Vikan


Vikan - 20.05.1995, Blaðsíða 36

Vikan - 20.05.1995, Blaðsíða 36
Mats Johnson kom til íslands 1988 eft- ir aö hafa kynnst konuefn- inu, Hall- dóru, í Svíþjóó. leikið í „Beyglaðri ást“, að vísu hvort í sínum þætti, þá kemur nú á daginn að hann hafði ekki hugmynd um að hún kynni sænsku. „Jag har glömt. .segir Kendra þá með þessum líka fína sænska hreim. Ljóst er að þar fer mikil tungumála- manneskja því íslenskan hennar er með miklum ágætum. Hún hefur þó ekki búið hér nema tæp tvö ár, á reyndar íslenskan kærasta en hann er við doktorsnám í Bandaríkjunum. Leiklistaráhuginn hefur lengið blundað með Kendru og hún segist hafa gert nokkrar tilraunir til þess að fá útrás fyrir hann. „En mér hef- ur oftast verið sagt að ein- beita mér að því sem ég hafi hæfileika til,“ segir hún hlæj- andi. Við Harvard tók hún þó virkan þátt í starfi leikhópa, bæði sem starfsmaður og sem leikari í ýmsum smá- hlutverkum. Þar má nefna „As you like it“ eftir Shake- speare og annað heims- þekkt verk; „Njálu“! „Þar sem ég hafði verið á námskeiði í formgerð ís- lensku hjá Höskuldi Þráins- syni, sem kennir við Harv- ard, var ég fengin til þess að aðstoða við framburð," segir Kendra. Það munu einkum hafa verið orð eins og „Hall- gerður“ sem vöfðust fyrir leikurunum í Harvard! Hösk- uldur, sem kennt hefur við skólann undanfarin ár, mun hafa verið beðinn um að Ijá verkinu rödd sína sem kynn- ir, en hann hafði ekki nægan tíma, að sögn Kendru, og gat því ekki tekið þátt í upp- færslunni. Og þess má geta að Kendra segir tónlist Syk- urmolanna hafa verið notaða í leikritinu. „En síðan ég kom hingað," segir hún, „þá er þátttaka mín í „Beyglaðri ást“ það skemmtilegasta sem hér hefur drifið á daga mína." Hún segist ennfremur, að- spurð um breytingar á lífs- stíl, vera grænmetisæta og henni þykir grænmetið hér dýrt. Því hafi eldamennska hennar tekið breytingum síð- an hún kom hingað. Hvað með aðra lifnaðarhætti? Hún hugsar sig um stundarkorn og svarar síðan: „Ég hafði aldrei drukkið áður en ég kom hingað!" MATS JONSSON: SÆNSKUR LEIKSKÓLA- KENNARI MEÐ ÍSLENSKU- PRÓF Mats Jonsson glottir við tönn þegar lifn- aðarhætti ber á góma. „Lambakjötið héma er miklu betra en í Svíþjóð, þar er ullarbragð af kjötinu," segir hann á fyrirtaks ís- lensku þótt erlendur uppruni leyni sér ekki í hreimnum. Mats kom hingað 1988 eft- ir að hafa lokið prófi frá leik- skólakennaraháskóla í Sví- þjóð og einu ári í leiklistar- námi við Norræna lýð- háskólann. Hann kom hingað til þess að búa hér. „Ég kynntist íslendingum, þar á meðal konunni minni, Halldóru Eyjólfsdóttur, í lýð- háskólanum og kom með henni hingað," segir Mats. Þau eiga eina dóttur, Hafdísi Maríu. Fyrsta árið sitt á íslandi vann Mats á leikskóla, eins og hann er menntaður til, en hóf síðan nám í íslensku fyrir erlenda stúdenta og lauk þar 60 eininga námi. Hann segir ekkert vandamál að flétta saman leiklist og háskóla- nám. Hins vegar hafi ekki verið tími fyrir fleiri áhugamál en leiklistina. Leiklistin hefur átt fastan samastað í hjarta Mats um tíu ára skeið en hann stóð meðal annars að stofnun leikhóps í Stokkhólmi. Þar reyndi hann einnig að kom- ast inn í leiklistarskóla en tókst ekki. „Ætli ég hafi ekki bara verið of snemma á ferðinni, var ekki al- mennilega tilbúinn," segir hann. Síðan Mats lauk námi sínu við Háskóla íslands hefur hann verið að sinna því göfuga starfi að gæta barna en um þessar mundir gegnir hann tveimur störfum. Fyrir hádegi starfar hann á dagheimilinu Suðurborg í Breiðholti. Eftir hádegi leggur hann leið sína lengra eftir menntabrautinni og kennir sænsku í tveimur leikskólum í Reykjavík. Langar þig ekki til að reyna að komast inn í leiklistarskólann hér? spyr ég og fylgist grannt með viðbrögðum hans. Önnur tjáning en orða svarar þessari spurningu ját- andi; Mats bæði hikar og brosir. Hann segir hins veg- ar: „Nei, ég er orðinn of gamall til þess. Auk þess kemur greiðslubyrði af námslánum í veg fyrir það og ég er ekki viss um að ég fengi námslán.“ Mats segist ætla að búa áfram á íslandi, hann kunni ágætlega við sig í starfi leik- skólakennara. Dregur samt sem áður ekki dul á hvað hann langar mest: „Ég myndi þó heldur vilja vera á fullu í leiklistinni." JÓNA VALBORG ÁRNADÓTTIR: LIST- FLYTJANDI AF LÍFI OG SÁL Jóna Valborg Árnadóttir leikur í „Beygluskeiðar- þætti" Gímaldins. Jóna Valborg kemur úr Verzlunar- skóla Islands þar sem hún tók virkan þátt í starfi leikfé- lagsins „Allt milli himins og jarðar". Hún hefur einnig stundað Kramhúsið, leik- og danssmiðju í Reykjavík. Það er grunnt á leiklistaráhugan- um hjá Jónu Valborgu, og raunar fleiru, svo sem söng og dansi. Hún er listflytjandi (performer) af lífi og sál. „Ég hef alltaf haft gaman af því að reyna mig á ýms- um sviðum," segir Jóna Val- borg en hún hefur meðal annars sótt kvöldnámskeið í Söngskólanum í Reykjavík. „Ég tók mér frí frá námi i eitt ár eftir stúdentspróf og fór þá í inntökupróf í leiklistar- skólanum. Ég komst ekki inn og var eftir það ákveðin í því að hætta í öllu leiklistarstarfi. Það tókst mér þó ekki. Það er sennilega ekki hægt að hætta þessu,“ segir hún brosandi og ekki verður þess vart að hún sjái eftir að hafa leikið í „Beyglaðri ást“. Leikári Stúdentaleikhúss- ins er nú lokið en framundan er næsta skólaár hjá þeim (eins og fleirum. . .). í vetur hafði leikhúsið aðstöðu í há- tíðarsal Háskólans sem und- anfarin ár hefur gegnt hlut- verki lestrarsalar og bóka- safns. Eftir að Þjóðarbók- hlaðan var tekin í notkun fóru bækurnar þangað en eftir urðu 130 þung borð og stólar sem leikhópurinn hef- ur þurft að drösla út úr saln- um fyrir sýningu og inn í hann aftur að henni lokinni. Margir starfsmenn Háskól- ans þurftu að hliðra til fyrir leikhúsinu meðan á sýning- um stóð og fer Sigríður góð- um orðum um samstarf leik- húss og skóla. Hins vegar væri ákjósanlegra ef drægi úr rúmraski kringum leiksýn- ingarnar og því má gera ráð fyrir að sýnt verði annars staðar á næsta vetri. □ hætta þessu“, segir Jóna Valborg Árnadóttir gagntekin af leiklistar- bakteríunni. 36 VIKAN 5. TBL. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.