Vikan


Vikan - 16.06.1993, Side 18

Vikan - 16.06.1993, Side 18
AÐALHEIÐUR BJARNFREÐSDÓTTIR OG GUÐSTEINN ÞORSTEINSSON Guðsteinn Þorsteinsson var hreint ekki æskuástin hennar Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur, fyrrum þingmanns og verka- lýðsleiðtoga. Það var ekki fyrr en þau voru á fimmtugsaldri að þau kynntust en segja ást- ina geta gripið fólk á þeim aldri eins og unglingana. Þrátt fyrir að þau væru komin til vits og ára eða kannski vegna þess að þau voru komin til vits og ára voru þau ekki að ana í neitt heldur bjuggu sam- an í fimm ár áður en þau létu verða af því að láta pússa sig saman, 10. október 1968, á fimmtugsafmæli Guðsteins. Fyrsta fund þeirra hjóna bar einmitt upp á afmælisdag Guðsteins nokkrum árum áður, er Aðalheiður réð sig til hans sem ráðskona í sveit. Hún dreif sig í að baka pönnukökur í tilefni dagsins og þar með virðist björninn hafa verið unninn. Hver kann- ast ekki við málsháttinn um að leiðin að hjarta mannsins liggi í gegnum magann? tveimur árum áður. Að sýn- ingu lokinni hittust þau svo í Þjóðleikhúskjallaranum og Valdimar bauð henni upp í dans. Fljótlega fóru þau að hittast reglulega og skrifuðust á þegar Kristín fór til fimm mánaða dvalar á Spáni. Brúð- kaupið var svo haldið 19. mars 1963 í kapellu Há- skóla íslands, þar sem Kristín gaf Valdimar olnbogaskot er presturinn sagði að konan skyldi vera manni sínum und- irgefin. Valdimar segir jafnrétt- isbaráttu þeirra hafa byrjað þá. ÓMAR RAGNARSSON OG HELGA JÓHANNSDÓTTIR Ómar Ragnarsson, skemmti- kraftur og fréttamaður, er þekktur fyrir allt annað en að tvínóna við hlutina. Það var ekki liðinn mánuður frá því ir, að segja já eða nei. Hún tók fyrri kostinn. Þegar þetta átti sér stað var aðeins liðinn tæpur mánuður frá því þau höfðu hist á dansnámskeiði. Þar tróð Ómar Helgu um tær en í sárabætur bauð hann henni far heim að tíma lokn- um. Dansnámið varð hins vegar ekki langt hjá Ómari því um leið og Helga var búin að játast honum lét hann dansinn lönd og leið - enda búinn að ná sér í konu. Á þessum tíma var Ómar að byggja og kleip af víxli, sem hann fékk vegna íbúðarinnar, til að kaupa hringana. Á gamlárskvöld sama ár var síðan efnt til brúðkaups. BJARNI FELIXSON OG ÁLFHEIÐUR GÍSLADÓTTIR Neistinn milli hjónanna Bjarna Felixsonar, fyrrum knattspyrnumanns og í- þróttafréttamanns, og Álf- heiðar Gísladóttur kviknaði 1959 er hann bauð henni upp í dans í KR-boði heima hjá Gísla Halldórssyni, þá- verandi forseta ÍSÍ. Álfheiði leist samt ekki meira en svo á piltinn í byrjun því henni fannst hann bæði montinn og uppáþrengjandi. Bjarni var þó ekki á því að gefast upp og þegar hann uppgötv- aði að stúlkan vann í næsta húsi við hann herti hann upp hugann og bauð henni í bíó. Smám saman vann Bjarni hug og hjarta Álfheiðar og þrem árum síðar, 1962, var VALDIMAR ÖRNÓLFSSON OG KRISTÍN JÓNASDÓTTIR Á jólum árið 1961 var leikritið Skugga-Sveinn frumsýnt í Þjóðleikhúsinu. I einu aðal- hlutverkanna var skíðakapp- inn Valdimar Örnólfsson en hann lék Harald. Meðal áhorf- enda sat ung flugfreyja, Krist- ín Jónasdóttir, sem með réttu hefði átt að vera í Hamborg vegna starfs síns. Hún var hins vegar staðráðin í að missa ekki af þessari frum- sýningu, ekki síst vegna þess að hún vildi sjá sjarmörinn Valdimar sem hún hafði verið kynnt fyrir í Austurstræti hann hitti Helgu nokkra Jó- hannsdóttur, í febrúar 1961, þar til hann læddist í skjóli nætur með bréf sem hann stakk inn um bréfalúguna heima hjá henni. í bréfinu var bónorð í bundnu máli. Helga tók bónorðið ekki hátíðlega í fyrstu en í því fólust tveir kost- brúðkaupið ákveðið. En fót- boltinn átti líka sterk ítök í Bjarna og svo fór að brúð- kaupinu var frestað vegna fótboltaleiks. Þann 3. júní sama ár létu þau þó til skar- ar skríða og að lokinni athöfn fóru þau í leikhúsið og sáu My Fair Lady. □ 18VIKAN 12.TBL.1993

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.