Vikan


Vikan - 06.08.1992, Side 35

Vikan - 06.08.1992, Side 35
aöi bækur sem hann hafði val- ið sér. BENNI KYNNIST MENNINGU MAÓRÍA Til skamms tíma var hvorki máli né menningu Maóría sýndur sómi í nýsjálenskum skólum. Þetta hefur breyst á síðustu árum og stöku skóli kennir nú nær eingöngu börn- um Maóría á þeirra eigin máli og í samræmi við hefðir þeirra sjálfra. Flest börn innfæddra eru á hinn bóginn í almennum skólum. Lögum samkvæmt að ganga heim með Friðfinni sem alltaf gat fundið upp á ein- hverju skemmtilegu. Þeir fóru venjulega með strætisvagni í skólann á morgnana. Þar skildi Friðfinnur við fóstra sinn og hélt sjálfur í háskólann þar sem hann sótti fyrirlestra sértil skemmtunar. Svo háttar til í Wellington að borgin teygir sig frá sjónum upp snarbrattar hlíðar á alla vegu. Eina beina og slétta gat- an í borginni heitir Oriental Parade. Hún liggur meðfram sjávarkambinum. Þetta nota Nýsjálendingar sér við að Benni meö skólabróöur sínum í Wellington, hann heitir Chris og er Maórii. ber að kenna öllum nýsjá- lenskum börnum um menn- ingu Maóríanna. Nokkrir nemendanna í skólanum hans Benna voru Maóríar. Þau leiddu, með hjálp kennara, söng og dans þarlendra og hjálpuðu til við að kenna grundvallaratriði í hefð- um og máli innfæddra. Þessi börn voru stolt af uppruna sínum. Nemendur fóru einnig alloft í vettvangsferðir til að kynna sér menningu og list Maóríanna. Benni og Friðfinn- ur fóru meðal annars dag einn með bekknum út á fjörðinn í waki, löngum og mjóum Maór- íabáti, eins konar eintrjáningi, sem getur borið hundrað manna áhöfn. Bátnum er róið með hoi, stuttum árum, og meðan róið er syngja ræðarar taktfasta söngva um sigra for- feðranna og mátt hinna miklu náttúruanda. Waki er haglega skreyttur dularfullum mynstr- um og djöfullegum andlitum. Fyrir stafni er tröllslegt höfuð sem ætlað er til að hræða hin illu öfl náttúrunnar og koma sæförum heilum til hafnar. GATSLEIT SKÓPARI ÁVIKU Benni naut sín í skólanum og þá var ekki síður skemmtilegt trimma, renna sér á brettum og ýmsum gerðum hjóla- skauta eða til þess að ganga sér til hressingar. Þarna æfðist Benni í að hlaupa. Hann varð einhvern veginn að læra að lyfta hnjánum ef hann átti að geta hlaupið af öryggi. Þaö eru engar þúfur í Wellington enda aldrei frost í jörðu. Friðfinnur greip því til þess ráðs að láta Benna hlaupa í fjörunni því þar varð drengurinn nauðugur viljugur að lyfta hnjánum í hverju spori. Fyrst gat Benni aðeins hlaupið nokkur skref með hjálp en þegar frá leið var hann orð- inn leikinn í listinni og þolið óx dag frá degi. Vegfarendur brostu út að eyrum þegar drengurinn þaut af stað með öörum trimmurum á Oriental Parade, skelfilega innskeifur og Ijómandi af ánægju. Einn galli var þó á gjöf Njarðar - Benni hljóp í sundur eitt skó- par á viku eftir að hann náði leikni í þessari íþrótt. Það var sama hversu sterklegir skórnir hans virtust á mánudögum, á föstudögum voru ævinlega hlemmistór göt á yfirleöri skónna og tærnar stóðu út úr þeim. Þetta reyndist dýrt spaug þar til við fundum mann sem bauðst til að líma þykka þófa framan á jólaskóna hans, eina nýtilega parið sem eftir var. Þetta dugði." PRÚSSNESKUR RIDDARALIÐSFORINGI Þeir fóstrar nýttu sér borgina til hins ýtrasta og fundu sér margt til dundurs, ýmist inni við eða úti eftir því hvernig viðraði. Er leið á dvölina á Nýja Sjálandi voru þeir oft tveir einir heima því vinna kallaði Dóru burt úr borginni tvo eða þrjá sólarhringa á viku. Frið- hefði manneskju á sínum snærum sem bæði væri ástúðleg og hefði ákveðni prússnesks riddaraliðsforingja ef því væri að skipta. Hún kvaðst geta sent slíka mann- eskju og spurði hvort þau vildu fremur karl eða konu og hvort viðkomandi ætti að koma til þeirra eða taka Benna í skammtímavistunina. Loks spurði hún, þegar hún fékk að vita að þau vildu gjarnan fá viðkomandi heim, hvort þau vildu að aðstoðarmanneskjan gerði eitthvað fleira til að létta undir með Friðfinni, til dæmis finnur þurfti því frí stöku sinn- um því að þótt gaman sé að vera með Benna er það líka mikil vinna. Friðfinnur hafði skráð sig í júdó síðdegis einn dag í viku. Dóra hringdi því með hálfum huga í IHC í Wellington, sem meðal annars rekur þjónustu við fjölskyldur fatlaðra barna í borginni. Hún útskýrði vanda sinn og spurði hikandi hvort hugsanlegt væri að koma Benna í skammtímavistun dagparta til að létta undir með Friðfinni. Ung kona, hress í bragði, varð fyrir svörum. Hún játaði þessu strax og spurði hvenær Friðfinnur þyrfti frí, hvers konar persónuleiki hent- aði Benna best og hló við þeg- ar hún var spurð hvort hún að elda fyrir hann kvöldmat eða strauja. Dóra varð nánast orðlaus við þessi viðbrögð og grunaði að þau nytu hér einhverra for- réttinda. Hún hringdi þegar í stað til tveggja mæðra fatlaðra barna í borginni til að ganga úr skugga um þetta. Þetta reynd- ist vera venjuleg þjónusta og kostaði fimm nýsjálenska doll- ara á dag. Fljótlega birtist ung kona sem uppfyllti ýtrustu vonir og dreif Benna af stað á vit nýrra ævintýra en Friðfinnur komst í sitt júdó og gat komist frá við og við. BENNI FER í REIÐSKÓLA Um helgar var Dóra oftast heima við og Friðfinnur gat þá Á Noröur- eyju Nýja Sjálands. 16.TBL. 1992 VIKAN 35

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.