Vikan


Vikan - 15.10.1992, Síða 36

Vikan - 15.10.1992, Síða 36
THEODÓR Frh. af bls. 34 fremst aö berjast viö aö halda vinnunni því aö miklu fleiri eru um hvert hlutverk. Auðvitað sakna ég Akureyr- ar og ég átti svolítið erfitt meö aö yfirgefa staöinn. Eftir þetta eina ár í byrjun langaði mig aftur noröur og löngunin kem- ur alltaf upp öðru hverju. Þetta litla, snotra leikhús var oröiö svo stór hluti af mér sjálfum og einhvern tíma kemur vonandi aö því aö ég stíg þar á fjalirnar á nýjan leik. Þaö er óneitanlega meira umleikis hér, meiri spenna, maöur er aö vinna meö fleir- um og baráttan fyrir því aö sanna sig getur jafnframt virk- aö hvetjandi. Mér var tekiö afskaplega vel en auövitaö tók þaö sinn tíma aö aðlagast þeim reglum og lögmálum sem gilda hér í húsinu. Ég hef leikið töluvert mikiö síðan ég kom hingað en ekki farið meö stór hlut- verk eins og ég fékk tækifæri til að leika fyrir noröan. Ein- hvern veginn vissi ég aö ég yrði bara aö bíöa og sjá til. Úr því ég var búinn aö taka þessa ákvöröun og vildi vera í þessu starfi varö ég aö gera mér það aö góðu þó ég fengi ekki alltaf óskahlutverkin en við lítum jafnframt svo á aö öll hlutverk séu í raun jafnmikil- væg. Ég varö óskaplega glaður þegar Kjartan Ragnarsson valdi mig í þennan tíu manna leikhóp, þaö var vissulega mikil uppörvun en Vanja frændi er langstærsta hlut- verkiö sem ég hef fengið aö spreyta mig á síðan ég kom suöur.“ - Hvernig líkar þér aö vera í Reykjavík? „Ég var strax nokkuð lukku- legur með búsetuna hér. Viö leigöum fyrsta áriö en þegar viö höföum ákveðið aö vera hér áfram seldum viö húsið okkar á Akureyri og keyptum í Kópavogi. Þaö var aö hrökkva eöa stökkva. Ég hef aldrei fundiö fyrir þessari miklu streitu og látum sem svo margir tala um, mér finnst hún ekkert meiri en á Akureyri. Kannski finnur maöur ekki fyr- ir hraöanum því aö maöur er alltaf á sama svæöinu, ekur aö heiman frá sér á morgn- ana niður í leikhús og heim aftur að kvöldi. Stundum tek ég aö mér önnur verkefni og þá eru þau í Ríkisútvarpinu, sem er hér í nágrenninu, eöa ég les inn á auglýsingar. Ég hef ekki fundið fyrir miklum mun á Akureyri og Reykjavík aö þessu leyti." - Er ekki leikhúsið svona eins og verndaður vinnustaö- ur, heimur út affyrirsig? „Auövitaö er þaö svo - og þó, okkur starfsfólkinu þykir þetta bara vera ósköp venju- legur vinnustaöur. Þaö má segja aö leikhúsið sé lokaöur heimur þangaö til við opnum það fyrir áhorfendum á frum- sýningu." ALLTAF SIGLFIRÐINGUR Theodór hafði umsjón meö sviðsetningu síldarævintýris- ins í fæöingarbæ sínum, Siglufiröi, tvær síðustu versl- unarmannahelgar. Hann seg- ist vera Siglfirðingur í húö og hár og þangað fari hann eins oft og hann komi því viö. „Um nokkurra ára skeið, þangað til fyrir tveimur árum, fór ég alltaf einn og upp í fjóra túra á togara frá Siglufirði í sumarfríinu. Ég hafði óskap- lega gaman af þeirri tilbreyt- ingu - aö lifa um skeið í þessu gjörólíka umhverfi. Síldarævintýrið tvær síö- ustu verslunarmannahelgar hefur fært okkur heim sanninn um aö Siglufjörður skipar stór- an sess í hugum allrar þjóöar- innar. Á síldarævintýriö kom fólk úr öllum landshornum og rifjaöi upp liöna daga í yndis- legu veöri og huggulegheit- um. Ekki bara gamlir Siglfirö- ingar, ekki bara fólk af plön- unum hér áður fyrr heldur all- ir, meira aö segja menn innan úr Skagafiröi. Þetta voru ynd- islegir dagar og þaö var gam- an aö skipuleggja þessa há- tíö, þó þaö hafi veriö mikil vinna og törnin stæði frá morgni og fram á miðjar næt- ur.“ Aö síðustu var Siglfirðingur- inn spurður aö því hvort hann teldi sig aldrei í hópi Skagfirð- inga, úr því aö fjörðurinn litli heyrði til Skagafjarðarsýslu. „Þaö er töluvert mikill mun- ur þar á. Þegar ég var aö al- ast upp höföu Siglfirðingar miklu meiri samskipti viö Eyja- fjörö en Skagafjörð. Stærstan hluta ársins var ekki hægt aö komast frá Siglufirði nema sjóleiöina og þá var siglt á milli meö flóabátnum Drangi. Þess vegna þótti manni Eyja- fjöröur miklu nær. Þaö voru engar ferðir á Sauðárkrók, hins vegar var siglt til Akur- eyrar meö viðkomu í Hrísey. í huganum var Akureyri eins og stóri bróöir sem gott var að sækja heim. □ STJÖRNUSPÁ HRÚTURINN 21. mars-19. apríl Gættu vel að orðum þínum upp úr miðjum mánuði því þú gætir átt á hættu aö veröa svolítiö uppstökk(ur). Að ööru leyti er skap þitt Ijúft um þessar mundir, ekki síst kringum 24. október. Góöur dagur 28. október. NAUTIÐ 20. apríl-20. maf Þaö kunna fleiri aö meta þig en þú heldur. Það geislar af þér enda er heilsa þín og gæfa meö besta móti. Njóttu helgarinnar 23.-24. október út í æsar en varastu samt að láta þaö kosta of mikið. TVÍBURARNIR 21. maí-21. júnf Stjörnurnar eru í flók- inni stööu um þessar mundir hvaö tvíburamerkið varðar svo aö þér væri hollast aö halda þig við vanabundin störf. Að vísu er líklegt aö þú fáir fullt af góöum hugmynd- um en hætta er á aö þær geti reynst ótímabærar. KRABBINN 22. júní-22. júlf Áhrif Júpíters frá því fyrr í mánuöinum færast smám saman í aukana meö þeim afleiöingum aö heimili þitt viröist eiga hug þinn meira og meira. Þetta haust veröur þér því friösælla og ró- legra en mörg önnur og Ijúft að sama skapi. UÓNIÐ 23. júlí-23. ágúst Þú ferö aö ná þér á strik eftir rólegheitatímabil og mátt búast við að veröa hrók- ur alls fagnaðar 24. október. Þaö má líka segja aö þú komir til með aö njóta síðustu daga mánaöarins í ríkum mæli þótt þú hafir annars í nógu aö snúast. MEYJAN 24. ágúst -23. sept. Fjármál þín ættu aö vera á grænni grein. Þó er engin ástæöa til að fara út I tvísýn viðskipti að svo stöddu. Rómantíkin segir rækilega til sín 25. október. Þú ert meö pálmann í hönd- unum þessa dagana en lof- aöu ekki upp í ermina þína. VOGIN 24. sept.-23. okt. Seinni hluti október- mánaöar verður þér viö- buröaríkur tími. Vogarfólk með frásagnarhæfileika ætti jafnvel aö halda dagbók. Ekki er hægt aö nefna einn dag öörum fremur svo þú skalt reyna að njóta þeirra sem allra best. SPORÐDREKINN 24. okt.-21. nóv. Nú feröu loksins að sjá fyrir endann á tímabili þrotlausrar þolinmæði því fólk virðist fara aö meta þig aö verðleikum. Þó sakar ekki aö beita skynseminni af og til enda þarftu rækilega á henni að halda 28. október. BOGMAÐURINN 22. nóv.-21. des. Ýmsir straumar virö- ast leggja leiö sína til þín upp úr 19. október. Þaö má því gera ráö fyrir aö þú verðir í mikilvægum samböndum viö fólk. Þau ættu aö ná hámarki um 24. október. Þann dag veitir ekki af aö nota heila- frumurnar. STEINGEITIN 22. des.-19. janúar Þú ert í „sviðsljósinu” um þessar mundir ef svo má segja enda eru áhrif Júþíters varðandi frama þér hliðholl núna. Eftir 25. október er rétti tíminn til aö afla ráölegginga varöandi viðkvæmt mál. VATNSBERINN 20. janúar-18. febr. Haustiö fer vel í þig og þú nýtur hæfileika þinna betur en oft áður. Þó gæti verið hætta á að tilfinningar spili um of inn ( gerðir þínar en þaö gætiröu átt erfitt meö aö ráöa viö. Síðasta vika mánaöarins veröur eftirminni- leg. FISKARNIR 19. janúar-20. mars Aö synda með straumnum er eðli margra fiska og þaö virðast flestir þeirra einmitt eiga í vændum seinni hluta október. Tímabil- iö veröur aö mestu tíðinda- laust ef undan er skilið svolít- ið frávik frá því 23. október. 36 VIKAN 21.TBL. 1992

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.