Vikan


Vikan - 16.06.1993, Side 50

Vikan - 16.06.1993, Side 50
bera sig að við grillið eða eldamennskuna í hverju tilviki. Ég reikna með að allir kunni slíkt. Það eru engar kreddur, stefnur eða sérviska í þáttun- um. Ef einhver vill pakka matnum inn í álpappír áður en hann setur hann á grillið þá er það allt í lagi, það fer eftir smekk hvers og eins.“ EKKI BARA KJÖT „Við verðum með margar góð- ar og skemmtilegar uppskriftir ◄ Allt er í heiminum hverfult - og ekki allt sem sýnist á skjánum. ▼ Kátir matargestir aö vanda, Friörik Theodórsson djassgeggjari meö meiru og Ragnar Bjarnason söngvari. KATTA • • / VERONDINNIHJA SIGGA HALL Stöð 2 sýnir þrettán grillþœtti í sumar gs Msumar mun Stöð 2 senda •: M út þrettán þætti, á hverju ^ ■ mánudagskvöldi, þar sem '§ fjallað verður um hvaðeina í sambandi við þá skemmtilegu ^ athöfn að grilla mat undir ber- S um himni. Það verður Sigurð- > ur L. Hall matreiðslumeistari z sem fer með aðalhlutverkið nú '=? sem endranær þegar matur er ^ annars vegar á dagskrá 5= Stöðvar 2 en upptökum stjórn- Þ= ar Egill Eðvarðsson. Þættirnir verða þannig upp Egill Eövarösson, stjórnandi upptöku, ræðir viö kappana um salatgeröina. byggðir að í hvert sinn verður tekið á móti gestum sem allir eru áhugamenn um grillmat, stjórmálamenn, listamenn, í- þróttamenn og þar fram eftir götunum en fyrst og fremst skemmtilegt fólk að sögn Sig- urðar L. Hall. Þættirnir eru tekn- ir á veröndinni hjá honum og þar fullyrðir hann að sé alltaf gott veður. „Þetta verða skap- góðir þættir eins og venjulega og á frjálslegum nótum, þó að þeir séu auðvitað háalvarlegir inn við beinið. Þeir eru teknir upp að kvöldi til, við setjumst við grillið og fólk kemur í heim- sókn og spreytir sig á matseldinni. Það er býsna fjöl- breyttur og fjörugur gestalisli. Þessir þættir mínir eru ekki kennsluþættir fremur en aðrir þeir sem ég hef haft með höndum á Stöð 2. Þar koma fram margar áhugaverðar uppskriftir og upplýsingar en við erum ekki að kenna fólki stig af stigi hvernig það á að að grillmat. Megináhersla verður á magurt kjöt eins og svína- og kjúklingakjöt sem hentar vel. Einnig verðum við með fisk og mikið grænmeti. Mér finnst gaman að grilla fisk. Ferskur lax er til dæmis mjög góður á grillið og hann munum við bjóða upp á í þátt- unum, einnig graflax sem er skemmtileg nýjung. Það er erfitt að grilla ýsu og þorsk vegna þess hvað fiskurinn er laus í sér en lúða er mjög hentug - humarinn er auðvit- að lostæti og skötuselur er al- veg frábær. Einnig verðum við með margs konar sósur með matn- um, kræsileg salöt og ýmiss konar marineringu. Það verður mikil fjölbreytni í þáttunum bæði hvað varðar mat og gesti. Við ætlum einnig að fjalla um heppilegt vín með grill- matnum fyrir þá sem áhuga hafa á því og mun Einar Thoroddsen læknir gefa okkur góð ráð. FRH. Á BLS. 55 50 VIKAN 12.TBL. 1993

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.