Vikan


Vikan - 16.06.1993, Blaðsíða 29

Vikan - 16.06.1993, Blaðsíða 29
að fara í alvarlega megrun og var reyndar búin að prófa marga kúra án árangurs þeg- ar ég uppgötvaði Zero-3. Ég hafði líka reynt að stunda leik- fimi og fara reglulega ( trimmtæki. Ég var búin að hugsa mig lengi um þegar ég lét loks til skarar skríða og byrjaði. Árangurinn varð sá að ég missti 41 kíló á einu ári. Fyrstu vikurnar gekk þetta mjög vel en svo komu tímabili þegar þyngdin stóð í stað, tvær til þrjár vikur. Þá er mikil- vægt að gefast ekki upp held- ur halda áfram. Gott er að vigta sig alltaf á sömu dögum, ég geri það alltaf á laugardög- Hér og á stóru myndinni sjá- um vió Hrafnhildi í dag. Manni hennar hefur veriö óskaó til hamingju með nýju konuna! Hún dauósér eftir aó hafa ekki farió fyrr i megrun. um. Ég hef ekki átt í neins konar erfiðleikum í tengslum við megrunina og hef ekki orðið vör við neinar aukaverk- anir af hylkjunm." - Stundaðirðu íþróttir með? ..Nei, ég vildi prófa að vera i þessu eingöngu." VERA STAÐFASTUR - Er þetta kannski eins og að hætta að reykja. þegar fólk ákveður að grenna sig veru- lega? ..Ég get trúað að þetta sé svipuð ákvörðun þó að ég hafi aldrei reykt sjálf. Maður þarf að vera staðfastur og má ekki vorkenna sjálfum sér. Ég gerði það kannski fyrstu vik- urnar og hugsaði mikið um hvað aðrir mættu borða en ekki ég sjálf. Ég hef gætt þess að sneiða hjá öllum sætindum og vera alltaf með- vituð um það sem ég set ofan i mig, annars getur maður skemmt fyrir sér. Það má flytja til dagana sem maður borðar ekkert ef manni er til dæmis boðið út að borða eða vill af sérstökum ástæðum geta notið matar og drykkjar. Ég þurfti að gera slikt nokkuð oft fyrst eftir að ég byrjaði og á tímabili hélt ég að þetta mundi ekki hafast." - Hvernig líður þér þá daga sem þú mátt ekki borða? „Ég hugsa ekkert út í það, þetta er eins og hver annar vani. Maður verður saddur af hylkjunum og þarf ekki að borða neitt annað þann dag- inn. Hina dagana borða ég heldur ekki eins mikið og ég gerði áður en megrunin hófst. Matarlystin minnkar sjálfkrafa, löngunin verður minni, slíkt gerist mjög fljótlega." - Hversu lengi hafðir þú verið ofþung? „í tólf til fimmtán ár. Ég var farin að finna fyrir þessu og offitan var farin að há mér. Þetta er allt annað líf núna. ekkert sambærilegt, en það sér maður auðvitað ekki fyrr en eftir á. Mér líður miklu bet- ur að öllu leyti og dauðsé eftir að hafa ekki gert þetta löngu fyrr. Þetta hefur líka breytt ýmsu fyrir mig varðandi sam- skipti við annað fólk og ég er duglegri en áður að fara út á meðal fólks. Þess má líka geta að ég nota nú föt sem eru sjö númerum minni en ég notaði þegar ég var upp á mitt besta. Fyrstu vikurnar var ég í þvi að þrengja gömlu fötin. það var mjög gaman. Maður- inn minn er afskaplega ánægður með árangurinn og honum hefur jafnvel verið óskað til hamingju með nýju konuna, svo er fólk í gríni að spyrja hvar Hrafnhildur sé. þessi gamla, góða. Ég ætla að halda þessu áfram þangað til ég hef náð kjörþyngd en hún er ekki langt undan." - Verður maður ekki bara háður þessu? ■ „Það held ég ekki. Ég ætla að gæta min á því að hætta um leið og ég hef náð settu marki. Síðan get ég byrjað aftur ef mér sýnist allt ætla sömu leið til baka." Þess má geta að Zero-3 megrunarkúrinn fæst í Heilsu- búðinni við Álfabakka eða Belís-pöntunarsímanum. 91- 667580. - Hvert er hlutfall Banda- ríkjamanna af ferðamönnum sem koma til íslands? Þetta er stærsti hópurinn, um það bil tuttugu og fimm þúsund manns á ári en Þjóð- verjar eru aðeins færri. Heild- arfjöldi ferðamanna er hins vegar um hundrað og fimmtíu þúsund á ári. Það góða við bandarísku ferðamennina er að þeir eyða næstum því tvö- falt á við aðra sem koma en flest fólkið sem við fáum er á leið- inni til Evr- ópu í þriðja eða fjórða sinn. Við fáum fólk sem ferðast mikið og á nóg af pen- ingum. Banda- rísku ferða- mennirnir skila sér líka fyrir utan háannatím- ann en það hefur verið stefnan hjá okkur að teygja úr ferða- mannatímanum eins og hægt er. Ekki má þó leita langt yfir skammt, beint fyrir framan nef- ið á okkur eru tugir þúsunda farþega sem fara í gegnum flugstöðina í Keflavík án þess að fara inn í landið. Lítið er eins og er gert til að laða þetta fólk til (slands. Þessu verður að veita meiri athygli og vera með áróður í gangi á sem flestum vígstöðvum f sam- vinnu við viðkomandi hags- munaaðila. Annað stórt mál, sem er stööugt deiluefni í ferðamálun- um, er hvort við eigum að byggja ráðstefnuhöll á íslandi. Allar siðmenntaðar þjóðir eru með svoleiðis og ástaeðan fyrir því er ósköp einföld - það skilar þjóðarbúinu hagnaði. Þetta á ekkert að vera bitbein en menn hafa verið að velta fyrir sér nýtingunni á húsnæði af þessu tagi. Mín skoðun er sú að ráðstefnuhöll eigi að þjóna einum tilgangi en ekki eigi að vera að rembast við að hafa hana fyrir hljómleikahöll eða annars konar samkomu- stað. Ekki er litið á það sem óeðlilegan hlut þótt frystitog- arar liggi í tugatali við land- Ef tíu þúsund íslenskir hestar væru i Ameríku er enginn vafi á því aö viö fengjum a.m.k. þrjú til f jögur þús. feröamenn tll íslands á ári bara út á þaö. festar þegar ekki gefur á sjó. Menn stökkva ekki til og breyta þeim í skemmtiferðaskip á milli vertíða. Ef málið snýst ekki um fisk- veiðar eða kemur rollum ekki við á einn eða annan hátt er eins og (slendingar eigi erfitt með að sjá hagnaðarmögu- leikana sem eru til staðar. ís- lendingar hafa verið tregir til að fjárfesta í markaðssetningu en það er eina leiðin til að auka ferðamannastrauminn til landsins. Það er í rauninni hægt að líkja ráðstefnuhöll við frystitogara því hún er ekkert annað en staður þar sem hrá- efnið er fólk en ekki fiskur.” Þá er kominn tími fyrir Einar að fara á hádegisfund og við siglum niður Manhattan í gul- um leigubíl. Á leiðinni virði ég fyrir mér mannhafið fyrir utan gluggana og ég hugsa um alla fiskana sem ganga óverkaðir um bæinn. □ Þaö góöa viö banda- rísku feröa- mennina er aö þeir eyöa næstum þvf tvöfalt á vió aöra. 12.TBL. 1993 VIKAN 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.