Vikan


Vikan - 16.06.1993, Page 21

Vikan - 16.06.1993, Page 21
kaupsdaginn tekur alvaran við og hveitibrauðsdögunum fylgir hversdagurinn með sitt dag- lega amstur. Hvernig þá tekst til er undir báðum hjónunum komið og hvernig þau eru undir hjónabandið búin. Við sækjum skóla og námskeið í öllu hugsanlegu; förum með hundana á námskeið til að læra að umgangast þá rétt, getum lært eitt og annað á fjölmörgum námskeiðum sem í boði eru en það er sorgleg staðreynd að í öllum okkar kerfum fyrirfinnast vart nám- skeið um hjónabandið, raun- veruleikann sem tekur við af væntingunum og hvernig við eigum að umgangast hvert annað í sambúð svo vel fari. Sama sorglega staðreyndin blasir við um hlutverk foreldra. Verðandi foreldrar geta hvergi leitað sér tilsagnar um uppeldi og umönnun barna en það er önnur saga. Snúum okkur aftur að brúð- kaupsdeginum og hjónaband- inu. „Þau giftu sig og lifðu hamingjusöm til æviloka,” er setning úr ævintýrum. Von- andi gerast ævintýrin enn en hitt er tíðara, að hjón þurfi að horfast í augu við að hjóna- bandið er ekki dans á rósum. Það hefur lengst af fylgt hjónavígslunni að hjón eru sögð vera eitt. Það er auðvit- að reginmisskilningur. í hjóna- bandi eru tveir einstaklingar sem þurfa að gefa og þiggja til skiptis, virða, umbera og síðast en ekki síst fyrirgefa. Kannski má nota eitt orð um þetta allt og það er orðið kær- leikur. Rósrauðir dagar róm- antíkur og hrifningar taka enda ef hjónum tekst ekki að höndla hversdaginn með hin- um óumflýjanlegu árekstrum sem fylgja mismunandi þörf- um og væntingum tveggja einstaklinga. Kærleikurinn er nefnilega ekki stundarhrifning nó ástríða. Kærleikann þarf að rækta og að honum þarf að hlúa. Brúðkaupsdagurinn er upphafið að miklu starfi sem útheimtir tveggja manna stranga vinnu. Margir hafa upplifað yndislegan brúð- kaupsdag, átt fallegar myndir til minningar um hann, myndir sem tróna á hillum og borðum en hafna að lokum ofan í kassa eða ruslafötu vegna ó- fara í hjónabandi sem endar í skilnaði. Þá verður minningin um brúðkaupsdaginn aðeins hjóm. Brúður, sem gengur inn kirkjugólfið, er full vonar. Sama er að segja um brúð- gumann sem stendur og horfir með aðdáun á stúlkuna sína, sem aldrei hefur verið jafnfal- leg. Aðeins þau tvö geta séð til þess að skugga beri ekki á minninguna um þennan stóra dag í lífi þeirra. Ef þau geta til- einkað sér orðin sem hér fara á eftir þurfa þau engu að kvíða: „Kærleikurinn er lang- lyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsam- ur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langræk- inn. Hann gleðst ekki yfir ó- réttvísinni en samgleðst sann- leikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, um- ber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.” □ (Úr 13. kalla Kóríntubréfs.) ◄ Aðal- heiður Einars- dóttir. Hár- greiðsla: Snjólaug Kjartans- dóttir. ▲ Laufey Bjarna- dóttir. Hár- greiðsla: Jonna (Jóhanna) Jónas- dóttir. VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.