Vikan


Vikan - 16.06.1993, Page 32

Vikan - 16.06.1993, Page 32
TEXTI: HJALTIJÓN SVEINSSON/UÓSMMAGNÚS HJÖRLEIFSSON VALASKJÁLF Á EGILSSTÖÐUM EITTHVAD AD GERAST - SEGIR HARPA EINARSDÓTTIR HÓTELSTJÓRI ▲ Harpa Einars- dóttir hótel- stjóri. ▼ Hótel, veitinga- staöur, félags- heimili, kvikmynda- hús og ráó- stefnu- aóstaöa undir sama þaki. Harpa Einarsdóttir heitir nýi hótelstjórinn í Vala- skjálf á Egilsstöðum en hún tók við því starfi þann 1. nóvember síðastliðinn. Hótel- rekstur var henni samt ekki alls ókunnur því að áður var hún fjármálastjóri á Holiday Inn í Reykjavík. Þetta er í fyrsta skipti sem Harpa býr utan höfuðborgar- svæðisins og segir hún að sér og lítilli dóttur hennar líki vistin á Egilsstöðum mjög vel. „Þetta var vissulega talsverð breyting fyrir mig. Fjölskylda mín og vinir eru í Reykjavík og maður finnur stundum fyrir því. Mér stendur aftur á móti sama um skemmtanalífið, kvikmyndahúsin og allt það sem borgin býður upp á, ein- faldlega vegna þess að ég var löt við að sækja slíkt á meðan ég bjó fyrir sunnan. Ég verð samt að viðurkenna að ég fer yfirleitt til Reykjavíkur svona einu sinni í rnánuði." - Hvert var fyrsta verkefnið þegar þú komst austur? „Ég tók við ágætis búi af forvera mínum. Það má kannski segja að ég hafi leit- ast við að breyta nokkrum á- herslum í rekstrinum, reynt að auka þátt veitingasölunnar en hér rekum við bæði matsölu og bar. Þetta hefur gengið bærilega en í sannleika sagt hefur mér þótt erfitt að draga Egilsstaðabúa og nágranna þeirra út að borða - nema þegar eitthvað sérstakt hefur verið í boði. Ástæðan er sú að fólk hefur ekki átt því að venj- ast að fara út að borða nema þá í tengslum við árshátíðir eða hliðstæða viðburði. Þess má geta að við höfum verið með nýjan og girnilegan mat- seðil síðan í febrúar - enda erum við hér með góða mat- reiðslumenn og framreiðslu- fólk. Við verðum að leggja á- herslu á heimamarkaðinn á veturna á meðan hlé er á ferðamannastraumnum. í því sambandi má geta þess að við höfum verið að reyna að fá hingað um helgar fólk neð- an af fjörðum. Við höfum því boðið upp á helgarpakka á góðu verði - þar sem um er að ræða gistingu, mat og dansleik á eftir en hér er eitt- hvað að gerast um hverja ein- ustu helgi. Hingað koma margir sölu- menn yfir vetrarmánuðina. Ég hef hug á því næsta vetur að reyna að gera hótelið að- gengilegra fyrir þá og heimilis- legra til þess að gera þeim dvölina bæði ánægjulegri og sjálfsagðari. Gistiþátturinn byggist mikið á þessum hópi yfir vetrartfmann og því þarf að búa þannig um hnútana að þeim þyki gott að vera hér. Félagsheimilið er sambyggt hótelinu og veitingastaðnum og er um sameiginlegan rekstur að ræða. Aðsóknin er 32 VIKAN 12. TBL. 1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.