Vikan


Vikan - 16.06.1993, Qupperneq 30

Vikan - 16.06.1993, Qupperneq 30
JÓNA RÚNA SKRIFAR UM SÁLRÆN SJÓNARMIÐ ÁHRIFAMÁttuR BÆNARINNAR JÁKVÆÐUR HUGUR EÐA NEIKVÆÐUR Enginn vafi er á því aö „góöur hugur" öðrum til handa hefur mikiö að segja en aftur á móti er „slæmur hugur“ öðrum ætlaður afleiddur og vitanlega stórskaðlegur. Við sem höfum kynnst mætti og mikilvægi bænarinnar erum viss um að það borgar sig að nota bænir að staðaldri sjálfum sér og öðrum til blessunar fyrst og fremst. Upp hafa safnast bréf frá fólki sem veltir mikið fyrir sér áhrifamætti bænar- innar og þá oftast aö gefnu tilefni og telur sig meðal annars hafa sannreynt gildi hennar. UPPBYGGILEGT AFL OG NÆRANDI Eitt þessara mörgu bréfa veröur í þessari um- fjöllun samnefnari fyrir flest hinna um svipað efni. Bréfið er frá menntaskólastrák sem hefur þónokkra reynslu af hinum ýmsu blæbrigðum fjölskrúðugs bænalífs. Sem betur fer er hans reynsla í öllum aðalatriðum tilkomin vegna kærleiksríkra bæna öðrum til handa og hon- um sjálfum jafnframt. Hann vill kalla sig dul- nefninu Bangsi. Hann telur sig búa yfir innra afli sem er bæöi uppbyggilegt og nærandi og tengist bænalífi hans öðrum til handa. ÓTTI VIÐ BÖLBÆNIR Hann segir: „Þegar ég var lítill voru mér kenndar bænir og fljótlega fór ég aö veröa þess áskynja aö ég eins og virtist búa yfir einhverjum bænhita eöa einhverju upp- byggilegu og nærandi innra afli sem eins og skilaöi sér til annarra í gegnum bænir mínar þeim til handa. Ef ég baö mjög heitt og af öllum lífs og sálarkröftum fyrir til dæmis einhverju dýranna minna þá var eins og allt breyttist og þeim liöi betur á eftir, ef veik voru.“ Það er sannfæringar- kraftur í umfjöllun hans og orðalagi. Þegar betur er gluggað í bréf Bangsa kemur margt í Ijós. Hann telur sig þrátt fyrir þetta ekkert óvenjulega trúaðan en hann reynir að vera já- kvæður og góðgjarn. Hann óttast mjög „böl- bænir“ hvers konar og ápyr aftur og aftur um gildi þeirra og tilgang. Hann telur sjálfur til- ganginn afar neikvæöan og ömurlegan enda aldrei stundað þannig bænahald sjálfur. FYRIRBÆNIR OG KERTAUÓS Bangsi er einn fimm systkina sem öll eru eldri en hann og komin sitt í hverja áttina. Foreldr- ar hans hafa mikið talað við hann og verið honum þó nokkrir félagar, finnst honum. „Þaö hefur verið venja hjá foreldrum mínum aö biðja fyrir okkur systkinunum, til dæmis þegar við erum í prófum og það hefur ör- ugglega oröiö okkur til góös. Ég hef svo sannarlega fundiö fyrir gildi þess. Það er eins og maður veröi einhvern veginn markvissari og einbeittari ef beðið er fyrir manni af þessu tilefni og kveikt jafnframt fyrir mann á eins og einu kerti." Augljóslega virka þessar andlegu aðferðir foreldranna ákaflega vel. Þrátt fyrir ágætt samband við foreldra og systkini finnst Bangsa eins og eitthvað vanti í samband hans og dýpri tengsl við til dæmis jafnaldrana. Hann segist aldrei ræða andleg mál við vini sína, þeir séu svo töff að það myndi bara ekki þjóna neinum tilgangi. ELSKULEGT OG UPPÖRVANDI SAMBAND „Mig langar aö kynnast sem flestu sem er jákvætt og kýs ekki aö taka þátt í því aö af- skræma þaö sem getur verið yndislegt meö réttu hugarfari eins og til dæmis kynlíf get- ur auöveldlega veriö ef við höfum áhuga. Ég er ástfanginn og tel mig hafa heilmikiö til aö stefna að meö því aö rækta samband mitt og kærustunnar minnar á jákvæöan máta,“ segir hann alvarlegur í bragði. Hér látum við staðar numið í bréfinu og ég sendi honum góðar þakkir fyrir þetta ágæta bréf og ekki síður fyrir uppörvun hans til mín. Hann les bókstaflega allt sem ég skrifa, auk þess sem hann les mörg önnur tímarit Sam- útgáfunnar Korpus og telur sig hafa bæöi gagn og gaman af. Áfram nota ég hyggjuvit mitt, innsæi og reynsluþekkingu til svaranna. ÞRAUTIR MÁLLEYSINGJA Þaö er örugglega heilmikiö til í því sem Bangsi heldur fram og varöar tiltrú hans á áhrifamátt bænarinnar. Hann virðist hafa nokkra reynslu af því að þiðja fyrir öðrum. Það sem mér finnst áhugavert jafnframt öðrum fyrirbænum hans eru þær bænir sem hann hefur ástundaö í þágu dýra. Auðvitað leysist úr læöingi orka sem er lifandi þegar hugur okkar fyllist af bless- unarríkum bænum. Orkan er meira að segja mælanleg. Ef viö hugsum um þær þrautir sem málleysingjar eins og dýr verða stundum aö ganga í gegnum á augnablikum mikilla kvala finnst manni meiri háttar aö vita til þess að strákur eins og Bangsi skuli á stundum eiga þátt í aö auðvelda málleysingjum slíka þján- ingagöngu - einungis með því að hafa getiö sér til um gildi bænarinnar þeim til handa sem finnur til og þjáist, þó viðkomandi sé mállaus hamstur sem ekki getur tjáð sig um þrautir sín- ar. BÆNIR VEGNA ÓLÍKRA ÁSTÆÐNA Bangsi talar um að hann láti alltaf biðja fyrir sér fyrir próf til dæmis, eins ef eitthvað mikið stend- ur til og þá mögulega þaö sem gæti valdið hon- um áhyggjum eöa kvíða. Sjálf hef ég átt þátt í að biðja fyrir öðrum og fæ ekki betur séð en að það geti reynst blessunarrík leið að betri líðan fyrir þá sem þannig aðhlynningu fá. Fjarlægöir virðast engu máli skipta í þessum ágætu efn- um svo fremi að hugurinn er réttur, stöðugur Vinsamlegast handskrifið bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dul- nefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og því miður er alls ekki hægt að fá þau i einkabréfi. Utanáskrift er: Jóna Rúna Kvaran, Kambsvegi 25, 104 Reykjavík AFBRIGÐILEG KYNLÍFSUMFJÖLLUN Vangaveltur hans eru margþættar og fjöl- breyttar og áfram heldur hann úr einu í annað og það er bara allt í góðu lagi. Hann talar meðal annars um alltof plássfreka umfjöllun um ruddalegt kynlíf í bæði bókum og kvik- myndum. Honum finnst mjög mikið rangt við það að bjóða ungu fólki upp á að kynnast alls konar afbrigðilegheitum í þeim efnum enda forðast hann eins og hann mögulega getur að fylgjast með slíkum veruleika. Aftur á móti lík- ar honum vel við opinbera umfjöllun um kynlíf sem er bæði fagleg, fræðandi og ögn ertandi, þar sem sérfræðingar á ýmsum sviðum tjá skoðanir sínar um margbreytileika og unað kynlífsins. Hann les þannig umfjöllun af mikl- um áhuga og athygli. 30 VIKAN 12. TBL. 1993
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.