Vikan


Vikan - 16.06.1993, Blaðsíða 66

Vikan - 16.06.1993, Blaðsíða 66
Marcolínu, en þaö gengur ekki vel aö heilla hana. Hún kvartar yfir aö hann sé andfúll og meö bauga undir augun- um. Casanova er þekktur fyrir annað en aö gefast upp en þaö tekur hann langan tíma aö vinna ástir stúlkunnar. Ekki batnar ástandiö þegar ungur hershöfðingi veitir honum haröa samkeppni. Hver fær svo blómarósina ungu? Casa- nova eftir mikil erfiði. Þolin- mæöi þrautir vinnur allar. HEFNDIN ER SÆT Donald Sutherland, Amy Ir- ving (Carrie, Yentl) og Gra- ham Greene (Thunderheart, Dances with Wolves) leika í sálfræðilegri spennumynd sem hlotiö hefur titilinn Bene- fit of the Doubt. Myndin fjall- ar um Karen sem á ellefu ára son. Hún vinnur í næturklúbbi og á sér elskhuga. Líf hennar virðist í jafnvægi þar til hún byrjar aö fá martraðir. Hún sér fyrir sér hvernig faöir hennar hrindir móöur hennar niður stiga - morö hefur verið framið. Karen sá þetta allt saman þegar hún var lítil og var aðalvitnið þegar faöir hennar var dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar. Áöur en hann var leiddur út úr réttar- salnum öskraöi hann á skelfda dóttur sína: Pabbi mun ekki gleyma þessu! Tutt- ugu og tveimur árum síðar kemur faðirinn til heimabæjar dóttur sinnar. Karen óttast um ► Píanó- stúlkan saklausa. ▼ Skrifaðí þessi app- elsínugulu ástar- bréfin? ▼ Eva á eftir aö hverfa sporlaust í myndinni Hin lygnu vötn. öryggi sitt en faðir hennar (sem leikinn er af Donald Sutherland) viröist vera búinn aö gleyma orðum sínum forö- um daga og fer vel á meö þeim. Allt virðist slétt og fellt þar til faðirinn kemst á snoðir um aö elskhugi Karenar ætlar að kvænast henni. Æöi renn- ur á hann og hann drepur kærastann. Karen flýr og pabbi hennar er tekinn fastur. Hann kemst undan og hefst mikill eltingarleikur þar sem dóttir og faðir berast á bana- spjótum. FJÖLSKRÚÐUGT HALLARLÍF í myndinni Jagd auf Schmett- erlinge (Fiðrildaveiöin) er greint frá skrýtnu fólki í rík- mannlegri höll í Suður-Frakk- landi. Roskinn leikstjóra, Otar losselimi, dreymir um góöu gömlu dýröardagana og viö sögu koma líka tvær eldri dömur. Önnur dýrkar kirkju- tónlist og skyttirí en hin er í hjólastól og hefur unun af því að gera viö gamla bíla. í höll- inni er þar aö auki prestur ▲ Alain Delon sem Casanova aö gera hosur sín- ar grænar. sem verður aö fá sér brenni- vínsstaup á morgnana og sér- trúarflokkur sem eldar krydd- aðan mat daginn út og daginn inn. í höllinni býr sem sagt margt furöulegt fólk og þykir myndin skondin meö afbrigö- um. HIN LYGNU VÖTN Les eaux dormantes eöa Hin lygnu vötn er hörku- spennandi tryllir. Leikstjóri er Frakkinn Jacques Trefouel sem sagður er fylgja læri- meistara sínum, Alfred Hitchcock, vel eftir í spennu- myndagerö. Jacques er nefni- lega mikill aödáandi Hitch- cocks og myndin Vertigo meö James Stewart og Kim Novak er uppáhaldsmyndin hans. Snúum okkur aö söguþræði Les eaux dormantes: Læknir- inn Denis de Lespincere hefur eytt þremur erfiöum árum í Asíu þar sem hann starfaði á vegum læknasamtakanna Médecins sans frontieres eöa Læknar án landamæra. Þegar hann snýr aftur til Frakklands til að byrja nýtt líf gerir hann sér Ijóst að erfiðleikarnir eru ekki aldeilis aö baki. Faöir hans er sporlaust horfinn og enginn veit um afdrif hans. Denis er þetta hulin ráðgáta og hefur rannsókn á málinu á eigin vegum. Þegar hann hittir Evu, fyrrum ástkonu sína, verður hann hrifinn af henni aö nýju og þar sem Denis er þreyttur eftir leitina ákveöa þau að taka sér smáfrí sam- an. Þegar hann ætlar svo að sækja Evu fyrir feröalagiö hverfur hún líka sporlaust. Tvö mannshvörf hafa orðiö og Denis stendur á gati. Hvaö er eiginlega aö gerast? Denis ákveöur að gefast ekki upp og er staðráðinn í aö finna fööur sinn og sína heittelskuðu hvað sem þaö kostar. PÍANÓSTÚLKAN Myndin L’accompagnatrice fjallar um forboöna ást. Fer- tugur leikstjóri veröur yfir sig ástfanginn af átján ára stúlku sem stundar píanónám. Mynd þessi gæti verið svar við ást- arsambandi Woody Allen viö fósturdóttur Miu Farrow en eins og lesendur vita kom þaö hneyksli upp í fyrrahaust. Ric- hard Bohringer leikur í Pí- anóstúlkunni en hann sáum viö siðast I frönsku sakamála- myndinni Monsieur Hire sem sýnd var á kvikmyndahátíð- inni í Regnboganum áriö 1991. Dóttir hans, Romane Bohringer, fer einnig meö hlutverk í myndinni. □
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.