Vikan


Vikan - 16.06.1993, Side 34

Vikan - 16.06.1993, Side 34
GETA STAFAÐ AF SJÚKDÓMI 1= 'O C3 l/l C3 C^> Allt of lengi hafa TS- sjúkir einstaklingar ekki fengið þann skiln- ing frá umhverfi sínu sem þeim ber. Þeir eru uppnefndir og oft lagðir í einelti vegna sjúkdómseinkenna sem þeir geta með engu móti ráðið við né haft nokkra stjórn á. Ekki er að efa aö viðbrögð um- hverfisins stjórnast f þessu sem svo mörgu öðru af ein- skærri vanþekkingu. Vikan taldi því rétt aö leggja sitt af mörkum og fræða lesendur sína um sjúkdóminn. HVAD ER TS? TS eða tourette syndrom er sjúkdómur í taugakerfinu og einkennist af kækjum og öðr- um óeðlilegum hreyfingum. Yfirleitt verður sjúkdómsins vart á aldrinum tveggja til sextán ára. EINKENNI TS Fyrstu einkenni TS eru yfirleitt tíöar og endurteknar ósjálf- ráðar hreyfingar. Algengast er að sjúkdómurinn geri vart við sig með kækjum í andliti, svo sem blikki í augum eða grett- um. Síðar geta bæst við aðrir kækir í hálsi, bol eða útlimum. Einnig getur verið um að ræða ósjálfráðar hreyfingar eins og spörk, stapp og hopp. Önnur einkenni fylgja oft, til dæmis að þurfa sífellt að vera að snerta allt, síendurteknar hreyfingar og hugsanir. Hegð- unar sem virkar sem árátta getur einnig gætt, til dæmis að brjóta hluti og þurfa stöðugt að aðgæta hvort dyr séu læstar eða slökkt sé á eldavélinni. RADDKÆKIR Ósjálfráð hljóð geta ýmist byrjað á undan eða á eftir ó- sjálfráðu hreyfingunum. Hljóð- in geta verið margbreytileg, svo sem að stynja stöðugt, öskra, hvæsa, ræskja sig, gelta, fnæsa, hnussa eöa sjúga upp í nefiö. Meðal radd- kækjanna eru orðakækir sem geta lýst sér þannig að ó- sjálfrátt eru sögð dónaleg orð. ÞRÓUN TS Þróun og gangur einkenn- anna fylgir sama munstri hjá öllum sem hafa sjúkdóminn. Einkennin aukast og dvína til skiptis. Ný einkenni koma í stað þeirra gömlu eða bætast við þau. í sumum tilfellum geta einkenni horfið um tíma og lýst hefur verið algjörum bata eftir að fullorðinsaldri er náð. Þeir sem hafa TS þurfa ekki að reikna með að sjúk- dómurinn stytti ævi þeirra því þótt hann sé langvinnur er ekki um hrörnunarsjúkdóm að ræða. ER TS ALGENGUR SJÚKDÓMUR? TS-sjúkdómurinn hefur greinst um allan heim. Sérfræingar í heila- og taugasjúkdómum hafa áætlað að í Bandaríkjun- um einum kunni að vera allt að hundrað þúsund ógreind tilvik. Erföafræðilegar rann- sóknir benda til þess að allt að þrjár og hálf milljón ein- staklinga kunni aö hafa kæki eða TS og telja sumir vísinda- menn því að TS og einfaldari kækir séu ef til vill einn og sami sjúkdómurinn á misjafn- lega háu stigi. ORSAKIR TS Enginn veit raunverulega hver orsök TS er. Rannsóknir benda til þess að sjúkdómur- inn stafi af efnafræðilegu ó- jafnvægi í heilanum. Fólk smitast ekki af TS eins og mislingum og hlaupabólu. í sumum tilvikum virðist TS greinilega vera arfgengur sjúkdómur en í öðrum tilvikum geta vísindamenn enn sem komið er ekki sagt til um hvernig hann er til kominn. Það er vel þekkt aö fleiri en einn í sömu fjölskyldu hafi TS eða kæki og verið er að fram- kvæma erfðafræðilegar rann- sóknir. Fleiri rannsókna er þörf til að segja til um hvort umhverfisþættir eigi beinan þátt í TS, eins og til dæmis í sumum fæðingargöllum. Eitt er þó alla vega öruggt: Sál- fræöilegir þættir, svo sem uppeldisaðferðir, eru ekki or- sök þessa sjúkdóms. ER HÆ.GT AÐ BÆ.LA KÆ.KINA? Það er hægt að halda kækj- unum niðri í stuttan tíma en þeir brjótast að lokum fram. Barn reynir oft að bæla kæk- ina í skólanum en slakar svo á er heim kemur. Þess vegna virðast kækir oft verri heima við en í skólanum. Aldrei skyldi biðja þann sem hefur TS-sjúkdóminn um að „hætta þessum kækjum eða hljóðum" því hann getur það alls ekki. Slík beiðni veldur einungis taugaspennu sem síðan getur aukið kækina. TS OG GREIND Sjúkdómurinn hefur ekki áhrif á greind og veldur ekki and- legri hnignun. Greindarvísitala þeirra sem hafa TS er ekkert frábrugðin því sem gengur og gerist. ÚRRÆÐI í mörgum tilvikum má draga úr einkennum TS með lyfjum. Lyf geta yfirleitt hamið um það bil sjötíu prósent ein- kenna, á meðan þau eru not- uð reglulega. í um það bil fimm prósent tilvika hefur verið lýst algerum bata að lokinni lyfjameðferö. Enn sem komið er hefur ekki reynst unnt að segja fyrir um áhrif einstakra lyfja á ein- staka sjúklinga. Sum börn og fuliorðnir hafa væg einkenni og njóta sín ágætlega án lyfjameöferðar. TS-SAMTÖK Á ÍSLANDI Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru um TS-sjúkdóminn en varðandi nánari upplýsinar er bent á Tourette-samtökin á ís- landi, pósthólf 3128, 123 Reykjavík. Einnig má hafa samband við formann sam- takanna, Ragnheiði Friðriks- dóttur, í síma 685236. □ Heimildir: Bæklingar um TS, útg. Landlæknis- embættið og Tourette-samtökin.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.