Vikan


Vikan - 06.08.1992, Page 55

Vikan - 06.08.1992, Page 55
► Malta er kletta- eyja og því eru þar ekkl margar sand- strendur, en helst er mælt meö Mellieha. ► Helstu musterin á Möltu eru um 1000 árum eldri en pýra- mídarnir i Giga. Mynd- in sýnir Hagar Qim musterið. ► Inngangur gömlu höfuðborgarinnar Mdina. ► Móðir kennir dóttur sinni handbragðið sem móðir hennar kenndi henni og ... •4 Malta er um margt forvitnileg og þar er margt sem gleður ferðamanninn, - eins og fagurt veður, forn menning og sérstakar byggingar. Þaö sem gerir Möltu forvitnilega í aug- um margra er stórbrotin saga eyj- unnar. Legu sinnar vegna (Malta er 96 km suður af Sikiley og 290 km norður af norðurströnd Afríku) hef- ur Malta í gegnum aldirnar verið mjög mikil- væg bæði hernaðarlega og viðskiptalega séö. Þar hafa því margvíslegir menningarstraumar mæst og skilið eftir spor í sögu eyjunnar. Fyrir þá sem áhuga hafa á sögu er Malta því óum- deilanlega staður sem verður að sjá og kynnast af eigin raun. Ekki skaðar heldur að veðráttan er með eindæmum góð og ættu þeir sem sækja í sól og hita að finna nóg af slíku á Möltu. EITT ÞÉTTBÝLASTA LAND í HEIMI Malta samanstendur af þremur eyjum, Möltu, Gozo og Comino sem samanlagt eru 316 fer- kílómetrar að stærð. íbúafjöldi er um 330 þúsund og er Malta því eitt þéttbýlasta land í heimi. Möltubúar eiga sitt eigið tungumál sem er skylt arabísku en áhrifa frá ítölsku og frönsku gætir einnig í málinu, þó í minna mæli sé. Enska er annað tungumál eyjarskeggja og jafnt ungir sem aldnir skipta á milli þessara tveggja tungumála án þess að hika. Malta er klettaeyja og einkennist landslagið af hæðum og dölum en engin fjöll eða ár er þar að finna. Byggingarlist er afar sérstæð og ættu áhuga- menn um slíkt að finna margt forvitnilegt að skoða því þar sem annars staðar gætir marg- víslegra áhrifa frá ólíkum menningarheimum. STUn SÖGUÁGRIP Yfirleitt er sögu Möltu skipt í tvö megintímabil. Nýsteinöld, frá 4000 f.Kr. til 1800 f.Kr., er fyrra tímabilið en það seinna, frá 1530 til 1789, er kennt við riddara reglu heilags Jóhannesar. Á milli þessara tveggja tímabila réðu margar þjóðir eynni, svo sem Rómverjar, Föníkumenn og Arabar svo einhverjar séu nefndar. 16. TBL. 1992 VIKAN 55

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.