Vikan - 16.06.1993, Síða 63
og hljóðblöndun stóö yfir á
bakröddum í laginu Shine on
birtist Syd Barrett. Um ganga
hljóðversins ómaði Shine on
You Crazy Diamond og þarna
var hann sjálfur. Hann haföi
ekki sést í sjö ár. Hann bara
kom þarna án þess að gera
boð á undan sér, var orðinn
feitur og sköllóttur. Sumir I
hljómsveitinni þekktu hann
ekki strax, aðrir voru gráti
næst. Roger viðurkenndi síð-
ar að hann hefði brostið I grát.
Syd spurði hvort það væri eitt-
hvað sem hann gæti gert,
hann væri til þjónustu reiðu-
búinn. Hann hafði ekki sést í
sjö ár og hann sást aldrei aft-
ur.“
DÝRIN (MÍN)
STÓR OG SMÁ
Lítið heyrðist I Pink Floyd árið
1976 enda voru þeir þá aö
vinna plötuna sem kom út árið
eftir, á haustmánuðum 1977.
Bar hún heitið Animals og lög-
in hétu Pigs on the Wing (Part
One), Dogs, Pigs (Three
Different Ones), Sheep og
Pigs on the Wing (Part Two). í
tilefni af útkomu plötunnar var
risastóru, uppblásnu svíni
komið fyrir við Battersea raf-
orkuverið í London því Roger
Waters vildi ekki blöffa neitt
með framhlið plötunnar. Svín-
inu var haldiö í skefjum með
reipum en vindstrekkingur reif
það laust. Svínið sveif á braut
og lenti meðal annars inn á
aðflugsleiðum að Heathrow,
flugmönnum til mikillar hrell-
ingar. Að lokum sprakk svínið
og féll til jarðar við bóndabæ
nokkurn. Bóndinn skilaði svín-
inu sem var plástrað og notað
til myndatöku daginn eftir.
Sumir gagnrýnendur fundu
Animals það til foráttu að svo
virtist sem meðlimir Pink
Floyd væru komnir í þrot með
hugmyndir í tónlistinni en þar
er undirritaður ekki sammála,
þó svo að platan sé ekki sú
besta frá sveitinni. Bæði Dogs
og Sheep eru prýðilegar laga-
smíðar sem sanna að þarna
var góður kraftur I Waters og
félögum.
VEGGURINN
Níunda áratugnum fagnaði
Pink Floyd með enn einni
þema-plötunni og sú var ekki
af verri endanum, The Wall.
Hér var komið tvöfalt albúm
sem sagði sögu rokkstjörn-
unnar Pink og lýsti ýmsu kval-
ræði sem hann mátti þola en
eins og margir muna lék Bob
Geldof Pink snilldarlega í
kvikmyndaútfærslu Alans
Parker.
Platan fékk misjafna dóma,
gagnrýnendur voru ánægðir
meö sumt en óánægðir með
annað á fjórum hliðum Veggs-
ins. í breska tónlistartímaritinu
Sound sagði Robin Denslow
að platan yrði annaöhvort lof-
uð eða löstuð og dómi sínum
lauk hann með þessum orö-
um: „Þetta nýja verk Floyd er
skelfilega sterkt, einlægt og
tilraunakennt og það skyggir á
alla aðra útgáfu þessa mán-
aðar.“ Ekki fer á milli mála aö
lofið varð ofan á varðandi The
Wall, verkið hefur selst í vei á
annan tug milljóna eintaka og
hefur skipað sér á bekk með
The Dark Side of the Moon
sem annað meistaraverk Pink
Floyd.
Nýjasta afurð Pink Floyd, A
Momentary Lapse of Reason,
lokar kassanum Shine on.
Roger Waters er löngu farinn^«
og Gilmour kominn á aðal-
hlutverkið með gítarinn sinn.
Þetta er nútímalegasta verk
Floyd hvað varðar hljómburð,
eins og gefur að skilja, og á
sín augnablik. Til dæmis hef-
ur undirrituðum alltaf þótt
opnun plötunnar, Signs of
Life, sérlega skemmtilegt tón-
stykki og lögin One Slip, On
the Turning Away og A New
Machine (Part One) eru að
mínu mati góðir rispunktar á
plötunni.
Kassar eins og Shine on
eru gersemar fyrir aðdáendur
hljómsveita á borð við Pink
Floyd. Hér eru merkustu verk
sveitarinnar með textum og
öðrum upplýsingum í einum
pakka. Hægt er að liggja yfir
öllu þessu í góðu tómi því
eins og gefur að skilja er tón-
list Pink Floyd engin ryksugu-
tónlist heldur verður hlustand-
inn að einbeita sér að smáat-
riðum og heildarhugsuninni
að baki verkunum. Það getur
verið krefjandi en er líka
skemmtilegt, nú eða niður-
drepandi ef hlustendur sökkva
sér of mikið í suma af hinum
þunglyndislegu textum
Rogers Waters, heilans á bak
við Pink Floyd.
HEILDARSTJÖRNUGJÖF FYRIR
SHINE ON KASSANN ER ÞESSI:
A Saucerful of Secrets: ★★★
Meddle: ★★★
The Dark Side of the Moon:
★★★★★
Wish You Were Here:
★ ★★★
Animals: ★★★★
TheWall: ★★★★★
A Momentary Lapse of Reason:
★ ★★
FRH. AF
BLS. 60
reynd að dauðinn er félagi
lífsins. Einungis þannig getum
við búið þau undir þetta.
EKKI DRAUMUR
Börn milli tveggja og fimm ára
aldurs skynja missi aðstand-
anda. Þau taka eftir því að
viökomandi er ekki lengur til
staðar og skynja sorg annarra
í fjölskyldunni. Hvernig þau
skýra þetta fyrir sér fer eftir
raunverulegri reynslu barns-
ins og hvað því er sagt að
gerst hafi.
Á þessum árum halda flest
börn að dauðinn sé eins kon-
ar ferðalag sem hinn látni fer
í. Það er ótal margt sem þau
ímynda sér og sjá fyrir sér:
Rauðhetta kom út úr magan-
um á úlfinum, Þyrnirós vakn-
aði af svefninum eftir hundrað
ár, amma litlu stúlkunnar meö
eldspýturnar kom og sótti
hana og svo mætti lengi telja.
Þau halda oftast að hinn látni
komi aftur og eiga erfitt meö
að skilja hvers vegna hann
getur ekki komið til baka til
þeirra. Dauðinn er líka ágæt
leið til þess að losna við ó-
þægilegar persónur, nornirnar
í Hans og Grétu og Mjallhvíti
dóu til dæmis.
Á þessum aldri gleyma
börn fljótt hinum látna.
Eldri börn, milli fimm og
átta ára, gera sér grein fyrir
að dauðinn er varanlegur en
finnst samt þau sjálf vera
ódauðleg. Það er ekki fyrr en
um átta til níu ára aldur sem
þau fara að gera sér grein fyr-
ir að allt sem lifir deyr, þau
sjálf einnig. Samt sem áður er
dauðinn framundan afskap-
lega flókinn og óskiljanlegur
og þeim reynist erfitt að viður-
kenna þessa staðreynd.
Börn á þessum aldri búa til
alls konar sögur og fá hinar
ýmsu hugmyndir um dauð-
ann. Til dæmis segja þau að
afi sé farinn í feröalag, hann
hafi sofnað og dáið og
englarnir komið og sótt hann.
Þessi skýring getur kallað
fram skyndilegan ótta við
svefninn. Þau líta á dauðann
sem aðskilnað og jafnvel að
svefninn sé orsök dauðans.
Þau kenna sjálfum sér um,
halda til dæmis að mamma
hafi dáið vegna þess að þau
voru óþekk. Börn halda einnig
oft að þau muni deyja um leið
og deyjandi aðstandandi.
Algengustu skýringar okkar
fulloröna fólksins eru fátæk-
legar og falskar. Barnið þarf
aö fá að vita hvað raunveru-
lega gerist, það þarf að fá að
vita ef einhver í fjölskyldu
þess er veikur og ef hann
deyr þarf barnið að fá útskýr-
ingu á að það sé ekki því að
kenna. Ef viðkomandi er for-
eldri barnsins þarf að fullvissa
það um að það búi áfram við
öryggi, sé ekki eitt.
„EF ÞIÐ DEYIÐ..."
Það er ákaflega mikilvægt að
börn, sem eiga deyjandi að-
standanda, fái að vita ástæð-
ur dauðans og fái að kveðja
viðkomandi, auk þess að fá
útskýringu á að þau deyi ekki
um leið. Það þarf að hlusta á
spurningar þeirra og fhuganir.
Hafa ber í huga að dauðinn
er nú á dögum ekki aðeins
tengdur elli og sjúkleika held-
ur Ifka ofbeldi. Vísindamenn
viö Aresolstofnunina ! Amer-
íku báðu hóp barna um að
segja sér sögur um dauðann.
Niðurstöður þeirra eru slá-
andi. Börnin, sem þeir töluðu
við, tengdu dauðann mjög við
ofbeldi. Flestar sögurnar fjöll-
uðu um fólk sem lét lífið í
slagsmálum, árásum (oft utan
úr geimi) eða í stríði.
„Barn hefur mjög sterkar til-
finningar gagnvart dauðan-
um,“ segir dr. Lucila Munoz
hjá Aresol. „Það hefur eins
miklar og oft meiri áhyggjur
en sá fullorðni. Dauðinn hefur
sömu merkingu fyrir börn og
fullorðna. Barnið veit af of-
beldinu en skilur enn minna í
því en við fullorðna fólkið."
Niðurstöður þessara rann-
sókna segja okkur mikið um
álit barna á bæði dauðanum
og ofbeldi. Það skýtur skökku
við þegar börnum er leyft að
horfa á slagsmál, morð og of-
beldi í sjónvarpi en er neitað
um að koma með á spítalann
til að heimsækja veika eða
deyjandi ættingja. Þau ættu
að fá aö koma með, fá að
gera sitt til að reyna aö líkna
og fá að sýna tilfinningar sín-
ar.
Foreldrar og aðrir sem um-
gangast börn ættu að velta
fyrir sér hvernig börn líta á
dauðann. Svörin viö þeim
spurningum sem vakna er að-
eins að finna hjá börnunum
sjálfum og við, hinir fullorðnu,
verðum aö reyna að skilja til-
finningar þeirra.
Það er augljóst að ekki er
hægt að benda á neina eina
leiö í gegnum þetta þroska-
skeið eða eitt svar við spurn-
ingum barna um dauðann. Þó
er alls ekki hægt að líta fram-
hjá þessum þætti f uppeldinu.
Þaö getur skipt miklu fyrir
framtíð þeirra ef tekið er rétt á
þessum málum á réttum tíma,
á þau hlustað, þeim gefinn
tími og sýndur skilningur. □
12.TBL. 1993 VIKAN 63