Vikan - 15.10.1992, Blaðsíða 21
„LANGAR
AÐ VERÐA
FATA-
HÖNNUÐUR"
- segir ValgerSur Björg
Jónsdóttir, óttunda stúlkan
sem kynnt er í
forsíðustúlkukeppninni
TEXTI: HELGA MÖLLER
UÓSM.: BRAGI Þ. JÓSEFSSON
FÖRÐUN: KRISTÍN STEFÁNSDÓTTIR
MEÐNO NAME SNYRTIVÖRUM
yrða um hvort hún sé búin aö
finna eiginmanninn tilvonandi.
Síðastliðin þrjú sumur hef-
ur Valgerður unnið í garðin-
um við Klepp við aö reyta
arfa og hlúa að gróðrinum
þar. Þar sem báðir foreldrar
hennar eru geölæknar stenst
blaöamaður ekki mátið og
spyr hvort hana langi ekkert
að færa sig inn úr garðinum
og feta í fótspor foreldranna.
Valgerður hlær við. „Jú, jú,
kannski,“ svarar hún. „Ég
held samt að ég endi nú ekki
þar.“
Það gæti líka farið svo að
Valgerður legöi fyrir sig fyrir-
sætustörf þvi hún er nýgengin
til liðs við lcelandic Models.
Enn hefur hún ekkert verkefni
fengið en það gæti breyst
fljótlega með þátttökunni í
þessari keppni.
Hvað um dagdrauma?
Hvað langar Valgeröi að gera
i lifinu?
Hún hugsar sig um.
„Mig langar að ferðast,"
svarar hún svo. „Ég hef
reyndar ferðast töluvert nú
þegar en mig langar aö heim-
sækja heimalönd krakka sem
ég kynntist í sumarbúðum í
Kanada þegar ég var tólf ára,
svo sem Costa Rica og
Mexíkó." Kanadaferð Valgerð-
ar var á vegum félagsskapar
sem heitir CISV eöa Childrens
International Summer Village
og er Valgeröi sérlega minnis-
stæð fyrir hvað það var gam-
an og segist hún aldrei hafa
kynnst öðru eins.
Hvers konar stúlka er svo
Valgerður Björg? Er hún róleg
og heimakær eöa vill hún
helst vera á ferð og flugi.
„Ég veit ekki alveg hvaö ég
á að segja,“ svarar hún. „Ég
hef breyst svo mikið síðustu
mánuöi. Ég var mikið fyrir að
skemmta mér en eftir að ég
kynntist kærastanum mínum
hef ég róast mikið. Aö öðru
leyti held ég að það lýsi mér
best að segja að ég sé við-
kvæm en ákveðin.“
Valgerður er dóttir hjón-
anna Jóns G. Stefánssonar
og Helgu Hannesdóttur. Hún
er yngst fjögurra systkina, á
tvo bræður og eina systur.
Ekki má gleyma heimilishund-
inum Plató en hann er aöeins
einn fjölda dýra sem hafa átt
heimili sitt hjá fjölskyldunni.
Valgerður Björg Jónsdóttir
er 168 sentímetrar á hæð.
Hárið er Ijóst og augun græn
eins og sjá má á meðfylgjandi
myndum. □
21. TBL, 1992 VIKAN 21