Vikan - 15.10.1992, Síða 16
tilviki Atlantsflugs er óhætt að segja að búning-
ur flugfreyja sé sérlega vel heppnaður. Þær
eru íklæddar rauðum eða bláum drögtum með
hvítri blússu undir og sniðið er þannig að það
virðist klæða allan vöxt vel enda búningurinn
sérhannaður á Ítalíu, af Giönnu Faggioli. Yfir
dragtinni er svo glæsilegur svartur frakki fyrir
hefðbundinn fslenskan norðangarra og við
þetta eru bornir sléttir, svartir „flugfreyjuskór"
og svört hliðartaska. Það hefur vakið mikla at-
hygli að flugfreyjurnar eru ýmist klæddar í
rauðar eða bláar dragtir og þegar áhöfn var á
ferð í Zurich á dögunum, voru flugfreyjur stöðv-
aðar og sþurt hvort þær væru „Chanel-áhöfnin".
ÖRYGGISVERÐIR UM BORÐ
Hefðbundin þjónustustörf flugfreyju eru þó
engan veginn allt og sumt sem starf hennar
snýst um, eins og ráða má af meðfylgjandi
fleygum ummælum Pan Am-freyjunnar. Af
hálfu viðkomandi flugfélags er flugfreyjan ekki
síður öryggisvörður í farþegarými en þjónandi
andi með fallegt bros.
Vegna þess að flugfreyjur eru, af hálfu flug-
félagsins, öryggisverðir um borð er þeim ör-
yggi farþega og áhafnar ofarlega í huga og
nefna þær sérstaklega reykingar í því sam-
bandi. „Farþegar skynja ekki hættuna og
finnst oft að við séum með óþarfa slettireku-
skap þegar við förum fram á að fólk reyki ekki
standandi á ganginum eða inni á salerni,"
segir Kristin. Linda bætir við að eldhættan
felist í því að í gólfi vélarinnar séu rafmagns-
leiðslur eftir endilöngu farþegarýminu. Önnur
hætta er sú að fólk fleygi frá sér logandi sígar-
ettu í sorpílát salernis, sem allajafna er ætlað
fyrir pappír, en komi upp eldur um borð er
umsvifalaust lent á næsta flugvelli.
„Öryggisins vegna vil ég láta banna reyk-
ingar í flugvélum alfarið,“ segir Ágústa. „Ég
held að fólk hljóti að geta haldið aftur af sér í
þrjá tíma því það er ekkert grín að hafa ekkert
nema vatnsflösku að voþni ef bruni brýst út í
flugvél. Þeim sem sitja aftast í vélinni, þar
sem reykingar eru leyfðar, verður oft óglatt af
stybbunni. Nú er orðið algengt að reykingafólk
biðji um reyklaus sæti en vilji svo fara aftur í
að reykja. Það skapar síðan bæði óþægindi
fyrir aðra farþega og aukna eldhættu.
Það er líka öryggisatriði að ekki sé illa
drukkið fólk um borð og alþjóðareglur kveða á
um að ekki eigi að veita hverjum farþega
nema tvo drykki í flugi. Auðvitað mega allir
skemmta sér að vild en flugvél í lofti er
kannski ekki staðurinn til þess. Okkur stelp-
urnar hefur dreymt um að fá Ómar Ragnars-
son til að fjalla um reykingar og drykkju í flucji;
gera hreinlega sjónvarpsþátt til að kenna Is-
lendingum að ferðast,“ segir hún og er þeirri
frómu ósk hér með komið á framfæri.
HEIMSHORNAFLAKK OG
ÆVINTÝRI Á VETTVANGI
Margar flugfreyjanna hjá Atlantsflugi eru
menntaðar í öðrum fögum, þannig að meðal
þeirra eru hjúkrunarfræðingar, læknar, kenn-
arar, röntgentæknar og auglýsingateiknarar.
Flugfreyjustarfið hefur þó haft yfirhöndina;
sumar hverjar hafa farið beint í flugfreyjuna
aftur eftir fjögurra ára háskólanám.
Þótt flestir vinnudagar flugfreyju séu eins
og lýst er hér að framan býður starfið einnig
oft uþp á dvöl erlendis. Nú eru nokkrar flug-
freyjur Atlantsflugs staðsettar í London og býr
hver áhöfn í London í nokkrar vikur og flýgur
„Þótt við komum oft þreyttar
heim komum við þó ekki með
starfið heim; ferðinni er lokið,
farþegarnir farnir og þó er
það ný dögun sem fekur við."
þaðan. Hópurinn hefur náð að hristast vel
saman undanfarið ár því ein áhöfn var í Ví-
etnam í upphafi árs, önnur var í ísrael og
flaug þaðan, aðrir flugu milli Zurich og
Hanover, enn aðrir frá Bretlandi til grísku eyj-
anna og nokkrar ferðir buðust til Kanaríeyja.
„Við eigum kost á að dvelja á ólíklegustu
stöðum og þá sér maður hlutina út frá öðru
sjónarhorni en ferðamaður," segir Ágústa. „Við
erum þá á stöðunum í nokkrar vikur í senn og
búum innan um fólkið. Þess vegna er það sem
margar þeirra flugfreyja sem hætta störfum og
snúa sér að öðru koma aftur til starfa, því störf
í landi bjóða ekki uþp á sömu ævintýrin."
„Flugfreyjustarfið heillaði mig alltaf, þó ég
sæi það engan veginn í Ijósrauðum bjarma,"
segir Linda Halldórsdóttir sem starfað hefur
sem flugfreyja í fimm ár. „Maður þarf að geta
tekið hverju sem er og búa yfir mikilli þolin-
mæði en ég segi fyrir mig að ég er ekki tilbúin
að hætta strax."
Margar flugfreyjanna hafa starfað við flugið
árum saman og þegar sþurt er hvað haldi í
þær er gjarnan minnst á vinnutímann. Hann
er óreglulegur og kemur því oft betur út fyrir
konur með börn en hefðbundinn vinnutími frá
níu til fimm. „Það er oft auðveldara að útvega
barnagæslu hjá ömmum og feðrum um kvöld
og helgar en f miðri viku og kostar þar að auki
minna að þurfa ekki gæslu fyrir börnin allan
mánuðinn," segir Ágústa.
Valgerður Halldórsdóttir er ein af „lillunum",
eins og þær yngri í faginu eru nefndar. Hún
segist hafa sótt um hjá Atlantsflugi „að gamni“
og þóst hafa himin höndum tekið er hún
hreppti starfið. „Svo sækir maður í að halda
áfram,“ segir hún, „starfið er fjölbreytt og þetta
er svo skemmtilegt samstarfsfólk.“
„Félagsskapurinn er það sem heldur í mig,“
segir Kristín. „Maður getur tekið hverju því
sem að höndum ber erlendis ef hópurinn er
góður og samrýmdur og við erum það. Svo er
heldur ekkert gefið eða fyrirsjáanlegt við þetta
starf og það er eitt af því sem gerir það
spennandi. Vinnutíminn er óreglulegur og það
á vel við mig og maður kynnist mörgu og ólíku
fólki. Ég myndi tvímælalaust ráðleggja ungri
stúlku að fara í flugfreyjustarfið ef hún hefði
möguleika á því. Á vettvangi er starfið þjón-
ustustarf, þó það bjóði upp á ýmis ævintýri,
og það nýtur sín enginn í því sem ekki þykir
gaman að þjónustu og hefur þjónustulund.
Starfið er þó mjög gefandi og þegar farþegar
ganga ánægðir frá borði, sem er yfirleitt, finn
ég að ég hef gefið af mér.“
ADLÖGUNARHÆFNI MIKILVÆG
Fyrsta sumarið sitt sem flugfreyja flaug Linda
pílagrímaflug frá Chad í Vestur-Afríku til
Jedda og sumarið eftir flaug hún fyrir tyrk-
neskt flugfélag, út úr Izmir og Istanbúl í þrjá
mánuði. „Ég þakka fyrir að hafa fengið að
upplifa þessa fjölbreytni í starfi og kynnast því
yndislega fólki sem þílagrímarnir eru,“ segir
Linda. „Að vísu er konan lítils sem einskis
metin í arabaþjóðfélagi og hún fær engu ráðið
en flugfreyjustarfið er gefandi starf og engar
tvær ferðir eins.“
Kristín tekur undir að oft hafi verið erfitt að
kyngja framkomu arabanna. „Eitt sinn var vél-
in staðsett töluverðan spöl frá flugstöðvar-
byggingunni og áhöfnin gekk af stað, hver
með sínar tvær ferðatöskur í höndunum.
Skömmu síðar kemur jeppi akandi en öku-
maðurinn neitaði að taka flugfreyjurnar um
borð, tók bara strákana. Aumingja strákarnir
okkar voru miður sín og voru að reyna að
taka eitthvað af töskunum okkar en bílstjórinn
ók á brott. Þessi ferðalög og útiverur kalla á
ákveðna aðlögunarhæfileika og umburðar-
lyndi,“ segir Kristín.
„( arabalöndunum þýðir ekkert að vera mað-
ur sjálfur, það verður að aðlagast menningu
hvers staðar fyrir sig. Það er oft skítugt í þess-
um löndum og maturinn er allt öðruvísi en við
eigum að venjast en þetta er vegna ólíkrar
menningar og það stoðar ekkert að kvarta. Svo
kann maður þá líka betur að meta allt sem okk-
ar þjóðfélag hefur uþp á að bjóða á eftir."
MARKMIÐIÐ AD ALLIR
FARI GLAÐIR FRÁ BORDI
„Þótt við komum oft þreyttar heim komum við
þó ekki með starfið heim; ferðinni er lokið, far-
þegarnir farnir og þá er það ný dögun sem
tekur við,“ segir Ágústa. Stallsystur hennar
eru sammála um að í starfinu bjóðist þeim
tækifæri til að sjá og upplifa ýmislegt sem þær
hefðu ella ekki átt kost á því þær hafa kynnst
ólíkri menningu og lifnaðarháttum sem við í
Dumbshafinu eigum ekki að venjast.
„Starfið heldur í mann vegna þess að það
er skemmtilegt," heldur Ágústa áfram. „Maður
er innan um fólk og samstarfsandinn um borð
er sérlega góður enda byggist allt starfið um
borð á því að við séum samhentar. Þá Ifður
öllum vel og það er hægt að ráða við öll
vandamál. Það hendir oft að við fáum erfiðan
hóp um borð; þá hefur verið um seinkun að
ræða, erfitt check-in eða eitthvað annað og
þá kemur til okkar kasta að mýkja fólk því
markmiðið er alltaf að allir fari glaðir frá borði.“
Á heimleiðinni frá Munchen eru aðeins þrjá-
tíu farþegar í vélinni svo ferðin er flugfreyjun-
um óvenju létt. „Ég hef bara samviskubit eftir
þessa slökun," segir Guðný Guðmundsdóttir
flugfreyja þegar komið er upp í áhafnarbílinn
aftur og ekið af stað til Reykjavíkur. Kannski er
þetta dæmigerð setning frá dæmigerðri sam-
viskusamri konu en það verður ekki rætt nánar
hér. Á morgun taka við nýir áfangastaðir en í
dag er enn ein vel heppnuð ferð að baki. □
16VIKAN 21.TBL. 1992