Vikan - 15.10.1992, Page 34
► Verkin
veröa
sýnd sem
samstæða
og gefst
áhorfend-
um kostur
á aö sjá
þau bæöi
sama dag-
inn eöa
sitt hvort
kvöldið.
Hér er
Theodór í
hlutverki
Vanja
frænda.
sem ég best veit hefur svona
nokkuð ekki gerst áður, að
sami leikhópur með sama
leikstjóra sé að æfa tvö leikrit
í sömu leikmynd. Það breytist
ekkert nema fólk skiptir um
hlutverk auk þess sem bún-
ingar eru aörir og nokkrir leik-
munir. Þetta eru samt mjög
ólík verk en gerast bæði um
svipað leyti á rússneskum
sveitasetrum. Það er því mjög
létt aö leika þau bæði í sömu
leikmynd.
Þaö er svolítið skrítið að
starfa svona að tveimur hlut-
verkum í einu. Maöur er vanur
því að setjast niður við borð,
byrja að lesa leikrit sem síðan
er æft í sjö vikur fram að
frumsýningu. Á meðan kemst
venjulega ekkert annað að.
Þetta venst, okkur þótti þetta
aðallega framandlegt fyrst, á
meðan við vorum að koma
okkur í gang.
SPENNANDI VERK
Við erum þess fullviss að
þessi verk höfði til íslenskra
áhorfenda - Tsjékov er góður
höfundur og hann er tvímæla-
laust einn þeirra sem okkur
leikurum þykir hvað mest
Sþennandi að glíma við. Verk-
in eru mjög vel byggð og text-
inn vel skrifaður en Ingibjörg
Haraldsdóttir þýddi Platanov
og Árni Bergmann Vanja
frænda. Þaö er líka svo margt
sem gerist fyrir utan textann,
svo mikil ólga sem býr undir,
meðfram textanum, sþenna á
milli fólks, hvert augnatillit
segir eitthvað og getur reynst
þýðingarmikið.
Platanov er frekar af léttara
taginu og býður upp á
skemmtun og fjör á köflum.
Hitt verkið, Vanja frændi, er
örlagasaga og mikiö átaka-
verk. Það fjallar um ástir og
afbrýðisemi. Vanja frændi er
gæðasál en finnst hann hafa
orðið undir í lífinu og þess
vegna á hann svolítiö bágt.
Hann er ekki sáttur við líf sitt
og í leikritinu fer uppgjör hans
fram. Persónan sveiflast milli
grátbroslegrar sjálfsvorkunnar
og heilagrar reiði yfir því að
hafa lifað lífinu eins og hann
hefur gert í stað þess að taka
í taumana. Hann vill breyta til,
hefja nýtt líf, en hefur ekki dug
til þess þegar á reynir.
Þetta er skemmtileg glíma
fyrir leikarana og vonandi virk-
ar þetta jafnspennandi á á-
horfendur.
Um helgar munum við leika
saman með góðu hléi milli
sýninga svo fólk geti fengið
sér að boröa í sýningarhléi
um kvöldmatarleytið. Að sjálf-
sögðu standa bæði verkin fyr-
ir sínu og tekur hvor sýning
um tvær klukkustundir og
verða þau sýnd sitt hvort
kvöldið i miðri viku. Við hvetj-
um leikhúsgesti engu að síður
til sjá báðar sýningarnar til að
geta myndað sér skoðun á
því til dæmis hvernig leikurun-
um tekst við að skipta svona
um hlutverk og um leið fá þeir
skemmtilegan samanburð á
verkunum. Það eru ákveðin
tengsl á milli sýninganna sem
við reynum að laða fram á
ýmsan hátt."
SETTIST Á SKÓLABEKK
Theodór hóf feril sinn sem á-
„Tsjékov er góður höfundur
og hann er tvímælalaust einn
þeirra sem okkur leikurum
þykir hvað mest spennandi
að glíma við"
hugaleikari, án þess hann
hefði nokkurn tíma hlotið eig-
inlega menntun í leiklist - og
fyrr en varði var leiklistin orðin
hans aðalstarf.
„Ég er fæddur Siglfirðingur
en fór til Akureyrar til að leika
og fastréö mig þar árið 1977.
Á Akureyri var ég allar götur
þangað til 1989, aö undan-
skildu árinu sem ég var í námi
erlendis.
Árið 1985 fór ég í skóla í
Bretlandi, The Drama Studio í
London. Ég var farinn að
finna fyrir því að ég þyrfti á
einhverri menntun aö halda.
Þetta var byggt upp sem end-
urmenntunarnám fyrir leikara
og kallaðist „post graduate".
Þessi tími var mér afskaplega
fróðlegur og skemmtilegur og
ég naut þess virkilega að sitja
á skólabekk. Ég kynntist að
sjálfsögðu nýjum viðhorfum í
stórborginni og alls konar fólki
með afar mismunandi bak-
grunn. Þarna voru leikarar alls
staðar að úr heiminum, aðal-
lega Bretar aö vísu en einnig
Frakkar, Svíar, Ameríkanar
og Kanadamenn meðal ann-
arra. Maður komst í nánari
snertingu við heimslistina á
einhvern hátt og í skólanum
voru alls konar verk tekin fyrir,
bæði sígild og nútímaleg. Það
var svolítið erfitt fyrir okkur út-
lendingana að fara með texta
Shakespeares á móöurmál-
inu.“
TÍMI TIL AÐ BREYTA TIL
Theodór fullyrðir að námið
hafi veitt sér mikið og hati það
tvímælalaust bætt hann sem
leikara.
„Ég held að ég hafi litið
starfið öðrum augum en áður
þegar ég kom heim og ég var
farinn að gera mér betri grein
fyrir því hvað ég var að gera.
Eg var orðinn mjög frískur og
hafði rosalega gaman af því
að takast á við starfið. Sjálfs-
traustið hafði aukist að mun
og þess vegna fannst mér
orðið miklu léttara að taka
stærri verk að mér. Það
blundaði líklega allan tímann í
undirmeðvitundinni að hafa
ekki leiklistarnám að baki og
ég fann kannski ómeövitað
fyrir því að ég stæði ekki jafn-
fætis þeim sem menntaöir
voru.
Ég varð fljótlega var við
einhvern óróleika í mér - mig
var farið að langa til aö reyna
eitthvað nýtt. Ég var búinn að
vera nokkuð lengi hjá Leikfé-
lagi Akureyrar og þess vegna
var ég orðinn býsna eigin-
gjarn. Kannski var ég farinn
að ráða of miklu og líklega var
mér farið að finnast ég eiga
þetta. Ég held að það hafi
verið orðið tímabært að ég
breytti til, sjálfs mín vegna,
samstarfsfólksins og áhorf-
endanna. Eftir að ég fór á
brott hefur leikhúsið fengið til
liös við sig nýja leikara og ég
held að það hafi verið til
góös."
- Hvað varð til þess að þú
komst suður?
„Ég var svo heppinn að mér
bauðst að leika í opnunar-
verkinu á stóra sviðinu hér í
Borgarleikhúsinu 1989, Höll
sumarlandsins. Ég plataði kon-
una mína til að koma suður
með mér og ætlunin var að
vera ekki í höfuöborginni nema
þann eina vetur en hér erum
við samt búin að vera síðan.
Það er gaman að geta þess
að eiginkona mín, Guörún
Stefánsdóttir, vann líka hjá
Leikfélagi Akureyrar. Hún var
ekkert spennt fyrir því að flytj-
ast suður en gerði það fyrir
mín orð svo ég gæti fengið að
sþreyta mig í þessu eina
verki. Hún réð sig í vinnu
hingað líka og er nú miða-
sölustjóri, auk þess sem hún
hefur umsjón með veitingasöl-
unni. Við erum bæði mjög á-
nægð hér. Fyrstu tvö árin var
ég lausráðinn en er nú fast-
ráðinn annað árið í röð."
AÐ HALDA STARFINU
- Er mikill munur á því að
leika hér og fyrir noröan?
„Já, en fyrst og fremst er
það húsið. Það er öðruvísi að
leika í svo litlu samfélagi eins
og fyrir norðan. Þar er starfs-
fólk leikhússins miklu færra
og mun þrengri hópur gesta
sækir leikhús. Þar er maöur
jafnframt meira í tengslum við
alla ákvarðanatöku, bæði
hvað varðar val á leikritum og
rekstur hússins en ég sat
samfleytt í sjö ár í leikhúsráði
og var formaður þess um
skeið. Hér þarf maöur fyrst og
Framh. á bls. 36
34 VIKAN 21.TBL. 1992