Vikan


Vikan - 06.08.1992, Síða 44

Vikan - 06.08.1992, Síða 44
LES ROBERTSONOG LINDA PETURSDOTTIR Framhald af bls. 15 ann um hvaöa möguleika þaö á í þetta starf.“ Koma ekki líka margir sem augljóst er aö hafa ekkert að gera í fyrirsætustarfið? „Þaö koma bæði stelpur og strákar til okkar sem hafa fengið hól fyrir útlit, annaö hvort heima hjá sér eöa meðal vina. Þau hafa kannski oft fengið hvatningu til að verða fyrirsætur og eiga oft bágt með að skilja af hverju þau geta það ekki. Á námskeiðinu reynum við að skýra út hvers vegna það er ekki nóg að vera sætur eða hávaxinn. Við sýn- um fram á að stúlka verður að vera lagleg, hávaxin, greind, hafa fallegar hreyfingar, myndast vel og síðast en ekki síst hafa góðan persónu- leika." Les sagði að á námskeiðinu væri jafnframt reynt að benda á aðrar starfsgreinar sem tengdust tískuiðnaðinum. Margir sem upphaflega vildu gerast fyrirsætur fyndu önnur störf við hæfi en fengju samt hlutdeild í Ijómanum sem fylgir þessum iðnaði, svo sem ferða- lögum, góðum launum og skemmtilegum veislum. Þar mætti nefna förðunar- og hár- greiðslufólk, Ijósmyndara og starfsfólk umboðsskrifstof- anna. Nú vinnur þú enn við fyrir- sætustörf jafnframt því að sinna námskeiðahaldinu. Hvort starfið er aðalstarf þitt? „Ég veit það varla,“ sagði Les og hugsaði sig um. Eins og ég sagði er ég eiginlega búinn að fá nóg af fyrirsætu- starfinu eftir sex ár en það vill svo til að um þessar mundir er mikil eftirspurn eftir eldri mönnum svo það heldur í mig.“ Kallar þú þig eldri mann, tutt- ugu og átta ára gamlan? „Ætli það sé ekki réttara að segja þroskaður. En ég get líka litið út fyrir að vera þrjátíu og fimm ára. í tískublaðinu Vouge eru eingöngu þroskaðir menn íklæddir jakkafötum. Strákar um tvitugt sjást þar ekki og hafa yfirleitt miklu minna að gera núna . Þrosk- aðir menn eru í tísku. Ég get sem sagt haldið áfram lengi enn en það eru takmörk fyrir því hvað maður getur lengi haft það að atvinnu að láta taka af sér myndir. Ég vildi heldur snúa mér að störfum þar sem ég þarf að nota höfuðið, eins og til dæmis starfið mitt hjá The Fashion Bureau." Hvort gefur meira í aðra hönd? „Ja, í síðustu viku var ég hér á íslandi við undirbúning námskeiðsins. Þá bauöst mér fyrirsætuverkefni í Englandi og flaug þangað. Vinnan tók einn dag og ég fékk tvö þús- und pund (u.þ.b. tvö hundruð DÚsund krónur) fyrir, sem er miklu meira en ég fékk fyrir undirbúning námskeiðsins." Les hikaði og brosti. „Fjár- hagslega hef ég meira út úr fyrirsætustörfunum en það er betra fyrir heilann að sinna fyrirtækinu." Varla getur þú kvartaö yfir tekjunum af námskeiðinu? „Það var ekki sérlega mikið sem við þénuðum," svaraði Les. „Það er dýrt fyrir níu manns að fljúga til íslands og gista á hóteli. Svo borgum við leigu á aðstöðu og tækjum svo það verður ekki svo mikið eftir. Þó er nóg eftir til að við Linda getum farið í gott sumarfrí. Mér finnst mestu varða að fólk hér á íslandi hafi séð að okkur er treystandi og að við vinnum jákvætt starf, því við Linda höfum meira í hyggju hér á landi.“ Við nánari eftirgrennslan kom í Ijós að Linda og Les ætla að hefja kynningu í út- löndum á íslandi sem tilvöld- um stað fyrir alls kyns mynda- tökur. Þar gegnir birtan á sumrin stóru hlutverki. Les benti á að birtan gerði það að verkum að hægt væri að taka myndir nánast allan sólar- hringinn. Þetta myndu margir vilja nýta sér ef þeir fréttu af þessu, svo og einstaka fegurð landsins. Eftir starfsfólki Les að dæma myndi öðru fólki í þessu fagi líka falla harla vel hér á landi. Öllum sem störf- uðu með Les á námskeiðinu fannst svo gaman að þau reyndu öll tiltæk ráð til að missa af flugvélinni sem flutti þau aftur heim. „Áður en þau komu,“ sagði Les, „leist þeim ekki meira en svo á að koma hingað. ísland! sögðu þau. Það er ekkert að gerast þar. Er það ekki álíka og Rússland? Bara snjór og leiðindi. Nú eru þau hins vegar á öðru máli. Þau hafa ferðast um alla Evrópu en segja að það sé skemmtilegast á ís- landi og fallegt líka.“ „Eitthvert þeirra gekk svo langt að segja að París væri ekkert í samanþurði við Reykjavík," skaut Linda inn í ■ en hún hafði fylgst með sam- ræðunum. „Sjálfsagt eiga þau líka öll eftir að koma hingaö aftur.“ Umrætt starfsfólk verður þó að svala ferðaþrá sinni i öðr- um löndum á næstunni því Les hyggst halda námskeið I Noregi og Danmörku bráð- lega. „Það eru hlutfallslega fleiri fallegar konur á Norðurlöndum en annars staðar. Þær þurfa ekki að hafa eins mikið fyrir því að líta vel út og þurfa til dæmis ekki eins mikinn farða og konur annars staðar. Auk þess tel ég að það sé markað- ur fyrir starf okkar þar, eins og hér á íslandi, því fáar eða eng- ar stórar umboðsskrifstofur starfa á Norðurlöndum. Það hefur þvi minni tilgang að fara til meginlands Evrópu þar sem stærstu umboðsskrifstofur heims hafa útibú. Hér á íslandi eru til dæmis aðeins tvær stúlkn- anna sem við völdum þegar á skrá hjá íslenskum fyrir- sætuumboðum. Önnur er hjá Módel 79 og hin hjá lcelandic Models." Hverjar eru þær? „Það væri ekki sanngjarnt að segja frá því strax, hinna vegna,“ svaraði Les og brosti. (Lesendum skal bent á að þessi orð voru töluð rétt aö loknu námskeiðinu.) Aö lokum vildum við fá að vita meira um samband Les og Lindu. Hvar og hvernig kynntust þau? „Það var fyrir einu ári í Tokýo, í næturklúbbi." Les varð fyrir svörum. „Ég var mjög drukkinn en Linda allsgáð. Þegar hún gekk inn valt ég nærri því um koll við að sjá hana. Guð minn góður - hugsaði ég. Síðan eyddi ég þremur sólarhringum í að skipu- leggja hvernig ég ætti að ná í hana því að í byrjun vildi hún ekkert með mig hafa.“ „Mér leist ekkert á hann í fyrstu." Þaö var Linda sem lagði orð í belg. Les leit stríðnislega á Lindu og hélt áfram. „Vinkona henn- ar var með vini mínum sem bjó í sömu íbúð og ég. Hún var mikið hjá honum og ég nýtti mér það. Ég sagði henni alla bestu brandarana sem ég kunni, vaknaði snemma, rak- aði mig og klæddi mig í bestu fötin mín. Svo ætlaðist ég auðvitað til að vinkonan segði Lindu hvaö ég væri fyndinn, skemmtilegur og sætur." Les hefur greinilega orðið að ósk sinni og eins gott fyrir hann að Linda lét ekki fyrstu áhrifin sem hann hafði á hana ráða úrslitum. „Að lokum tókst mér að fá hana með mér á indverskan matsölustað," hélt Les áfram. „Þar gaf ég henni góðan mat og stjanaði við hana. Hún trúir dví ekki enn þann dag í dag að hún hafi gengið í vel undir- búna gildru." Sagt er aö fjarlægðin geri fjöllin blá og mennina meiri. Samt hlýtur að vera erfitt að vera í föstu sambandi milli landa. Eins og er býr Linda í Reykjavlk en Les í London. „Við ætlum að fara saman í frí núna til Bali eða Thai- lands,“ sagði Les. „Svo tekur hversdagsleikinn við. Síðan oyrfti hún að læra að matreiöa grænmetisrétti því ég hef verið grænmetisæta í átta ár. Linda er ekki orðin það - ennþá,“ bætti hann við og sendi henni ásakandi augnaráð. Það var ekki að sjá að Linda kippti sér upp viö þetta og hún sagði brosandi: „Hann er líka á móti súkkulaði og kok, allri óhollustu yfirleitt. Svo er hann friðarsinni og á móti drápum á dýrum, til dæmis hvölum." „Ég veit hvað kom fyrir Bri- an Adams þegar hann kom hingað og sagði frá afstöðu sinni til hvalveiða," sagði Les. „Ég ætla ekki að lenda í því sama, svo elskurnar mínar, drepið þá endilega alla - hval- ina.“ Les hló stríðnislega. Honum tókst ekki að dylja skoðanir sínar þrátt fyrir þessi orð en nóg um það að sinni. Nú var lögð fyrir hann spurn- ing af allt öðrum toga. Eruð þiö Linda trúlofuð? „Nei,“ svaraði Les. „Linda er bara tuttugu og tveggja ára og ætti að gera ótalmargt áöur en hún festir ráð sitt.“ Það er þá ekki búið að ákveöa brúðkaupsdaginn? „Nei,“ svaraði Les. „Hreint ekki.“ Það er þá enn möguleiki fyr- ir íslenska karlmenn að fá Lindu fyrir konu? Les brosti. „Við höfum hugsað okkur að búa saman og sjá hvað setur. Lindu lang- ar að við búum á íslandi á sumrin og í London á veturna. Það fer allt eftir gengi The Fashion Bureau. Fyrirtækið er aðeins nokkurra mánaða gamalt og ég er enn að ham- ast við að læra allt um mark- aðssetningu, almannatengsl og þess háttar, svo að það er alveg á huldu hvernig þetta gengur allt og hvar ég bý ( framtiðinni. Það gæti eins orð- ið í Bandaríkjunum." Þegar þetta tölublað Vik- unnar berst lesendum verður Les floginn til Bretlands. Linda gæti hins vegar verið hér enn - ófarin í sumarfríið, svo - strákar! - drífið ykkur nú! □ i VIKAN 44 16.TBL. 1992

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.