Vikan


Vikan - 06.08.1992, Side 34

Vikan - 06.08.1992, Side 34
ins og íslenska konsúlsins á Nýja Sjálandi tókst loks aö út- vega Friðfinni heimild til aö koma inn í Nýja Sjáland án vegabréfs. Síðasti dagurinn okkar á Hawaii var heitur og mollulegur. Viö kvöddum eyj- una um miðnætti, fegin aö geta haldið feröinni áfram. MEÐ ANDFÆTLINGUM Á NÝJA SJÁLANDI Eftir margra tíma flug og þrem flugvélum seinna lentum viö í Wellington, höfuðborg Nýja Sjálands. Sú borg átti eftir aö með eindæmum fagurt og minnir um sumt á ísland en er miklu gróöursælla. Þarna eru heitir hverir, jöklar, hraun og eyðisandar en líka þéttur runnagróöur sem við hér myndum vissulega kalla skóga. Landnemarnir, sem flestir eru af bresku bergi brotnir, fluttu meö sér menn- ingu sína og enska flóru og fánu. Viö híbýli manna eru víðast blómagarðar, blanda af ókunnum gróöri og evrópsk- um. Annars staöar eru grösug tún, skóglendi, vínekrur og aldingarðar. Dóra og Benni hafa lifaö saman i gegnum súrt og sætt í ellefu ár. veröa heimili okkar um fimm mánaöa skeið. Benni var hinn hressasti enda haföi hann sof- ið vel og verið ekið um flugvelli sem fyrr greinir en viö hin vor- um framlág þegar hér var komið sögu. Eftir talsveröa biö á flugvellinum kom smávaxinn maður, nokkuð viö aldur, og sótti okkur. Hann heilsaöi snaggaralega og kynnti sig sem J.B. Hann greip ferða- töskurnar okkar sem náðu honum upp undir mitti, blánaði örlítiö í framan og tróð þeim inn í farangursgeymslu glæsi- legrar bifreiöar. Viö stóöum hjá aðgerðalaus og dofin eftir ferðina. Síöar fréttum við okk- ur til skelfingar aö J.B. væri bæöi hjartveikur og hálflamað- ur í fótum. Hann ók okkur sem leið lá á druslulegt hótel og tal- aöi viðstöðulaust alla leiðina. Hann kvaðst vera fyrrverandi þingmaður og framkvæmda- stjóri IHC (samtaka foreldra fatlaðra á Nýja Sjálandi). Nýja Sjáland varð heimili okkar þennan tíma. Landið er Mannlífið minnir um margt á breskt og evrópskt mannlíf en það er bjartara yfir fólki þarna en í Bretlandi. Það er eins og landnemarnir hafi skilið eftir breska þunglyndið og ýmis formlegheit og hefðir í gamla landinu. Samhjálp er sjálf- sagðari en víðast í norðrinu enda þorri giftra kvenna hús- mæður. Velferðarkerfi þeirra var býsna fullkomið þar til kreppan og ný hægri stjórn skipulagði róttækan samdrátt og einkavæðingu samneyslu á örskömmum tíma síðastliðið ár. MAÓRÍAR SETJA SVIP Á MANNLÍFIÐ Innfæddir, sem nefnast Ma- óríar, standa ekki jafnfætis evrópsku landnemunum en njóta þó meiri virðingar þarna en títt er víðast annars staðar þar sem afkomendur evrópskra landnema ráða ríkjum. Menn- ing Maóríanna er um margt heillandi. Þeir eru náttúrufólk og skiptast I marga ættbálka sem sumir áttu sér fyrrum öfl- ug samfélög. Sumir þessara ættbálka veittu evrópskum landnemum öflugt viðnám með steinaldarvopnum sínum og áunnu sér talsverða virð- ingu Evrópumannanna. Kurt- eisi þessa fólks, „rnana" þess (persónutöfrar og útgeislun), gestrisni og virðing fyrir gjöfum jarðar á sér djúpar rætur. Maóríar hafa sitt eigið ráöu- neyti og nokkra sjálfstjórn í eigin málum þótt margt megi vissulega betur fara í þeim efnum. Til dæmis má nefna að ef ungur Maóríi gerist brotleg- ur við landslög er máli hans oft vfsað til öldunga ættbálks hans og þykir það gefast vel. Maóríar áttu sér ekki ritmál og er frásagnarlist þeim því í blóð borin enda undirstaða þess að færa menningu þeirra og sögu milli kynslóða. Við nutum góðs af þessu, ekki síst þegar Kein, innfæddur vinur Friðfinns, var í heimsókn og skemmti okkur með sögum og söngvum og minnti þetta okk- ur á íslenska sagnahefð. Við fundum fljótlega góða íbúð á einum fegursta stað borgarinnar, við hafnarmynn- ið. Skip og bátar af öllum Benni á leiö í skólann. - Þessum góöu skóm gatsleit hann á einni viku þegar hann fór aö hlaupa allt hvaö af tók. hugsanlegum stærðum og gerðum liðu framhjá gluggan- um okkar og á kvöldin og um helgar var þarna allt krökkt af seglbátum. Sjórinn var svo tær að óhætt var að synda í hon- um rétt framan við húsið okkar og nýttu strákarnir sér það meðan hlýindi héldust. íbúðin var rúmgóð og búin allra nauðsynlegasta búnaði. Við vorum alsæl að sleppa af drungalegu hótelinu en nokkr- um dögum síðar duttum við út í undarlegum bólum um allan skrokkinn. Fyrst héldum við að við værum öll að fá mislinga í annaö sinn en það var öðru nær. íbúðin reyndist bústaður milljóna flóa sem nú komust í ferskt íslenskt blóð. Meindýra- eyðir borgarinnar var kvaddur út í skyndi og tókst fljótt og vel að ráða niðurlögum þessarar plágu. SKÓLINN ÞAR SEM SÉRHVERT BARN ER DÝRMÆTT Benni hóf nám í Clyde Quay- skólanum þremur dögum eftir komuna til borgarinnar. Það er barnaskóli í grennd við heimili okkar. Þar eru börn við nám frá sautján mismunandi þjóðum, þar af nokkur fötluð. Lögum samkvæmt eiga öll börn á Nýja Sjálandi skilyrðis- lausan rétt á því að sækja al- menna skóla, hvernig svo sem þau eru á sig komin andlega eða líkamlega. Benna var tek- ið fádæma vel í skólanum. Hann eignaöist fljótt vini og naut talsverðra vinsælda. Bestu vinir hans voru ættaðir frá Skotlandi, Nýja Sjálandi, Grikklandi, Samóa og Kóreu. Hér líkt og heima og í banda- rísku skólunum vakti það at- hygli aö bestu vinir hans voru úr hópi þeirra barna sem mest máttu sín. Hann var í skólanum frá klukkan níu á morgnana til klukkan þrjú alla virka daga. Hann naut sérstaks stuðnings uppeldisfulltrúa sautján tíma á viku en var að öðru leyti í bekk með um fjörutíu átta og níu ára börnum undir stjórn tveggja kennara. í skólanum ríkti einstaklega hlýr andi. Sérhvert barn var bersýnilega dýrmætt og mikil- vægt. Þarna líkt og í öllum öðrum skólum á Nýja Sjálandi eru foreldrar virkir þátttakend- ur í daglegu starfi og í rekstri skólans. Auk hefðbundins bóknáms var þarna talsverð áhersla lögð á listnám hvers konar, dans, eróbik, teiknun, málun, tónlist og ýmiss konar föndur. Benni var með í þessu öllu. Hann fékk sína eigin hirslu svo óþarfi var að burð- ast með þungar bækur á bak- inu í skólann. Kennarar út- bjuggu fljótt og vel einstaklings- námsskrá fyrir hann í samráði við mig og ýmis námsgögn. Þarna var gott bókasafn sem börnin notuðu mikið við hvers kyns verkefnavinnu og fékk Benni stimpil með nafninu sínu svo hann gæti sjálfur tek- ið út bækur. Dag hvern var Benni um stund í hópi með börnum sem ekki höfðu ensku að móðurmáli og voru að læra að lesa. Hann sat þá og skoð- VIKAN 34 ló. TBL. 1992

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.