Vikan - 16.06.1993, Qupperneq 14
Þá er komið aö því að bragða á brúðartertunni.
Arnar Guömundsson Hrafnkelssonar vildi
ólmur komast til mömmu þegar hún kom í
veisluna aö lokinni myndatöku.
Gummi og
Halldór,
sem nú er
oröinn
mágur
hans,
þóttu ekki
mjög lið-
iækir viö
skreytingu
á salnum
en betri
en enginn
þegar kom
aö tækni-
málunum.
sjálfur og það kostar blóð,
svita og tár. Valdís og Gummi
völdu síðari kostinn og því var
unnið dag og nótt í eldhúsinu
heima hjá foreldrum Valdísar
síðustu dagana fyrir brúðkaup-
ið. Pinnamaturinn var ákaflega
górnsætur að mati sælkera
Vikunnar og tíma ættkvenna
Valdísar vel varið í undirbún-
ing hans. Meðal þess sem var
á boðstólum voru skinkurúllur
með aspas og rjómaosti, döðl-
ur fylltar með gráðaostmauki
og litlar kjötbollur með súrsætri
sósu. Þessu góðgæti var svo
skolað niður með ítölsku Asti
Gancia freyðivíni sem kitlar
bragðlaukana svo um munar.
Aö sjálfsögöu fengu brúöhjónin fyrst allra aó bragða á krás-
unum. Allur pinnamaturinn var heimatilbúinn.
Þrjár mínútur í þrjú, Valdís vill ólm drífa í því aö gifta sig en
Pálmi prestur róar hana niöur og gefur gestum tækifæri til
þess aö setjast i sæti sín.
Brúðartertan var sömuleiðis
heimatilbúin, bökuð í eldhús-
inu á bernskuheimili Valdísar.
Það er ekki amalegt að gifta
sig inn í fjölskyldu þvílíkra
myndarkvenna!
TÖFRASTUNDIN
NÁLGAST
Þegar allur undirbúningur er
að baki, veisluföng komin á
sinn stað, hár brúðarinnar
komið í skorður og andlits-
farðinn orðinn óaðfinnanleg-
ur fer spennan að magnast.
Brúðguminn og faðir hans
mæta f kirkjuna og taka á
móti gestum á hefðbundinn
hátt, sitja uppi við altarið,
standa upp og hneigja sig
þegar gestir koma í kirkjuna.
Á meðan leggja brúðurin og
faðir hennar lokahönd á und-
irbúning hennar og stíga inn
í brúðarbílinn fagurlega
skreyttan. Gestirnir tínast inn
f kirkjuna, þeir allra síðustu
hlaupa síðasta spölinn til að
verða á undan brúðinni. Svo
er öllu stressi lokið. Prestur-
inn segir nokkur uppörvandi
orð við brúðina í anddyrinu
áður en hann gengur inn
gólfið, kemur sér fyrir uppi
við altarið og gefur organ-
leikaranum merki um að
byrja á brúðarmarsinum. Þá
upphefst tignarlegasta and-
artak dagsins. Brúðurin og
faðir hennar sigla inn gólfið
og gamlar frænkur átta sig á
því að þarna fer litla rósin
þeirra, orðin kona.
í brúðkaupi Guðmundar og
Valdísar gekk allt upp. Veðr-
ið var fállegt, sólin skein en
örlítill næðingur var uppi á
hæðinni þar sem Kópavogs-
kirkja er. Engar uppákomur
urðu sem komu brúðhjónun-
um úr jafnvægi, Arnar sonur
þeirra varð að vísu aðeins
að láta Ijós sitt skína en
hann var í „gjörgæslu" hjá
Halldóri bróður Valdísar.
Arnar lét að vísu ekki verða
af því að segja uppáhalds-
setninguna sína, „áfram Val-
ur“, en lét samt nokkur
skondin ummæli flakka.
Séra Pálmi flutti fallega
ræðu um vinskapinn og
keppnina á velli lífsins þar
sem tveir standa oftar en
ekki í markinu! Mjög falleg
og skemmtileg ræða eins og
Pálma er von og vísa. Er at-
höfninni lauk var hrísgrjónum
sáldrað yfir brúðhjónin og
þau hurfu inn í brúðarbílinn
og brunuðu á braut.
Eftir Ijósmyndatöku birtust
brúðhjónin í Breiðfirðingabúð
þar sem þau voru hyllt og
skáluðu við gestina í freyði-
víni. Þau fengu svo heldur
en ekki hlýlegar móttökur frá
syni sínum, Arnari. Eftir að
gestir höfðu gætt sér á mat
og drykk var komið að kaff-
inu og brúðartertunni sem
eins og áður segir var
heimabökuð. Gestir gerðu
henni góö skil og kvöddu
sfðan brúðhjónin sem héldu
upp í sumarbústað þar sem
þau dvöldu fyrstu tíu hveiti-
brauðsdagana, fyrir utan
laugardaginn 5. júní er þau
voru viðstödd brúðkaup
Geirs Sveinssonar og Guð-
rúnar Arnarsdóttur. Þau voru
í sömu sporum og Gummi og
Valdís, höfðu ekki haft tíma
til þess að gifta sig fyrir
handboltakeppnum síðustu
árin. □
14VIKAN 12. TBL. 1993