Vikan


Vikan - 15.10.1992, Side 51

Vikan - 15.10.1992, Side 51
ekki eftir því sem við getum kallað frumeðli. Þetta verður allt að koma af sjálfu sér. Við erum allir meira og minna sjálflærðir. Ragnar: Svo höfum við verið að æfa mikið saman núna. Vikan: Hvenær byrjaðirðu að spila? Ragnar: Fjórtán ára. Ég er tuttugu og fjög- urra ára núna. Ég var eiginlega búinn að leggja trommurnar á hilluna þegar ég byrjaði með Lipstick Lovers. Vikan: í hvaða hljómsveitum hafðirðu ver- ið? Ragnar: Bara óþekktum bílskúrsböndum. Vikan: En þú, Bjarki? Bjarki: Það er það sama með mig. Ég var síðan líka í nokkrum smáböndum i Bandarikj- unum. Þar tóku margir upp hárið og stóðu síðan fyrir framan spegilinn í marga klukku- tíma. Þegar átti að fara að spila gerðist ekk- ert. Menn vissu að það þyrfti ákveðna ímynd, sinntu henni og gleymdu tónlistinni. Hjá okkur í Lipstick Lovers er númer eitt tvö og þrjú að hafa músíkina á hreinu og svo heppilega vildi til að við erum allir svona rokk og ról týpur. Vikan: Sömu týpur segirðu, samt eruð þið eins og gripnir hvor úr sinni áttinni? Bjarki: Já, hann er í vinnunni, ekki ég. Vikan: Léstu þá klippa þig áður en þú komst í viðtalið? Ragnar: Nei, alls ekki. Ég kann bara betur við mig með stutt hár. Samt er ég rokkari af lífi og sál. Ég hef gaman af því að vera fínt klæddur og ég hef gaman af því að vera rokkklæddur þegar ég er að spila. Þetta er hálfgert leiksvið hjá mér. Bjarki: Það er einmitt gott að hafa þá tvo svona vegna þess að þegar fólk sér einhverja tvo síðhærða gaura eins og mig og hinn gítar- leikarann þá heldur það að þetta sé eitthvert þungarokksdæmi en þegar hinir tveir, þessir stutthærðu, bætast við þá er þetta poppdæmi. Við erum þarna einhvers staðar í miðjunni, þetta er bara rokk og ról og búið mál, sko. Við vorum einmitt að pæla í því um daginn hvern- ig við náum sameiginlegri stefnu þrátt fyrir að vera ólíkir þegar við komum saman og spil- um. Vikan: Eruð þið þá ólíkir lika í einkalífinu? Ragnar: Ja, við erum allir á föstu. Vikan: Fjölskyldumenn, jafnvel? Ragnar: Við Heimir eigum báðir börn. i' 21.TBL. 1992 VIKAN 51

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.