Vikan


Vikan - 06.08.1992, Blaðsíða 31

Vikan - 06.08.1992, Blaðsíða 31
VIÐSKIPTAKORT LESENDA VIKUNNAR: Kæri Stjáni Þú ert ekki einn um þetta vandamál sem þú lýsir annars mjög vel. Það er í raun mjög algengt að ég fái til mín á stof- una menn í svipuðum aðstæð- um. Reyndar konur líka. AÐ STANDA SIG Það er greinilegt að þú hefur mikla þörf fyrir að standa þig í þeim tilgangi að öðrum líki vel við þig. Sjálfstraust þitt byggist greinilega á því að gera vel, hugsa um aðra og gera það sem þú getur til að öðrum líði vel. Þetta gerir það að verkum að þú hefur sérhæft þig í því að vita hvað öðrum líður vel með. í upphafi sambands er þetta spennandi fyrir konuna og henni finnst mikil ást fólgin í þessu. í rauninni er þó aðeins um umhyggju að ræða. ÞRÓUN SAMBANDSINS í upphafi sambands, þegar kvaðir eru litlar og þið eruð bara að kynnast, gengur þetta I augun á konunni. Henni finnst þú hugsa mikið um hana og það gerir hana mikilvæga í þínum augum. Þegar frá líöur breytist þetta. Þar kemur margt til. Þú ert alltaf að hugsa um hana og standa þig fyrir hana. Það fer hún að upplifa þannig að þú sért háður henni, jafnvel sem uppáþrengjandi. Þú gerir allt fyrir hana, reynir að vera fullkominn en gerir engar kröfur á móti svo að hún upplifir ekki að hún geti gert neitt fyrir þig, sé óþörf. Þrátt fyrir að þér finnist þú vera að sýna henni hversu mikilvæg hún sé fyrir þig upplifir hún þveröfugt að hún sé ekki mikil- væg. Um leið gerist það að hún fer smám saman að upp- götva að hún stjórnar þér gersamlega. Það sem hún vill er lög fyrir þér. Þú munt ekki vinna gegn henni. Þannig veit hún hundrað prósent hvar hún hefur þig. Þar með verður þú meira og meira óspennandi f hennar augum. Líf ykkar verð- ur einhæft, litlar eða engar spennandi uppákomur eins og í upphafi og henni finnst þú hafa svikið sig miðað við það hvernig þú kynntir þig fyrir henni í upphafi. Þú ert svo upptekinn af því að láta henni og fjölskyidunni líða vel að þú gleymir að lifa lífinu. Þú gleym- ir sjálfum þér og gleymir að sjá til þess að þér líði vel. Þannig verður þú enn meira óspenn- andi. Þú finnur að henni líður ekki vel með ástandið og gengur enn lengra í því að koma til móts við hana og víta- hringur hefur skapast. Hún á- sakar þig og þú verður sár og finnst hún óréttlát. HVAÐ ER ÁST? Einhvers staðar í uppvexti þínum hefur þú ruglast á hug- tökunum ást og umhyggja. Umhyggju sýnir þú þeim sem þér finnst að á henni þurfi að halda. Hana sýnir þú skilyrð- islaust og ætlast ekki til neins í staðinn. Ást er hins vegar tvíbent. Ást felur I sér löngun til að gefa en hún felur líka sér kröfur um það að makinn veiti manni það sem maður vill fá frá honum. Ef ást er án slíkra krafna verður hún umhyggja og undirgefni og þar með ó- spennandi fyrir makann. Þar sem ást er sama og um- hyggja í þínum augum leitar þú að maka sem þarfnast um- hyggju. Þú leitar ekki að maka sem getur veitt þér það sem þú vilt fá. Þú vonast hins vegar til þess að fá það. Ef makinn þarfnast umhyggju er hann ekki mjög vel í stakk búinn til að veita svo að þú verður að öllum líkindum fyrir vonbrigð- um. Hugsanlega gerir öll þín umhyggja makann sterkari með tímanum og þá hafið þið einfaldlega vaxið hvort frá öðru. Hún þarf ekki lengur á umhyggju þinni að halda. ERTU ÓHÆFUR í SAMBÚÐ? Ef þú hugsar um sjálfan þig, leitar aö maka sem getur veitt þér eitthvað, lætur opið í Ijós hvaö þú vilt í stað þess aö vonast, þá verður þú vel hæfur í sambúð. Þú ættir að slaka svolítið á I kvennamálum. Gefa þér góð- an tíma til að læra aftur að lifa lífinu. Átta þig á því hvað það er sem þú vilt fá út úr lífinu og frá maka þínum og þar með átta þig á því hvers konar maka þú vilt eiga. Síðan getur þú leitað að þeim maka sem uppfyllir það og látið aðrar konur vera. Konan á svo að finna það hvort þú upþfyllir hennar væntingar. Það er ekki þitt vandamál. Að öllum líkindum ertu ágætur eins og þú ert, þú þarft ekki að vinna fyrir því að vera elskaður. Konunni getur líkaö vel eða illa það sem þú gerir en það ert þú sjálfur sem hún elskar, ekki það sem þú gerir. Hugsanlega ættir þú að leita þér aðstoðar, t.d. sálfræðings. Gangi þér vel Sigtryggur Jiársnyrtistofan Xlipphnsid sf. BlLDSHÖFDA 18-112 REVKJAVlK ® 672044 hArskerameistahar KARÓLlNA WALDERHAUG SIGRÚN R. SKÚLADÓTTIR REYKJAVÍKURVEGl 64 ■ HAFNARFIRÐI ■ SÍMI 652620 ■ HEIMASÍMI 52030 Hreinsum allan venjulegan fatnað með bestu vélum sem fáanlegar eru í dag. Tökum í þvott fyrir fyrirtæki. Hreinsum einnig gluggatjöld, svefnpoka, gólfmottur, tjöld o.fl. HÁRCREIÐSLUSTOFAN GRESIKA Raudarárstig 21-29, 2. hæö Sími22430 HÁRSNYRTISTOFAN QRAMDAVEQI47 0 626162 Hársnyrting fyrir dömur og herra Veitum 10% afslatt viö afhendingu þessa korts! Strípur i öllum litum — hárlitur — permancnt fyrir allar hárgcrðir. Úrvals hársnyrtivörur. Opið á laugardögum. Hrafnhildur Konráðsdottii hárgreidslumeistari Þurídur flildur Halldórsdóttir hársnyrtir MKARA- & HÁRqRE/ÐSLÚfSTDFA HVERFISGÖTU 62-101 REYKJAVlK I 16 TBL. 1992 VIKAN 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.