Vikan


Vikan - 06.08.1992, Síða 37

Vikan - 06.08.1992, Síða 37
TEXTI: OLAFUR ÞORÐARSON / LJOSM.: SIGURJON Gammar hafa leitaö aftur í Völuspá aö heiti á nýjasta geisla- diski sínum sem kom út fyrir skömmu á vegum PS Músík- ur. Þaö hefur ekki fariö mikiö fyrir þessari ágætu sveit, enda hefur hún starfað meö hléum frá árinu 1982 og gefið út tvær Stefán sýnt að hann er í fremstu röö íslenskra djass- tónskálda. Þórir Baldursson, píanóleik- ari og tónsmiður, er vel þekkt- ur í músíkgeiranum, allt frá því hann kroppaði í fjögurra strengja gítarinn sinn í Sav- anna-tríóinu. Þórir hefur einna hefur um margra ára skeiö leikið á bassa og kontrabassa viö góðan oröstír en „fönkiö" er hans aðalsmerki og er hann í hópi hinna bestu á því sviði. Trommuleikari sveitarinnar, Halldór G. Hauksson, er nýr í bandinu en þrátt fyrir þaö ör- yggið uppmálað og spilar næstum hvað sem er á settið sitt. Halldór hefur nú um skeið trommað í poppsveitinni frægu, Stjórninni. Ásláttarhljóðfæri hvers kon- og hljóðfæraleikur þeirra ber þess vott að þeir kunna sitt fag. Lögin eru flestöll í rólegra tempói en oft áður og vel er unnið úr efninu. Léttasti spretturinn á efnisskránni er Ókeypis inn eftir Björn. Dæmi- gert svingnúmer í anda Björns. Það er i raun ómögu- legt að gera upp á milli lag- anna á þessum diski þau vaxa með hverri hlustun og það þykir nú benda til þess að vandað sé til verksins og UÚFIR OG hljómplötur. Nýi diskurinn ber heitið „Af Niðafjöllum" og er vísað til titillags disksins. Gammarnir eru allir vel- þekktir músíkantar og spreng- lærðir í faginu. Björn Thor- oddsen, gítaristinn góðkunni, hefur mundað gítarinn í sveit- inni frá upphafi. Hann er jafn- framt annar aðallagahöfundur flokksins ásamt Stefáni S. Stefánssyni saxófónleikara. Björn útskrifaðist frá The Guit- ar Institude í Los Angeles 1982 þar sem hann lærði meðal annars hjá Joe Pass og Larry Charlton. Björn hefur sjálfur gefið út fimm sólóplötur frá því hann kom frá námi. Saxófónleikari sveitarinnar, Stefán S. Stefánsson, út- skrifaðist frá Barklee College í Boston 1983 og hefur síðan aukið hróður sinn sem laga- höfundur og útsetjari. Nýlega kom út diskur á Norðurlöndum þar sem Stefán átti verk leikið af Stórsveit danska útvarps- ins. Með þessu verki hefur NOTALEGIR GAMMAR mesta reynslu þeirra félaga í hljóðritunum. Hann stjórnaði meðal annars upptökum á hljómplötum diskódrottningar- innar Donnu Summer, útsetti og stjórnaði fyrir þann góð- kunna poppara Elton John og starfaði í fjölda ára í Þýska- landi, Svíþjóð og Bandaríkjun- um. Þórir hefur oftast lagt eitthvað í púkkið á plötum Gammanna en á nýja disknum lætur hann það eiga sig að leggja til lag. Bassaleikari Gammanna er Bjarni Sveinbjörnsson, þéttur bassisti sem stúderaði hjá Jeff Berlin í Los Angeles. Bjarni ar eru í öruggum höndum Maarten M. van der Valk, Holllendings sem fyrir löngu er orðinn íslend- ingur. Maarten lék um tíma með Fílhar- móníusveit Amster- dam en starfar í Sinfóníuhljómsveit íslands auk þess aö spila á hljómfæri og trommur með hinum og þessum þegar timi vinnst til. Nýi Gammadiskurinn er ósköp Ijúfur og notalegur, eng- inn stórátök svona við fyrstu heyrn. En heyra má að piltarn- ir eru allir vanda sínum vaxnir Hljómsveitinni er ekki fisjað saman, enda afurðin hin áheyrilegasta. allir eiga þeir félagar sína spretti. Þetta er sumsé hljóð- færatónlist þar sem leikni og færni viökomandi hljóöfæra- leikara fær að njóta sín. Það er virðingarvert af út- gefendum að ráðast í útgáfu á þeirri tónlist sem Gammar flytja. Reynslan hefur sýnt að landinn er ekki mjög ginn- keyptur fyrir slíkri djassblöndu, öfugt við frændur vora á Norðurlöndum sem dá Mezzo- forte og aðrar slíkar sveitir. Það heyrir til undantekninga nú orðið að þessi „fönkdjass“ sé leikinn á útvarpsstöðvun- um, einna helst eru lög þess- ara manna notuð sem kynn- ingarlög þáttastjórnenda og þá helst vegna þess að enginn er söngurinn. Ekki er ólíklegt að tónlist þeirra félaga hljómi oft- ar erlendis en hér heima. Allar upplýsingar um meðlimi sveit- arinnar og lög eru gefin upp á ensku sem hjálpar til við útgáf- una erlendis. Það er óhætt að segja að hljómdiskur Gamm- anna, Af Niðafjöllum, sé þeim til sóma og besta afurðin hing- að til. Vonandi fáum við meira að heyra frá Gömmum. □ 16. TBL. 1992 VIKAN 37

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.