Vikan


Vikan - 16.06.1993, Side 16

Vikan - 16.06.1993, Side 16
ÞEIRRA FYRSTU KYNNI Þar sem við höfum verið að fjalla um brúðkaup og undir- búning þeirra hér á síðunum á undan látum við fylgja upprifjun úr gömlum Vikum á frásögn nokkurra þjóð- kunnra íslendinga á því hvernig fundum þeirra og makanna bar saman. Frásagnirnar eru að vonum misjafnar eftir því hver í hlut á en það á við um allmörg þessara hjóna eins og svo víða í kringum okkur að kynnin hófust æði oft á dans- leikjum eða skemmtunum. Lítum á þetta. JÓN R. RAGNARSSON OG PETRA BALDURSDÓTTIR „í hvaða merki ert þú fædd?” spurði ókunnur piltur Petru Baldursdóttur þegar hún sté inn í sjoppuna við hlið Stjörnubíós. Ökukappinn Jón R. Ragnarsson var að lesa stjörnuspána í Vikunni og þótti tilvalið að spyrja að- komumeyna. Petra svaraði að bragði að hún væri í steingeit- inni sem var einmitt merki Jóns og þegar betur var að gáð reyndust þau eiga sama afmælisdag, 12. janúar. Það var ekki að sökum að spyrja, nokkrum dögum seinna voru þau farin að hittast daglega. Þann 13. október 1962 lá leið þeirra síðan upp að altarinu en Jón hafði fengið undan- þágu til að giftast því hann var aðeins sautján ára gamall. Petra var tveimur árum eldri, nítján ára. Sumir höfðu ótrú á að hjónaband, sem stofnað væri til þrettánda dag ein- hvers mánaðar, myndi bless- ast en hjónin segja þrettán vera góða tölu fyrir þau. GUDMUNDUR J. GUÐMUNDSSON OG ELÍN TORFADÓTTIR Það var snjóbolti sem var að- dragandinn að sambandi verkalýðsleiðtogans Guð- mundar Jaka og konu hans, Elínar. Þau gengu í sama barnaskóla en það var ekki fyrr en í gagnfræðaskóla að Guðmundur henti hinum ör- lagaríka snjóbolta i Elfnu. Hún svaraði fyrir sig og fljótlega eftir það fóru þau að vera saman. Guðmundur segir að hann hafi gjóað augunum við og við til Elínar og veitt því at- hygli að því var ekki illa tekið. Því fór sem fór. Guðmundur og Elin giftu sig 3. júlí 1948 hjá borgardómara. Brúð- kaupsferðin var rútuferð til Þingvalla, þar sem' þau borð- uðu saman góða máltið, gistu á Valhöll eina nótt og tóku svo rútuna í bæinn daginn eftir. SIGURJÓN PÉTURSSON OG RAGNA BRYNJARSDÓTTIR Margar ástarsögurnar gerast á sjúkrahúsum og ástarsaga Sigurjóns Péturssonar borgar- fulltrúa og konu hans, Rögnu Brynjarsdóttur, hófst einmitt á sjúkrahúsi. Sigurjón lá veikur af berklum og sjúkraliðinn Ragna færði honum mat á bakka. Sjúkralegan varði í eitt ár og á þeim tíma tókust góð kynni milli Sigurjóns og Rögnu. Á haustdögum var Sigurjón orðinn nógu góður til að fá að skreppa á gömlu dansana í Þórskaffi og með honum í för var einmitt Ragna. Það var á þessu balli að þeim varð Ijóst hvert stefndi og þau líta á þetta kvöld sem upphafið að sam- bandi þeirra. Mánuði síðar gekkst Sigurjón undir lungna- aögerð og var fjarlægt úr hon- um eitt rif en hann fékk konu f staðinn, eins og hann segir. Hringana settu þau upp 17. júní 1961 og 11. nóvember sama ár heimsóttu þau dóm- ara og létu pússa sig saman. Um kvöldið fóru þau út að borða til hátíðabrigða. 16VIKAN 12.TBL. 1993

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.