Vikan


Vikan - 06.08.1992, Blaðsíða 41

Vikan - 06.08.1992, Blaðsíða 41
co I < cí; < 'O INNS/tlSNEISTAR Sundurlyndi Alls kyns ósætti manna á milli er heldur fyrir- feröarmikiö oft á tíð- um og þá á kostnað ögn mýkri og mildari samskipta. Vissu- lega getur verið að okkur finn- ist miklar og misalvarlegar á- stæður fyrir því að við deilum hvert við annað. Flestir geta fallist á að ekki sé neitt ýkja óeðlilegt við það þó nánir og fjölskyldubundnir láti af og til tilleiðast og láti furðulegustu hluti og atburði fara í sínar fín- ustu og láti gamminn geisa í þrasi og öðrum álíka leiðind- um og blási þá duglega af kol- unum. Við heyrum mikið um alls kyns ófrið, bæði heima og heiman, og stundum á því stigi að af hefur hlotist bæði við- skilnaður, þjáningar og deilur sem vart hafa verið leystar nema með gífurlegu magni óþæginda fyrir alla málsaðila á meðan stormurinn blés kröft- ugast og ágreiningurinn var leystur. Hvers kyns sundrung hlýtur alltaf að skapa skilyrði fyrir vandamál og mísskilning sem getur oftar en ekki af sér valdbeitingu og framferði sem verður einhverjum fjötur um fót, að minnsta kosti um tíma. Ef við viljum efla friðsemd í samskiptum borgar sig að tala um allt það sem aflaga fer í samskiptum okkar hvert við annað, fremur en að velja að þrasa eða nöldra um kannski lítilmótlega atburði, atvik eða framkomu annarra án þess beinlínis að reyna að gefa líf umræðum sem líklegar eru til sátta. Samfélagslegar umræð- ur, sem varða heill og hamingju þjóðfélagsþegnanna, eru oft þannig að misvitrir menn láta hjá líða að miða umfjöllun sína við mikilvægi málefnis, fremur eru þeir og miklu oftar að kýta um smáatriði og reyndar algjör aukaatriði einhvers máls, þannig að áður en nokkur möguleiki er á nokkrum skynsamlegum niðurstöðum eru umræðurnar orðnar fúk- yrðablandnar og neikvæðar og ófriður þar sjaldan langt undan. Auðvitað er engin á- stæða til að ætla að við getum öllum stundum verið sammála um það sem takast á við hverju sinni. Þó svo sé er eng- in sérstök ástæða til að af- greiða mál með einhvers kon- ar sundrung eða öðrum og álíka óskemmtilegum ágrein- ingi. Við búum í veröld sem I eru átök tveggja afla í for- grunni. Það eru strangt til tekið öflin gott og illt. Sumir segja að engin vond öfl séu til, einungis mismunandi góð öfl. Sann- leikurinn er sennilega sá að það eru til andstæður við allt. Alveg sama hvort um er að ræða veðurfar, fólk, atburði eða aðstæður. Vegna þess er engin ástæða til að ætla að tvfdrægni þurfi að vera stööug í samskiptum. Sem betur fer getur ófriður orðið friður, stormur að logni og myrkur að Ijósi. Einmitt vegna þessa er hyggilegt að breyta öllu atferli sundrungar í hegðun sem er hentugri og mun líklegri til að auka á hamingju okkar og hagsæld. Best er ef við finnum innra með okkur til friðar og kærleika en ekki ófriðar og kulda. Ýtum út úr fasi og fram- komu okkar hvers konar tví- drægni en eflum þess í stað virðuleik, siðfágaða hegðun sem er friðsöm og göfgandi, og hana nú. □ i T l / KEyR- 5UX. HvÍLÖi Gr 5ÓL0I 6,05- MOL * EilJÓ TiL AS TA/{ f-KiöU^ / GftmA r-T GAA5 Ha/APPmií 'a fók 5orða HER~ QEAU Tua/a/A 4 m ( s t- i —> 3 Ei/JS / IM i t H lTafiWv ÖELTi' £> Li TU KUSIC i / > / R Ei'/JS FAr/vá £> 'A FS-Ti' > " V > V ÍWGr • > RíLWÖi' UWF/IAM 4E13- L(\*J iX BET/IA Z • > i í óí> EóíiR J v / > - > f , 1 f<$.dd y/om V s~ > /3 ELTi —V— KU5K GEFA m'A 6 ÍA REifci- HUöö vSu Mb- PU6L / L 3 V s~ L> ? g FáÐA > Lausnarorð í síðasta blaði 1-8: STRANGAR 16. TBL 1992 VIKAN 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.