Vikan


Vikan - 06.08.1992, Qupperneq 40

Vikan - 06.08.1992, Qupperneq 40
JÓNA RÚNA frh. af bls. 23 sama tíma erum viö kannski í allt ööru um- hverfi og getum lýst þvi jafnframt mjög ná- kvæmlega. Aftur á móti, þegar sálin yfirgefur jarðneska líkamann eftir að viö eins og dottum eða hugs- anlega missum meövitund og erum kannski eins og aö sofna, þá getur myndast og viö fundið eitt augnablik eins og gífurlegan þrýst- ing á höfuðið og verðum þá eins og köld frá tá og upp úr ásamt því að úr jarðneska líkaman- um eins og hverfur allur máttur og við finnum sálina eins og þrýstast út úr líkamanum í gegnum höfuðið og upp úr hvirflinum. Þá er eins og við svífum eins og fyrir ofan okkar eigin líkama sem við á sama tíma sjáum mjög ná- kvæmlega eins og ofan frá. Hoiíum beinlínis á okkur eins og sofandi í rúminu okkar eða sitj- andi á stól og við sjáum jafnframt þennan streng eða þráð sem þú talar um, elskulegur, sem er örfínn og hefur í dularsálfræðinni verið kallaður „silfurþráðurinn". Þessu ástandi getur fylgt mikil frelsis- og fagnaðartilfinning. DAUÐINN AÐSKILUR SÁL OG LÍKAMA ENDANLEGA Silfurþráðurinn liggur á milli jarðneska líkam- ans og þess andlega og er óumdeilanlega fastur í báðum á sinn hvorum enda þráðarins þegar um sálfarir er að ræða. Þessi þráður virðist varna því að við verðum viðskila við líkamann. Vegna þessarar staðreyndar ert þú ekki í neinni hættu. Þessi strengur slitnar ekki frá líkamanum, alveg sama hve langt þú ferð á þessum ferðalögum þínum utan líkam- ans, elskan. Aftur á móti, þegar að því kemur að við eig- um að fara endanlega úr líkamanum og þá vegna þess að við erum að deyja, þá slitnar þessi strengur sjálfkrafa. Guð ræður okkar skapadægri og það kemur ekki fyrr en eitthvað verður óstarfhæft í líkamanum og við vegna sjúkdóma eða elli getum ekki lifað lengur. Það má því segja að dauðinn einn geti valdið því að þessi sérkennilegi silfraði þráður slitni. SÁLFARIR ALGJÖRLEGA SKAÐLAUSAR Þú ert því ekki, elskulegur, í neinni hættu vegna þessarar sórstöku dulrænu reynslu þinnar, þó hún kunni að vekja með þér ein- hvern ugg á meðan þú ert svona ungur og óupplýstur í þessum málum dulhyggjunnar. Það er ekkert grín að vera að upplifa eitthvað sem fjöldinn upplifir kannski ekki og trúlega einungis takmarkaður fjöldi fólks og eiga að vera sáítur við slíkt jafnframt öllum stundum. Sálfarir þínar geta alls ekki skaðað þig. Þú get- ur einungis á meðan þú ert að venjast því að þú ert svona orðinn pínulítið óöruggur með þig og sennilega dálítið hræddur, sem er mjög eðlilegt á fyrstu stigum dulrænna skynjana. Allt sem er okkur ókunnugt getur að okkur þykir ögrað öryggi okkar þangað til við eignumst staðgóða þekkingu á því sem er í gangi. Þú spurðir hvort algengt væri að fólk færi svona eins og þú úr líkamanum og svarið er stutt og laggott: „Já, en þó fáir miðað við allan þann fjölda fólks sem lifir á jörðinni." Ég lýsti lítillega minni eigin reynslu af vökusálförum til dæmis fyrr í svarinu og vona að það virki vel á þig, kæri Gummi. Ég upplifi jafnframt iðulega sál- farir jafnframt sem tengjast svefninum og finnst það ekkert tiltökumál, satt best að segja, enda búin að upplifa svona nokkuð svo oft og reyndar iðulega um ævina. TAKMARKALAUST FRELSI NÁNAST Eins og þú lýsir réttilega þá er mjög sérstakt að upplifa sig utan eigin líkama. Því fylgir mikil frelsistilfinníng og sumum finnst hreinn unaður í því frjálsræði að geta hreint og beint svifið i gegnum holt og hæðir, veggi og hurðir, án þess að finna fyrir nokkrum óþægindum eða höftum. Þú talar um að hafa meðal annars far- ið sálförum á ókunnugar slóðir og eins heim til kunnugra eins og frænda þíns. Hvort tveggja getur verið laukrétt. Hvers vegna að þú fórst þessa umræddu nótt sálför- um heim til frænda þíns, sem var slasaður, veit ég ekki. Mér dettur þó í hug að þegar honum varð Ijóst að hann var slasaður og staddur drukkinn heima hjá sér, aleinn, er sennilegt og ekkert dularfullt við það þó hann hafi hugsað til ástvina sinna, annað hvort hérna megin eða jafnvel hinum megin grafar, í von um hjálp. Þú ert næmur og getur hafa orðið fyrir ein- hverjum hughrifum frá honum einmitt á þessu augnabliki sem þú hverfur úr líkamanum þetta umrædda kvöld og ert við það að sofna og sennilegast kominn inn á einhverjar tíðnisveifl- ur, huglægar, sem hann hefur jafnframt verið inni á þetta kvöld. Ástand sem er efninu óviö- komandi og sem hugsanir ykkar beggja hafa verið tengdar inn á á þessu afmarkaða augna- bliki. Þú kannt því ómeðvitað að hafa dregist heim til hans þessa nótt fremur en eitthvað annað, þó slíkt hefði verið mögulegt. Tilganginn getur verið erfitt að útskýra og kannski engin sérstök ástæða til annars en líta sem svo á hann, sem er skynsamlegt og raun- sætt, að með þessari upplifun hefur þér að minnsta kosti orðið Ijóst eftir á að þú átt ekki við geðræn vandamál að stríða heldur,hefur þú oftar en ekki virðist vera verið að upp- lifa sérkennilega dulræna skynjun. Skynjun sem í þessu sérstaka tilviki fékkst sönnun fyrir eftir á svo að ekki verður um villst. MARGÞÆTTAR BREYTINGAR í GANGI Þú spyrð hvað sé að gerast með þig, elskuleg- ur. Þú ert sennilega næmur og jafnvel á þenn- an sérstaka hátt sálfara, að minnsta kosti dulrænn. Vegna þess að þú ert unglingur að fara í gegnum miklar líkamlegar sem sálrænar breytingar getur þú orðið mun næmari á með- an þú breytistfrá unglingi yfir í fullorðinn mann. Tíðni þessara sálfara getur því orðið mun meiri vegna eðlilegrar viðkvæmni og annarra breytinga en varla svo að það verðið óbæri- legt. Þú lærir smátt og smátt á þessa þætti og þeir verða þér eðlilegir og alls ekki kvíðvæn- legir þegar þú ert búinn að sætta þig við að svona ert þú og því verður vart breytt. Til- gangurinn er tæpast annar en að fá útrás ákveðnum gáfum þér gefnum. Þú spyrð hvort þetta sérstaka ástand sé hættulegt fyrir líffæri þín. Ég hef aldrei heyrt um slíkt. Sjálf hef ég upplifað margþætt dul- ræn fyrirbæri og sé ekki að það hafi haft nein áhrif á líkamlega heilsu mína mér vitandi, nema síður sé. Ef gera ætti tilraun til að losa þig við þessar dulrænu upplifanir er ansi hætt við að það gengi stirðlega. Þú ert á vissan hátt ríkari en sá sem ekki upplifir slíkar skynjanir vegna þess að í þér er með þessum sérstaka hætti starfhæft það sem kallað er sjötta skiln- ingarvitið. Hvort þú síðar meir, þegar þú ert orðinn eldri og þroskaðri, gætir notað eða hreinlega þroskað þetta skilningarvit visvitandi verður bara að koma í Ijós. MIKILVÆGT AÐ RÆKTA JÁKVÆÐA HUGSUN OG BÆNAHALD Best er trúlega, ef þetta veldur þér áframhald- andi hugarangri, að þú biðjir góðan Guð um að sjá svo um að þessar upplifanir valdi þér ekki kvíða og biðjir hann jafnframt um að vernda þig fyrir óþægindum vegna þeirra. Þú ættir ekki að hugsa mikið um þennan þátt í þér á næstu árum og alls ekki láta hann verða aðalatriðið í þínu lífi. Frekar áttu að einbeita þér að því að klára skólann og rækta þitt dag- lega líf og temja þér sem jákvæðastan hugs- unarhátt. Ef þú síðar óhræddur kysir að láta eitthvað gott af þér leiða á leiðum kærleiks- hvetjandi lífsviðhorfa tengdum því leyndar- dómsfulla í tilverunni er ekki ósennilegt að slíkur vilji þinn myndi á einhvern hátt getað tengst því sem þú virðist hafa og heitir sjötta skilningarvitið og tengist alltaf dulargáfum ein- hvers konar. En best er að sá sem ætlar sér að verða áhrifavaldur í lífi annarra, hvort sem er eftir hefðbundnum leiðum eða þeim dulrænu, sé sem friðsamastur og jákvæðastur í garð sjálfs sin og annarra. Hafi jafnframt raunsæa og trú- arlega sjálfstjórn ásamt því að lúta vilja Guðs í öllu því sem fer betur á að hans vilji ráði en ekki okkar mannanna. Við erum þrátt fyrir margt og ágætt einungis ófullkomin í saman- burði við Guð sem er fullkominn. Sem sagt; vertu óhræddur við þessar sálfarir. Þær hafa ekki skaðað þig og munu ekki gera það, elskan, svo það er engin ástæða til kvíða af þeirra völdum. Aftur á móti er allt fikt sem er meðvitað og tengist því dulræna í tilveru okkar slæmt mál og ætti enginn að standa í slíku vegna hættu á vandræðum sem geta komið í kjölfar þess sem við þekkjum ekki og höfum enga stjórn á vegna þjálfunar- og þroskaleysis. Kukl, kærleiksleysi og óvitaháttur andlegur er ekki heppilegur þeim sem vilja vera á Guðs vegum heldur þvert á móti. Eða eins og góði gæinn sagði einu sinni að gefnu tilefni í hópi með öðrum og óánægðum: „Elskurnar mínar, ég er steinhissa hvað allt sem ég er að gera gengur vel hjá mér. Ég veit að það er ekkert sjálfsagt en svona er það nú samt, enda bið ég Guð daglega að vernda mig og leiðbeina inn á kristilegar brautir. Það sama ættuð þið að gera. Þá hættið þið að vera svona hrædd, óviss og neikvæð. Guði er ekkert ómögulegt og bænirnar gefa manni svo mikið öryggi, vissu, von og frelsi. Var einhver að segja að ég væri of trúaður? Nei, það er sko aldrei hægt að vera of trúaður. Aftur á móti getur maður orðið af ýmsum ástæðum og ekkert síður af þeim andlegu of saddur um tíma og þá er um að gera að hugsa um allt annað og ögn jarðbundnara. Passa sig bara á að fara ekki í hungurverkfall, eða þannig.“ Gangi þér virkilega vel, elskan, og vonandi getur þú eitthvað grætt á þessum svörum. Guð styrki þig á öllum þeim leiðum sem þér gætu orðið til góðs. Með vinsemd, Jóna Rúna VIKAN 40 16. TBL. 1992

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.