Vikan


Vikan - 06.08.1992, Page 57

Vikan - 06.08.1992, Page 57
I byggingarlist gætir margvíslegra áhrifa frá ólíkum menningarheimum. Myndin sýnir eitt af húsunum í Mdina. ur jafnmikilli hlýju. Fyrir nú utan þaö hvaö er margt aö skoöa á Möltu, sumariö entist okk- ur varla til að sjá allt sem okkur langaði til. Á Möltu er mikið um stórkostlegar fornminjar og það er sama hvort um er að ræða mannkyns- söguna, goðafræðina eða sögu kristninnar, alls staðar er Möltu getið. Bjóðið þið upp á skoðunarferðir á þessar söguslóðir? - Já við bjóðum upp á sögulega ferð þar sem skoðaðar eru allar helstu fornminjarnar. Hvaða fleiri skoðunarferðir eru í boði? - Við höfum reynt að bjóða fólki að skoða allt þaö helsta, og einnig erum við í samstarfi við aðrar erlendar ferðaskrifstofur sem taka við gestum okkar ef þeir eru með einhverjar sér- stakar óskir. Með því móti getum við orðið við óskum allra. Annars hefur þaö komið í Ijós að flestir kjósa að fara í sömu ferðirnar og má þar til dæmis nefna að bátsferðir til Gozo og Com- ino hafa verið mjög vinsælar. Sama má segja um þjóðlegt Möltukvöld. Þar eru sýndir malt- neskir þjóðdansar og leikin þjóðleg tónlist. Ferðir til Sikileyjar hafa einnig verið vel sóttar en við bjóðum upp á tvenns konar ferðir þangað. Annars vegar er skoðunarferð og hins vegar verslunarferð. Margir hafa gert góð kaup í þessum verslunarferðum enda verðlag í Sik- iley mjög lágt. Ferð á þorpshátíð hefur einnig notið mikilla vinsælda en hvert þorp heldur sína hátíð með mikilli viðhöfn. Þar má sjá stór- fenglegar flugeldasýningar enda leggja Möltu- búar mikinn metnað í flugeldagerð og eru þorpin í keppni um hvert þeirra gerir best. Þess má geta að Möltubúar hafa unnið til al- þjóðlegra viðurkenninga fyrir flugelda sína. Skoðunarferðin til Mdina, gömlu höfuðborgar- innar, er að okkar mati rúsínan í pylsuendan- um. Mdina er ótrúlega falleg borg og á sér sögu sem engu er lík. Það er ekki ofsögum sagt að allir sem skoða þessa borg verða fyrir miklum áhrifum. Sjálf erum við svo hrifin af Mdina að við eigum þann draum heitastan að búa þar einhvern tíma. SAMGÖNGUR Vegna smæðar Möltu er hægt að ferðst um eyjuna á einum degi. Strætisvagnar ganga um hana alla og nóg er af leigubílstjórum sem taka að sér að aka farþegum hvert sem þeir kjósa fyrir ágætis verð. Bátar ganga á milli eyjanna þriggja og tekur hver ferð ekki langan tíma. Þeir sem treysta sér til að aka á vinstri vegar- helmingi geta leigt sér bílaleigubíl. STRENDUR Eins og áður segir er Malta klettaeyja svo mik- ið er um klettastrendur en aftur á móti lítið um sandstrendur. Sandstrendur eru þó til og sér- staklega er hægt að mæla með Mellieha. Þar er aðgrunnt og því góður staður fyrir börn. Ekki er háegt að fjalla um Möltu án þess að geta fyrrum höfuðborgar hennar, Mdina. Mdina er byggð innan virkismúra, uppi á hæð með stórkostlegu útsýni til allra átta. Borgin er talin vera yfir fjögur þúsund ára gömul og hefur frá upphafi verið í eigu aöalsstéttar Möltu. Nú er svo komið að fáir búa í Mdina því húsin eru stór og viðhaldskostnaður mikill. Unga fólkið hefur fremur kosið að búa annars staðar en í þeirri von að viðhorfin breytist eru húsin ekki seld heldur standa þau auð og bíða eigenda sinna. Mdina er staður sem varla er hægt að lýsa með orðum, hana er eingöngu hægt að upplifa og eru þeir sem heimsækja Möltu ein- dregið hvattir til að skoða borgina. Meðal annarra staða sem vert er að skoða eru: Núverandi höfuðborg Möltu, Valetta: Borgin er byggð á tímum Jóhannesarriddar- anna og er eins og Mdina byggð á hæð innan víggerðra virkismúra. Þar er aðsetur forseta landsins og þings. Öll helstu söfnin eru i Va- letta, svo sem stríðsminjasafnið og listasafnið. Hypogeum neðanjárðarmusterið sem fannst fyrir tilviljun árið 1902. Musterið er frá árinu 2400 f.Kr. Ghar Dalam er hellir sem í hafa fundist yfir sjö þúsund ára gamlir steingervingar og eru þess- ar minjar taldar sýna ótvírætt að Malta var eitt sinn áföst Afríku. Fararstjórarnir, Anna Sóley Þorsteinsdóttir og Ebenezer Böðvarsson eiga þann draum heitastan að geta einhvern tíma búið í Mdina. HEILLUÐ AF LANDINU Síðastliðið sumar voru þau Anna Sóley Þor- steinsdóttir og Ebenezer Böðvarsson farar- stjórar Atlantik á Möltu. Vikunni lék forvitni á að vita hvernig þeim hefði líkaö á svo framandi stað. - Það er skemmst frá því að segja að við erum algjörlega heilluð af Möltu, svara þau að bragði. - Fólkið er einstakt, það vilja allir allt fyrir mann gera og á fáum stöðum mætir mað- 16.TBL. 1992 VIKAN 57

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.