Vikan - 15.10.1992, Qupperneq 15
uppfylla inntökuskilyrði? Una Sigurðardóttir er
yfirflugfreyja Atlantsflugs en Una hefur starfað
við flestar greinar innan ferðaþjónustu. Hún
nefnir fyrst góða tungumálakunnáttu, auk
ensku og dönsku þarf stúlkan helst að kunna
bæði frönsku og þýsku og nú sé svo komið,
vegna aukins flugs innan Evrópu, að þær sem
kunni ítölsku og spænsku að auki eigi greiðari
aðgang inn í starfið. „Svo þurfa þær að vera
heilsugóðar, þolinmóðar og sterkar fyrir. Þetta
starf hentar ekki veimiltítum og við reynum
gjarna að grafast fyrir um það ( viðtölum við
stúlkurnar hvernig þær bregðast við óvæntum
uppákomum. Mér hefur líka þótt mikils virði
að fá hjúkrunarfræðinga og læknanema í
starfið og hlutfall þeirra starfsstétta er hátt
meðal sumarstúlknanna rninna," segir Una.
Auk þeirrar tungumálakunnáttu og grunn-
menntunar sem sett er sem inntökuskilyrði
flugfreyja um allan heim telur Kristín nauðsyn-
legt að þykja gaman að umgangast fólk og
hafa þjónustulund til að bera. „Það er gefandi
þegar fólk fer ánægt frá borði og ferðin hefur
gengið vel,“ segir hún. Berist kvörtun frá far-
þegum telur Kristín nauðsynlegt að flugfreyja
geti sett sig í spor viðkomandi; farþegar komi
oft þreyttir um borð og sjálfsagt sé að taka tillit
til þess. Einnig segir hún hafa reynst vel að
leyfa þeim farþegum sem þjást af flughræðslu
að fara fram í flugstjórnarklefa eftir flugtak.
„Fólki líður oft betur að sjá með eigin augum
að þar sitja tveir menn við stjórnvölinn með
allt á hreinu," segir Kristín.
SEX VIKNA SKÓLI
Eftir að stúlkurnar komast í gegnum nálar-
auga ráðningarstjóra tekur við sex vikna skóli
þar sem tekinn er fyrir öryggisútbúnaður um
borð og stúlkunum kennt hvernig bregðast
skuli við aðsteðjandi vá. Síðan tekur við ítar-
leg kennsla í skyndihjálp, farið er í saumana á
þjónustu um borð, almenn framkoma er
kennd, svo og framsögn. Flugfreyjuefnin fara
síðan í flughermi og eiga þar að kljást við
sviðsett slys; á við eld um borð eða neyðar-
brottför úr vél. Þessi svokölluðu „drill" eru síð-
an haldin einu sinni á ári. Þá eru björgunar-
bátar settir út, farþegum ýtt út í rennu og
stúlkurnar æfa sig í því að setja á sig reyk-
grímu, sækja slökkvitæki, finna eld og slökkva
hann. Einnig sækja þær eldvarnarnámskeið
hjá slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli. Próf eru
tekin eftir hvern þátt og til að standast prófin
nægir að fá lágmarkseinkunnina níu!
Upprifjunarnámskeið eru svo haldin árlega,
auk þess sem flugfreyjur læra á hverja vélar-
gerð fyrir sig ef um fleiri en eina er að ræða. Á
námskeiðinu er einnig farið út í viðbrögð við
því ef flugræningi kemur um borð og flugfreyj-
ur Atlantsflugs nefna að þær hafi fengið góða
upprifjun í öryggismálum þegar þær flugu fyrir
El Al í ísrael en þar er öryggis svo stranglega
gætt að vopnaður öryggisvörður fylgir eftir
hverjum einasta hreinsunarmanni í vélunum.
Þá er komið að skemmtilega hlutanum á
námskeiðinu, því stúlkurnar fá leiðbeiningar
um förðun og hárgreiðslu, auk þess sem
Heiðar Jónsson ráðlagði flugfreyjum Atlants-
flugs með göngulag, förðun og litaval á bún-
ingi.
CHANEL-ÁHÖFNIN
Búningurinn er ávallt kapítuli út af fyrir sig og í