Vikan


Vikan - 15.10.1992, Blaðsíða 62

Vikan - 15.10.1992, Blaðsíða 62
TEXTIOG UÓSM.: GUNNAR H. ÁRSÆLSSON T Fimm fræknir á sínum tíma, Frankie Goes to Hollywood. Frá vinstri: Peter Gill, Brian Nask, Holly Jokn- son, Paul Rutkerford og Mark O’Toole. lakaðu á eða Relax i heitir lagið á frummál- inu. Nafn hljómsveitar- innar, sem flutti það lag, var ennþá skrýtnara; Frankie Goes to Hollywood, eftir ferðalagi sem Frank Sinatra tók sér fyrir hendur til háborg- ar kvikmyndanna á sínum tíma. STOFNUÐí BÍTLABORGINNI Fyrir nákvæmlega tíu árum, í bítlaborginni Liverpool á Eng- landi, var hljómsveitin stofnuð. Það voru þeir Holly Johnson (söngur), Paul Rutherford (söngur og dans), O’Toole (bassi), Pei (trommur) og Brian Nas. ar). Boltinn fór að rúlla eft. þeir komu fram f þekktum varpsþætti hjá John Peel , rás 4 í BBC og sjónvarps- þættinum The Tube. Fljótlega réð maður nokkur að nafni Trevor Horn, sem nú er einn fremsti upptökustjóri popp- geirans, þá til fyrir- tækis sfns, ZangTuum T u u m h I j ó m - platna. (nóvem- ber 1983 hóf fyrsta afurð Frankie - áð- urnefnt lag, Relax - för sína um breska vinsældalistann og í janúar 1984 var Relax komið inn fyrir topp 10. Þegar lagið komst svo í sjötta sæti listans gerðist það að morgunpiötu- snúður nokkur hjá BBC, Mike Read, lýsti vanþóknun sinni á textanum og umslagi plötunn- ar. Afleiðingin var sú að lagið var bannað rétt áður en það átti að fara i fyrsta sæti list- ans. Betri auglýsingu var ekki hægt að hugsa sér. Bannið kom heldur ekki í veg fyrir að lagið settist á toppinn og þar sat það í fimm vikur. Samtals var Relax fjörutíu og átta vikur á lista eða ellefu mánuði og er það þriðja lengsta dvöl lags á lista frá upphafi. Alls seldist Relax í um 1,8 milljónum ein- taka í Bretlandi en fór einnig sigurför um Evrópu og Banda- ríkin. FRANKIE-ÆÐI í kjölfar lagsins braust út Frankie-æði í Evrópu og bolir með alls konar Frankie-slag- orðum seldust betur en heit- ustu lummur. Næsta lag með Frankie Goes to Hollywood, sem náði vinsældum, var stríðsádeilan Two Tribes. Það sat níu vikur llmslagió sem geröi allt vitlaust, Relax. A bakhliö þess er mynd af hönd sem togar í járnhring sem hefur verið festur í geirvörtu á karlmanni. Oj barasta! Lagiö er samt einn besti poppsmellur em framleiddur hefur veriö. í toppsæti breska vinsælda- sæidalistans og seldist í um 1,5 milljónum eintaka í Bret- landi. í desember 1984 var það svo kraftur ástarinnar eða The Power of Love sem sett- ist í efsta sæti vinsældalistans og þar með jafnaði Frankie met Gerry & The Pacemakers sem árið 1963 náðu toppsæti með fyrstu þremur smáskífun- um sínum. Breiðskífan Welcome to the Pleasuredome, sem Relax og Two Tribes voru á, seldist f um 1,1 milljón eintaka og setti met í fyrirframsölu. Framhald- ið var ekki eins glæsilegt og platan frá 1986, sem hét ein- faldlega Liverpool, gerði enga stórkostlega lukku, þrátt fyrir að eitt lagið á henni, Rage Hard, næði nokkrum vinsæld- um og 84 milljónum ísl. króna hefði verið kostað til. Eftir þá plötu hætti þetta stúdíóundur störfum en marg- ir héldu því fram að velgengni sína ætti Frankie einvörðungu að þakka hreint frábærum upptökustjóra. Einnig áttu lög- fræðilegar deilur innan hljóm- sveitarinnar stóran þátt í því að hún hætti. HVAÐ GERA ÞEIR NÚ? Síðan þetta var hefur lítið markvert gerst hjá þeim félög um. Holly Johnson gaf þó árið 1990 út plötuna Blast og af henni náðu lögin Americanos og Love Train nokkrum vin- sældum. Hann er sem stend- ur að leita sér að útgáfufyrir- tæki eftir að MCA lét hann flakka. Brian gítarleikari sneri sér aftur að rafvirkjun, Mark bassaleikari flutti til Los Ang- eles, vann þar eitthvað með hljómborðsleikara en ekkert kom út úr því, flutti síðan aftur til Englands og reynir áfram fyrir sér í tónlistinni. Paul Rutherford hefur að undanförnu unnið við útlits- hönnun en einnig eitthvað í tónlist með Bruce Smith úr Public Image Ltd. og er sem stendur að vinna sjálfur sitt eigið efni fyrir sólóplötu. Peter trommuleikari er enn- þá í tónlistinni, var einn þriggja í hljómsveit sem bar heitið Love Station en hefur nýverið stofnað hljómsveit sem kallar sig Slam. Þessi urðu örlög hljómsveit- arinnar sem setti allt á annan endann í breskum poppheimi árið 1984. □ ú líður að því að fyrsti diskur hljómsveitarinn- ar Jet Black Joe komi í hillur plötuverslana. Áætlað- ur útgáfudagur er 15. október. Diskurinn ber einfaldlega heiti hljómsveitarinnar, inniheldur ellefu lög og skiptist til helm- inga hvað varðar róleg lög og keyrslulög. Upptökum stjórnaði Eyþór Arnalds í Todmobile eins og Vikan sagði frá í 15. tbl. í spjalli við Gunnar Bjarna Ragnarsson gitarleikara kom fram að upptökurnar hefðu gengið framar vonum og að um töluverða tilraunastarf- semi hefði verið að ræða. Hann sagði þá hafa legið mik- ið yfir trommuhljómi, verið að ► Jet Black Joe á Coca Cola rokkínu. Eins og sjá má hafa þeir svolítiö sérstaka sviðsframkomu. Hún spillir þó engu - nema síöur sé. leika sér með að hafa gítarleik aftur á bak og fleira í þeim dúr. Fyrirhafnarsamasta lagið á upptökustiginu sagði Gunn- ar hafa verið lag sem ber heit- ið Falling og er róleg ballaða. Varðandi texta á plötunni sagði Gunnar þá fjalla um ým- islegt en nefndi dæmi úr lag- inu Chics in the House þar sem útgangspunkturinn væri sá hvað þeim hefði gengið mun betur í samskiptum við hitt kynið eftir að þeir tóku upp gítarana. Hann sagði lagið vera jafnt ádeilu á þá sjálfa sem og fyrirbærið rokk og ról. Jet Black Joe voru á fullu f allt sumar og hafa reyndar verið það frá því þeir hófu samstarfið fyrir tæpu ári. Hvaða tónleikar skyldu hafa verið skemmtilegastir? „Það voru tónleikar sem við héldum í MR um daginn," segir Gunn- ar Bjarni og bætir við: „Það sást ekki vín á nokkrum ein- asta manni en samt var alveg meiri háttar tryllt stemmning. Svo lentum við í því að spila í brúðkaupi í sumar og það var líka skemmtilegt. Einnig spil- uðum við fyrir hóp af krökkum í Njarðvík og það var mjög gaman.“ Eins og venja er ætlar hljómsveitin Jet Black Joe að halda útgáfutónleika. „Þeir verða tveimur til þremur vik- um eftir að platan kemur út og það verður mikið um dýrðir vegna þess að við verðum með gott Ijósakerfi sem á að gefa frá sér mikið litaflóð,” sagði Gunnar Bjarni að lok- um. Óhætt er að fullyrða að langt er síðan blaðamaður hefur beðið innlendrar plötu með viðlíka eftirvæntingu. □ 62 VIKAN 21.TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.