tveggja strangt til tekið tengist sálinni. Sjúk- dómurinn „autoscopi" held ég að sé útskýrður sem „sálarflækja" sem getur stafað af „skyn- villu“ sem liggur hugsanlega í því að viðkom- andi sjúklingur telur sig sjá líkama sinn vera kominn eitthvað út í loftið eða buskann og vera jafnvel staðbundinn þar tímanum saman, hon- um til mikillar hrellingar, hlýtur að vera. Best er þó að spyrja geðlækni eða sálfræðing um eðli þessa sjúkdóms, því mig skortir bæði þekk- ingu og réttar upplýsingar til umfjöllunar um málefni sem fella má undir geðlæknisfræðina eins og þessi sjúkdómur vitanlega gerir, enda er slík umfjöllun hefðbundin, en mín tengd allt öðrum fræðum og þá fyrst og fremst dulvísind- um. VITUNDIN GETUR VÍXLAST MILLI ANDA OG EFNIS Ég fullyrði að sálfarir eru aldeilis óskyldar áður- nefndum sjúkdómi og fólgnar einmitt í því gagnstæða, því að sá sem fer sálförum gerir sér alltaf grein fyrir að hann er þrátt fyrir að sál- in hverfi eitt augnablik úr efnislíkamanum samt í sambandi við þann jarðneska vegna þess að þaö liggur andlegur þráður frá þeim jarðneska yfir í þann andlega sem slitnar ekki þrátt fyrir að sálin eitt augnablik geti tekið sér bólfestu í báðum líkömunum eða öðrum meira en hinum eitt andartak, að því er virðist. ( algjörum undantekningartilvikum getur þetta gerst, dulrænt séð, að einmitt vitund okk- ar eins og víxlist mjög hratt á milli þessara tveggja líkama. Það er að segja þess jarð- neska og svo aftur þess andlega sem oftast er kallaður „astrallíkami". Hafa ber í huga aö slíkt ástand er ekki eitthvað sem er stöðugt í gangi eða stendur tímunum saman og veldur vandræðum og rugli. Þetta er ástand sem varir venjulegast örstutt og endurtekur sig aldrei á sama hátt nákvæmlega aftur. Fremur með ein- hverjum frávikum þó aðalatriði séu áþekk frá skipti til skiptis, enda um sálför að ræða en ekki eitthvert annað fyrirbæri. ÁSTANDIÐ RUGLAR EKKI RÖKHUGSUN EÐA DÓMGREIND Þetta er ástand sem alls ekki ruglar eðlilega rökhugsun eða veldur dómgreindarleysi, þó el sé hægt að fallast á að fólki getur brugðið ef það upplifir slíkt einhverju sinni. Sér í lagi nátt- úrlega þegar slíkt gerist í fyrsta sinn og við- komandi er lítið upplýstur um eðli og marg- breytileika dulrænna fyrirbæra. Fólk getur upp- lifað dulræna skynjun án þess aö vera mjög næmt, satt best að segja. Ef við erum þreytt eða verðum fyrir skyndilegum áföllum getum við um tima verið næmari á það yfirskilvitlega í tilverunni, þó ekki sé það regla. Hugsanlega einmitt vegna þessa sérkenni- lega möguleika getur verið mjög erfitt til dæmis fyrir sérhæfða í geðlækningum að átta sig fylli- lega á hvort heldur er á ferðinni, þegar sálfarir ber á góma, til dæmis sjúkdómurinn „auto- scopi“ eða hreint og klárt dulrænt fyrirbæri. Rétt er því að benda á það svo að enginn misskilningurinn verði að sálfarir alveg ná- kvæmlega eins og meðvitaðir draumar eru svo sannarlega engir sjúkdómar og þess vegna enginn varhugaverð sjúkdómseinkenni til stað- ar í okkur þó við upplifum slíkt. Þó erfitt geti verið af eðlilegum ástæðum að greina í fljótu bragði þarna á milli, jafnvel fyrir sérfróða, hvort sem þeir eru tengdir geðlæknisfræðinni eða dularfræðinni, satt best að segja. AUKIÐ FRELSI OG ANDLEG VELLÍÐAN Flestar lýsingar okkar sem teljum okkur fara sálförum vakandi eða sofandi eru nokkuð svip- aðar í flestum aðalatriðum þó ekki séu þær nákvæmlega eins. Við tölum um ferðir utan lik- amans til dæmis og eins og ég lýsti áðan ger- ast þær án þess aö líkaminn breyti um eðlilega starfsemi. Einmitt þess vegna getum við haldið upþi samræðum og lýst mjög nákvæmlega því sem við upplifum fyrir þeim sem situr við hlið okkar á meðan á þessari meðvituðu vökusálför stendur. Þetta mætti kalla sálför sem lýsir sér eins og huglæg skynjun sem ekki er háð rök- hugsun, fremur innsæishugsun, og gerist mjög hratt. Hugsanlega á nokkrum sekúndubrotum en hefur samt í för með sér þann möguleika að við erum ekki háð því að vera það augnablikið sem skynjunin stendur yfir endilega í því um- hverfi sem jarðneski líkaminn er í. Heldur á sama tíma erum við kannski í allt öðru um- hverfi og getum lýst því jafnframt mjög ná- kvæmlega. Aftur á móti, þegar sálin yfirgefur jarðneska líkamann eftir að við eins og dottum eða hugs- anlega missum meðvitund og erum kannski eins og að sofna, þá getur myndast og við fundið eitt augnablik eins og gífurlegan þrýst- ing á höfuðið og verðum þá AUKIÐ FRELSI OG ANDLEG VELLÍÐAN Flestar lýsingar okkar sem teljum okkur fara sálförum vakandi eða sofandi eru nokkuð svip- aðar í flestum aðalatriðum þó ekki séu þær nákvæmlega eins. Við tölum um ferðir utan lík- amans til dæmis og eins og ég lýsti áðan ger- ast þær án þess að líkaminn breyti um eðlilega starfsemi. Einmitt þess vegna getum við haldið uppi samræðum og lýst mjög nákvæmlega því sem við upplifum fyrir þeim sem situr viö hlið okkar á meðan á þessari meðvituðu vökusálför stendur. Þetta mætti kalla sálför sem lýsir sér eins og huglæg skynjun sem ekki er háö rök- hugsun, fremur innsæishugsun, og gerist mjög hratt. Hugsanlega á nokkrum sekúndubrotum en hefur samt í för með sér þann möguleika að við erum ekki háð því að vera það augnablikið sem skynjunin stendur yfir endilega í þvi um- hverfi sem jarðneski líkaminn er í. Heldur á Framhald á bls. 40

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.