Vikan


Vikan - 16.06.1993, Síða 19

Vikan - 16.06.1993, Síða 19
TEXTI: ÞORSTEINN EGGERTSSON «uv.iw.\y; Þegar hjón hafa verið gift í eitt ár eiga þau papp- írsbrúðkaup. Þá er við hæfi aö þau gefi hvort öðru eitthvað úr pappír, svo sem bók eða mynd. Ári seinna eiga þau baðmullarbrúðkaup og þá er viðeigandi að gefa til dæmis eitthvað fatakyns úr baðmull. Svona heldur þetta áfram og á hverju ári heitir brúðkaupsafmælið nýju nafni fram að fimmtán ára afmæl- inu. Eftir það er afmælunum aðeins gefið nafn á fimm ára fresti þar til demantsbrúð- kaupi hefur verð náð. Það er haldið hátíölegt þegar hjón hafa verið gift í sextíu ár en demanturinn er tákn varan- leikans enda harðasta efnið sem finnst [ náttúrunni. Ef hjón ná þeim áfanga að halda upp á 75 ára brúðkaupsaf- mæli er demantsbrúðkaup í annað sinn. Nöfnin á þessum afmælum hafa víða verið birt og ber að mestu leyti saman. Eftirfar- andi listi er tekinn úr litmynda- listanum frá Gulli & silfri. Hann er alveg réttur og brúð- kaupin eru kennd við eftirfar- andi efni: 1. Pappír 2. Baðmull 3. Leður 4. Ávextir og blóm 5. Tré 6. Járn 7. Kopar (eir) 8. Brons 9. Leir 10. Tin 11. Stál 12. Silki 13. Blúnda, kniplingar 14. Fílabein 15. Kristall 20. Postulín 25. Silfur 30. Perla 35. Kórall 40. Rúbín 45. Safír 50. Gull 55. Smaragður 60. Demantur 75. Demantur Smókingskyrtur í öllum stœrðum. Silkilindar, slaufur og klútar. Borgarkringlunni • Sími: 677820 12.TBL. 1993 VIKAN 19

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.