Vikan


Vikan - 16.06.1993, Side 60

Vikan - 16.06.1993, Side 60
TEXTI: SIGRÚN KRISTINSDÓTTIR Það er erfitt fyrir fullorðna að skilja dauöann, börnum er hann óskiljan- legur. Þess vegna er sannleikurinn alltaf sagna bestur. Hræðsla og spurningar barnanna kalla á raun- verulegar útskýringar en ekki ein- hverjar sögur. Sex til níu ára gömul fara börn að skilja að dauð- inn er varanlegur og að öll erum við dauðleg. Það er eðlilegt ferli í þroska þeirra að finna sér einhverja leið til þess að syrgja yfirvofandi missi ástvina. Oftast er það dauði þeirra sem þau nota. Áður hafa þau varla velt þessu fyrir sér. Þessum þætti í þroska barna er lítil athygli veitt og mikið vantar í rannsóknir á þessu. Mér er ekki kunnugt um íslenskar rannsóknir en barnasálfræðingar hjá Omega og Aresol í Ameríku hafa rann- sakað þetta þroskaferli barna. Sálfræðingar segja að þessi hegðun, það er sorg barna yfir væntanlegum missi, sé nauðsynlegur þáttur í upp- vexti og þroska þeirra. Sjálfs- morð, slys og önnur neikvæð fyrirbæri nota þau til þess að finna eins konar undanfara vegna seinni tima sársauka. Dr. Isa Fonnegra, læknir við Omegastofnunina í Amer- íku, segir að eigi fólk erfitt með að halda stöðugu ástar- sambandi sé ástæðan oft sú að viðkomandi hafi ekki tekist að komst klakklaust í gegnum þetta þroskaskeið. Hann ótt- ast komandi missi enn gífur- lega og þorir því ekki að treysta. Hann lítur enn á dauðann og allan aðskilnað eins og barn. Þegar aðstandandi barns deyr er nauðsynlegt að ein- hver fullorðinn, hversu djúpt sokkinn sem hann er í eigin sársauka, gefi sér tima til að tala við barnið og útskýra fyrir því hvað gerðist. Allir hafa mismunandi sögur að segja af upplifun sinni á dauðanum þegar þeir voru börn. Öll eigum við það þó sameiginlegt að hafa ekki skil- ið hvað var að gerast og það útskýrir hegðun okkar og við- brögð þá. Börn eiga erfitt með að skilja að lífið taki enda en það er hægt að auðvelda þeim þetta. Þess vegna er mikil- vægt að fullorðnir svari spurn- ingum barnanna af fullri virð- ingu og bryddi jafnvel stöku sinnum upp á umræðuefninu. Fullorðna fólkið verður að vera tilbúið að fræða börn um þetta efni, alveg eins og um kynlíf. Það er mikilvægt að virða vangaveltur barns í óör- uggum heimi, vangaveltur um mótlæti og ógæfu og þá stað- FRH. A BLS. 63

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.