Vikan


Vikan - 20.05.1995, Side 35

Vikan - 20.05.1995, Side 35
bárust um 20 leikþættir í keppnina. SIGTRYGGUR VANN OG GÍMALDIN Tveir leikþættir voru valdir úr þessum 20 til uppfærslu fyrir Stúdentaleikhúsið. Ann- ars vegar var það „Sú kalda ást sem höfundarnir gleyma“, eftir Sigtrygg Magnason, 21 árs Þingeying og íslenskunema við Há- skóla íslands. Leikþáttur hans var upphaflega hluti af verkefni í náminu en að mati höfundarins er leikritun skemmtilegasta tjáningar- formið. í stuttu viðtali við Sig- trygg, sem birtist í sýningar- skrá, er hann spurður hvern- ig honum þyki að sjá eigið leikrit á sviði. Hann svarar: ....Mér líður bara eins og guði.“ Höfundur að hinum leik- þættinum, „Beygluskeiðar- þætti“, velur að nefna sig Gímaldin. Þáttur hans er fjarska frumlegur en þó jarð- bundnari en „Sú kalda ást sem höfundarnir gleyrna". Saman mynda bæði leik- verkin eina heild; „Beyglaða ást“. Gímaldin hefur ekki mörg orð um sjálfan sig í sýningarskránni en hefur að hugsjón að auka hlut góðra, íslenskra bókmennta í þjóð- félaginu þar sem sé „fullt af erlendu rusli“. Það var Benedikt Erlings- son sem leikstýrði „Beyglaðri ást“ og alls munu um 400 manns hafa komiö á sýning- arnar. LEIKARAR ÚR ÝMSUM GREINUM Við uppsetningu á „Beygl- aðri ást“ koma allmargir við sögu, flestir stúdentar við Há- skólann en einnig útskrifað fólk þaðan og fleiri. Leikar- arnir koma úr ýmsum grein- um innan skólans og má þar nefna líffræði, bókmennta- fræði, hjúkrunarfræði, félags- fræði, ensku, lögfræði, mál- vísindi, jarðfræði, íslensku, stjórnmálafræði og sagn- fræði. Og það eru ekki að- eins íslendingar sem stíga á stokk heldur eru meðal leik- enda bandarísk stúlka, Kendra J. Willson, og sænsk- ur „fóstri“, Mats Jonsson. Ég mælti mér mót við Kendru, Mats, Sigríði Krist- insdóttur og Jónu Valborgu Árnadóttur, einn íslensku leik- endanna, fyrir utan aðalbygg- ingu Háskóla íslands á vor- dögum. Jabb, vordögum! Sól skein í heiði svo við settumst út á tröppurnar rétt hjá þeim félögum Sæmundi og seln- um. Þar var tekið til við spjall. KENDRAJ. WILLSON: LÉKÍ NJÁLU Í HARVARD Kendra J. Willson er frá Ames í lowa f Bandaríkjunum. Hún kynntist íslenskum fræðum þegar hún nam norræn fræði við Harvard-háskóla og er hingað komin til þess að rannsaka tónlistarlegan bakgrunn rímna. „Ég er að gera tilraun til þess að beita málvísindalegum kenningum til þess að lýsa tónlist rímn- anna með málfræðilegum hætti,“ segir Kendra. Enn sem komið er hefur það víst ekki gengið alltof vel en hún mun þó halda rannsóknum sínum áfram enn um sinn. Kendra mun þó að öllum lík- indum halda aftur til Banda- ríkjanna að ári. „Ég byrjaði í stærðfræði en langaði síðan að reyna eitthvað annað. Móðir mín kunni að tala sænsku eftir að hafa verið í Stokkhólmi með- an afi var að læra þar veður- fræði. Mig langaði til að læra tungumálið og þannig kvikn- aði áhugi minn á norrænum fræðum," segir Kendra. Þrátt fyrir að Mats, sem er Svíi, og Kendra hafi bæði Kendra J. Will- son kom frá lowa í Banda- ríkjunum tilnáms á íslandi. Hreinsilínan frá LANCÖME minnkar til þess að hún passi í ferðatöskuna þína Þú færð 100 ml. hreinsimjólk eða andlitsvatn (Galatée Douceur, Galatéis, Tonique Douceur, Tonique Fraicheur), þegar þú kaupir 400 ml. stærð af hreinsimjólk eða andlitsvatni frá LANCÖME. Komdu á næsta LANCÖME útsölustað og notfærðu þér þetta stórkostlega tilboð á meðan birgðir endast! _____LANCÖME^^ P A R I S 5. TBL. 1995 VIKAN 35 NAMSFOLK

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.