Vikan


Vikan - 16.06.1993, Blaðsíða 7

Vikan - 16.06.1993, Blaðsíða 7
ESTHER ERLINGSDÓTTIR, ÞRIÐJI ÞÁTTTAKANDINN í FORSÍÐUKEPPNINNI: MÉR LÍÐUR VEL FYRIR FRAMAN MYNDAVEUNA Esther er 19 ára, verður tvítug þann 29. júlí. Hún er 173 sentímetrar að hæð, með dökkt hár og blá augu. Foreldrar hennar eru Fjóla Sigríður Hoblyn og Unn- ar Erling Óskarsson. Hún er í Ijónsmerkinu og segist búa yfir ýmsu því sem sagt er ein- kenna fólk í því merki. „Það þarf að fara rétt að Ijóninu, það hefur mikið að segja. Ég er mjög frek og býsna skapstór." Esther er fædd og uppalin í Reykjavík en hefur búið í Keflavík síðasta eitt og hálft árið þar sem sambýlismaður hennar starfar sem pitsubak- ari. Saman eiga þau sex mán- aða gamlan son. Esther var á heimavistar- skóla á Núpi í Dýrafirði þar sem hún lauk grunnskólaprófi. Þá kom hún suður og fór að vinna við ýmis störf, varð barnshafandi upp úr því og starfar nú sem húsmóðir. „Mér finnst alveg meiri hátt- ar að vera með syni mínum og annast hann. Annars kann ég mjög vel við mig í Keflavík. Ég þarf síður en svo að láta mér leiðast. Mér hefur verið tekið mjög vel og hef eignast marga vini og kunningja þar. Þarna búa jafnframt móðursystkini mín og hafa þau tekið frábærlega á móti mér. Þar fyrir utan er rosalega skemmtilegt að fara út að skemmta sér í Keflavík þó að ég sé ekkert mikið fyrir það nema af sérstöku tilefni. Mér finnst betra að fara sjaldnar og skemmta mér vel en að fara oft og þykja það hversdags- legt. Á skemmtistaðnum Þot- unni hittir maður margt gott fólk. Keflvíkingar eru bæði hlýir og opnir. Þeir bjóða alla vel- komna og maður er fljótur að kynnast þeim.“ FULLTRÚI SUÐURNESJA Esther er spurð að því hver framtíðaráformin séu. „Mig langar að eignast fleiri börn en ætla að láta það biða um sinn. Núna hef ég mestan áhuga á að fá að spreyta mig á fyrirsætustörfum. Ég hef haft hug á því um nokkurt skeið og hef verið að reyna að koma mér á framfæri. Til dæmis hef ég tekið þátt í keppninni um titilinn ungfrú Reykjavík og Ford-keppninni. Ég hlaut annað sætið í fyrir- sætukeppni Suðurnesja á dögunum og þá féll það í minn hlut að vera fulltrúi Suð- urnesja í forsíðukeppni Vik- unnar og Wild. Mér hefur þótt þetta ofsalega spennandi. Mér líður mjög vel fyrir framan myndavélina og hef gaman af að sýna föt.“ Esther segist ekki bara hafa gaman af að sýna föt, hún sé háð því að geta keypt sér fallegar flíkur öðru hverju þegar fjárráð leyfi slíkt. „Ég get ekki saumað á mig sjálf, því miður. Það er eitthvað sem ég virðist ekki geta lært.“ Aðspurð um hvort gifting standi fyrir dyrum segir Esther að slíkt sé ekki á dagskránni í bráð. „Maður verður svo full- orðinn við að giffast, þess vegna vil ég bíða með það í nokkur ár. Ég er búin að finna draumamanninn. Hann er 23 ára og stærri en ég, dökk- hærður með græn augu. Hann er frá Chile í aðra ætt- ina og íslendingur í hina, ég er mjög ánægð með hann. Hann hefur stutt mig dyggi- lega meðan á undirbúningi hinna ýmsu keppna hefur staðið og hvatt mig til dáða. Ég á líka svo góða fjölskyldu í Keflavík sem hefur hjálpað mér mikið.“ □
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.