Vikan


Vikan - 06.08.1992, Side 26

Vikan - 06.08.1992, Side 26
félagsleg iengsl, þeir höföu lítiö fengið aö æfa sig í því að vera vinurinn og bjargvætturinn, því stelpurnar tóku þau hlutverk alltaf, rétt eins og þær stjórnuðu mömmuleikjum og dúkku- leikjum. Ég vissi líka að mýktina gæti ég veitt þeim með skiptingunni og það gekk fullkom- lega eftir. Svo komum við að því dásamlega, sem mér þykir það merkilegasta þegar upp er staðið. Það er, að sjálfsmynd minna drengja er orðin allt önnur en sjálfsmynd þeirra drengja sem ég þekki úr blönduninni. Mínir drengir fá góða ögun, er kennt að vera prúðir piltar, kennt að sjá um samskiptin sín og vera góðir við vini sína. Blöndun kennir drengjum að þeir séu óalandi og óferjandi ruddar, en í Ijós kom að mínum drengjum finnst þeir ekki vera neinir ruddar. Strákar eiga að heita yfirgangssamir og óstöðvandi. Svo ganga þeir um, vel af guði gerðir, en farnir að trúa því að þeir séu ómögu- legir. Mínir drengir ganga um og vita að þeir eru æðislegir, svo prúðir og flinkir. Þeir vita að jafn- vel þó þeir berji vin sinn, þá hugga þeir hann á eftir og laga málin. Þeir eru búnir að læra að þeir séu frábærir og að hafa kennt þeim það er kannski mikilvægasta atriðið í skiptingarstarf- inu. Það er ekki hægt að aga þá nógu mikið með stelpurnar viðstaddar, því þær hrökkva ( kút, fara í mínus og steinþegja ennþá meira. Með drengina eina og sér er þetta hægt og ég hef séð mýmörg dæmi um hvernig þeir leysa vandamál, sinna hver öðrum, gæta vina sinna og græja mál svo flott að það er með ólíkind- um. Stelpurnar blómstra líka; þær sterku verða enn sterkari þegar enginn drengur er til að stela af þeim forystuhlutverkinu. Að auki búa stelpurnar yfir hæfileika til að skipta með sér leiðtogahlutverkinu á jákvæðan hátt þannig að allar fá sinn skerf og hver fær að stjórna á sínu sviði. Ég þarf að vísu að gæta þess að þær detti ekki í nöldrið, eins og konum er tamt að gera, sitji úti í horni og kvarti, í staðinn fyrir að gera eitthvað. Þá leikum við hvernig nöldrið hljómar, því þær vita að þær eru að æfa sig í að nota ekki slík skilaboð. Þá á ég við nöldur eins og í fóstrum eða kennurum sem eru miður sín yfir því hvað strákarnir eru ómögulegir og allt gangi illa en gera ekkert í málinu, en slík neikvæðniræktun er nánast lífsstíll hjá okkur íslendingum. Við dekrum við óánægjuna og aðgerðaleysið en náum engum árangri, því hann næst ekki með því að vera stöðugt að gæla við neikvæðar tilfinningar og allt neikvætt í umhverfinu. Ef eitthvað er neikvætt, þá er til lítils að súta; maður fer og gerir betur. Ég þarf stundum að ýta dálítið hressilega við mínum stelpum, en um leið og ég er að gefa þeim sjálfstæði og frumkvæði, sem strákarnir hafa haft ákveðinn einkarétt á, sé ég blómstra hjá þeim miklu meiri jákvæð kvenlegheit held- ur en í blönduninni. Þær leggjast ekki í víl eða volæði, heldur spá í hvað hægt sé að gera til að leysa málin. Þær læra mjög fljótt að það skilar engum árangri að gráta Björn bónda. Um leið og ég krefst árangurs af mér og mínu starfsfólki er ég kannski að ala upp lið sem líka vill sjá árangur og er búið að læra aðferðir til þess.“ LÝST EFTIR ÁRANGRI - í hverju felst svo uppeldisstarfiö? „I dag felst stærsti þáttur stelpnauppeldisins í kjarkæfingum og sjálfstyrkingu en hjá drengj- unum í nálægðaræfingum, ögun og prúð- mennsku. Börnin vita að þau eru að æfa sig og það er allt í lagi þótt þeim verði á mistök, því allt tekur sinn tíma. Nú hef ég uppgötvað að bæði kynin hafa goldið fyrir blöndunina, ekki bara stelpurnar. Bæði kynin töpuðu, og því segi ég: Er þá ekki tímabært að við setjumst niður, hvar í uppeldisstétt sem við erum, og reynum að átta okkur á þeirri staðreynd? Þaö er til önnur leið en farin er í hefðbundnu skóla- kerfi í dag, leið sem gefur báðum kynjum margfalt meiri möguleika. Stundum finnst manni að verið sé að senda börnin inn í frumskóg þegar þau eru send í skólann. Þau leggja af stað með sex ára lífs- reynslu, full af tiltrú og gleði og svo hittir maður þau hálfu ári síðar og skólataskan er búin að sliga á þeim bakið. Þau mæta í einlægni en það er brugðist við þeim á kerfisbundinn hátt, þau eru sett í of stóra hópa og blöndun hvað varðar getu. Allir gjalda fyrir, en þegar upp er staðið skal ég segja þér hvað foreldrar vilja fyr- Það er afneitun og ábyrgðar- flótti að segja að það að við- halda gömlu og stöðnuðu kerfi sé ekki ákvörðun. ir börn sín. Þeir vilja að börnum þeirra sé tekið sem einstaklingum og þeim leyft að njóta sín nákvæmlega eins og þau eru. Ég veit ekki hvort það var sænska mafían eða hver and- skotinn það var sem fann upp þessa kynja- og getublöndun, þar sem enginn má vera fljótari eða seinni til að læra að lesa en einhver norm- alkúrva samfélagsins segir til um. Þess vegna verð ég alltaf jafn forviða, að eft- ir þriggja ára starf og mikla kynningu á okkar vinnu, hafi uppeldisstéttir ekki staldrað við og litið á þessa leið sem sjálfsagðan valkost við blöndunina. Það voru viðbrögðin sem ég gerði mér vonir um en er ekki farin að sjá. Því lýsi ég hérmeð eftir fólki sem vill ná árangri í sínu starfi, árangri varðandi bæði kyn og árangri sem birtist daglega, í stað þess að arka eftir gjaldþrota stefnu sem engu hefur skilað. í einstaka skólum er að vísu verið að brjóta upp og það er stórkostlegt mál að til séu kennarar og skólastjórar sem hafa þá djörfung að reyna að breyta til, en þeir sem eru að reyna að endurskapa skólakerfið eru i minnihluta. í víðara samhengi er þetta vissulega meg- invandi okkar annars ágæta þjóðfélags, að við erum ekki nógu árangursmiðuð. Við þorum aldrei að ræða upphátt að ein leið skili öðru betur. Það er þó staðreynd sem við verðum að horfa á, á sama hátt og við viðurkennum að gjaldþrota fyrirtæki á ekkert erindi á markað- inn. Nái fólk ekki árangri er tvennt í boði; breyttu stefnunni eða lokaðu sjoppunni. Þetta finnst mér ekki óeðlileg krafa og hún mættí hljóma víðar í þessu þjóðfélagi. Þessa kröfu vildi ég gjarnan sjá uppeldisstéttir gera til sín núna. Það ergilegasta er að í fóstru- og kenn- arastéttinni er svo mikið af finu fólki sem gæti gert svo góða hluti. Ég veit ekki hvort kerfið er sjálft svona illhreyfanlegt eða hvort við erum virkilega svona rög við breytingar. Við í upp- eldisstétt sem mest studdum blöndun, vorum að reka rýtinginn í eigið bak og verðum að bregðast við því í stað þess að fara í vörn og loka augunum." „SVONA HEFUR ÞETTA ALLTAF VERIГ Henni er ekki lítið niðri fyrir, þessari konu, og áfram heldur hún að velta fyrir sér orsök og af- leiðingu. „Ástæðan fyrir því að við þorum ekki að taka sérstöðuna og vinna með hana, held ég að sé ótti, ótti við að skoða fólk eins og það er. Hver sá kennari og hver sú fóstra sem ekki tekur sérstaklega á kynjapakkanum, er hræddur. Þá má spyrja: Er fólk hrætt við að viðurkenna að það sem gert var í gær sé ekki nógu gott? Ótt- ast fólk að viðurkenna að núverandi staða er arfur okkar kvenna í uppeldisstéttum? Erum við hrædd við jafnrétti? Viljum við í raun og veru ekki fá valið, er það of erfitt fyrir okkur? Og er þá niðurstaðan sú að meirihluti fólks vilji ekki sjá að hafa hlutina öðruvísi en þeir eru? Taki ég ekki að mér að breyta, get ég sagt sallaróleg: „Svona hefur þetta alltaf verið". Lengi vel sagði fólk mér, með nefið upp í loft, að því fylgdi mikil ábyrgð að vinna kynja- skipt. „Þú hlýtur að þurfa að vita nákvæmlega hvað þú ert að gera,“ sagði það. Og lengi vel tók ég þátt í þessum samkvæmisleik og sam- sinnti. í dag er ég búin að snúa við blaðinu og farin að segja við fólk: “Jahá, svo þú ert að vinna með blöndun. Þaö er nú aldeilis ábyrgð sem því fylgir og þú verður að vita upp á hár hvað þú ert að gera því blöndunin hefur sýnt sig að skila afskaplega litlum árangri og er jafnvel skaðleg í eðli sínu. Þín ábyrgð er stór.“ Það er nefnilega afneitun og ábyrgðarflótti að segja að það að viðhalda gömlu og stöðn- uðu kerfi sé ekki ákvörðun. Það er val og það er ákvörðun, og það stór ákvörðun, segi ég í dag. Það er ábyrgð að þora að láta persónu- legar tilfinningar ráða ferðinni og segjast sem fagmanneskja ekki vita hvað manni finnist um skiptingu! Halló, þaö skiptir engu máli hvað þér finnst. Skoðaðu bara hinar ýmsu stefnur og hvaða árangri þær skila og svo skaltu velja. Fagstarf kemur persónulegum tilfinningum og skoðunum ekkert við. Ég beini því til fólks að horfa á málið af skynsemi, fara fram á árangur og vera ekki að vinna starf sem ekki sést árangur af upp á hvern dag, þvi þá er eins vel heima setið og af stað farið.“ AÐ ÞEKKJA SINN VITJUNARTÍMA „Ábyrgö aðgerðaleysis er helmingi þyngri, því aðgerðaleysið hamlar öllu umhverfinu. Það er aögerðaleysið að bjóða börnum inn i sömu gömlu hlutverkin, hrein stöönun. Eðli málsins samkvæmt styrkjast gömlu, neikvæðu hlut- verkin í blönduninni. Hvernig vogum við okkur þá að láta tilfinningabundnar skoðanir og pers- ónubundnar þarfir sitja í fyrirrúmi fyrir árangri með barnahópinn? Gæti smiður leyft sér að segja um nýtt byggingarlag, sem væri veðra- þolið og miklu ódýrara í byggingu og rekstri, að hann ætli nú að halda áfram að byggja húsin sem séu helmingi dýrari og hafi á allan hátt rekið sig mun verr, því hann viti ekki hvað hon- um finnist um það persónulega? Þetta er kall- að að þekkja ekki sinn vitjunartíma. Ég er ekki að segja að kynjaskipting sé í sjálfu sér endanleg lausn allra mála heldur er hún fín lausn miðað við aðstæður dagsins í dag. Eftir tuttugu ár getur vel verið að ég verði farin að vinna kynjablandað, ef ég fer að sjá fram á meiri árangur þannig. Við þurfum ekkert alltaf að halda að eitthvað sé komið til að vera um aldur og ævi. Skoðunum má segja upp VIKAN 26 16. TBL. 1992

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.