Vikan


Vikan - 20.05.1995, Qupperneq 40

Vikan - 20.05.1995, Qupperneq 40
TÍSKA röðum og bíða viðskiptavina næsta dags. Æfingatæki eru í hliðarherbergi og uppi á vegg eru úrklippur úr erlend- um blöðum um tískukeppni tímaritsins Hárs og fegurðar. Það er auðheyrt að Pétur er stoltur af keppninni. Hann sýnir blaðaúrklippur úr spænsku og japönsku blaði en hann er meðlimur í alþjóð- legum fjölmiðlaklúbbi allra helstu tískutímarita í heimin- um. Hann fær þess vegna send blöð hvaðanæva að og fylgist því grannt með gangi mála í tískuheiminum. ÖRÞRÓUN „Þetta byrjaði sem keppni í frístæl, eða frjálsri tískulínu, í hárgreiðslu og var hún haldin á Broadway árið 1985,“ segir Pétur. „Frístællinn var hugs- aður til að koma nýjum straumum í tískulínunni af stað. En þörfin hjá hár- greiðslufólki fyrir að fara út í fantasíuna, en þá er hægt að fara fram úr því sem er verið að gera dagsdaglega, var svo mikil að þetta varð eig- inlega ein fantasíukeppni. Nokkrum árum síðar var far- ið að keppa í förðun. Svo kom að því að ég setti þá tískulínu í gang sem er í gangi núna þannig að um er að ræða bæði frístæl og tískulínu.'1 í ár var keppt í VÆNDl i JKOBtN / HfllAGT / kynlíf I KARLar oc YARNa 'Jo ASKRIFTARSIMI 581 2300 hárgreiðslu, förðun og fata- hönnun. Nýjungin var keppni í ásetningu gervinagla auk þess sem keppt var í að mála þær þannig að úr varð listaverk. „Ef karlmaður bíður dömu út að borða og sér að neglurnar eru nagaðar upp í kviku og Ijótar lítur hann hana öðrum augum á eftir. Neglurnar segja ákveðið um snyrtimennskuna. Þær eru líka viss hluti af tískunni þótt ekki hafi verið mikið rætt um þann þátt hingað til hér á landi.“ Keppnin verður viðameiri með hverju árinu sem líður og Pétur telur að í ár hafi tæplega þúsund manns komið nálægt henni; í þeim hópi eru keppendur, módel og aðrir sem leggja hönd á plóginn. Keppendur byrja að undirbúa sig mörgum mán- uðum fyrir keppnina en Pét- ur veit þó ekkert hvað hver keppandi hefur fram að færa fyrr en á keppnisdaginn. Sjálfur byrjar hann að undir- búa keppnina ári, og jafnvel rúmu ári, áður en hún fer fram. „Við erum byrjaðir að senda fréttabréf út um allan heim fyrir næstu keppni. Svo er skipulagningin mikilvæg. Núna erum við til dæmis að fara yfir síðustu keppni til að sjá hvað við getum lært af henni og hvað við getum gert betur á næsta ári. í raun og veru á ég að vera búinn að ákveða dagsetningu fyrir keppnina 1997. Það er gífur- leg vinna að skipuleggja þetta, skipta í flokka og út- búa reglur.“ MIKILVÆGT FYRIR KEPPENDUR Pétur segir að keppnin sé mikil auglýsing fyrir vinnings- hafana en í síðustu keppni voru veitt níutíu verðlaun. „Keppendur fá líka þjálfun í að koma fram og þeir eiga því seinna meir auðveldara með að takast á við hvaða verkefni sem er, til dæmis í leikhúsi eða við gerð kvik- myndar." í keppninni keppa meistarar, sveinar og nemar. „Ef nemarnir byrja á því að taka þátt í svona keppnum byggjast þeir fyrr upp en ella, verða andlega sterkir og geta tekist á við fjölbreyti- leg verkefni. Sumir eru nefnilega feimnir við að koma fram en með þessari keppni er hægt að ýta þeim af stað. Fólk þarf að koma sér á framfæri. Mikið af færu fólki fær þarna tækifæri sem það hefði kannski ekki ann- ars fengið." ÍSLENDINGAR FYRIR OFAN MEÐALLAG íslendingar setja tískulínur í hárgreiðslu en þeir leita líka mikið út fyrir landsteinana að nýjum straumum; fara meðal annars til London og Parísar. í keppninni er lögð áhersla á að keppendur komi með sína eigin strauma og að þeir geti komið sínum eigin hugmyndum á framfæri. Enda var það upphaflega hugmyndin þegar keppnin var fyrst haldin. „íslenskt hársnyrtifólk er mjög frjótt," segir Pétur. „Það er líka menntað, duglegt og er langt fyrir ofan meðallag." Pétur fer til útlanda nokkr- um sinnum á ári, „bæði til að kynna blaðið og maður verð- ur að sjá hvað er að gerast hjá hinurn," segir hann. „Upphaflega kom hugmynd- in að tímaritinu af því að ég hafði verið í útlöndum og varð þar var við nýjungar sem ekki voru hér á landi." Þeir útlendingar, sem koma á keppnina á íslandi, kynn- ast íslenskum tískustraum- um auk þess sem um er að ræða góða landkynningu - enda eru forsvarsmenn keppninnar búnir að koma íslandi á skrá í ölium helstu tískutímaritum í heiminum. „Friður - allra sigur" var slagorð keppninnar í ár en á hverju ári er valið slagorð til að vekja athygli á einhverju vissu málefni. „Það á eftir að finna slagorðið fyrir næstu keppni,11 segir Pétur. „Það er í mótun og það fer eftir því á hverju okkur finnst helst þurfa að taka í heiminum.11 Tildrögin að þvf að hafa slagorð á hverju ári eru þau að Pétri fannst upplagt að nota athyglina, sem keppnin vakti í útlöndum, til að hafa áhrif. „Eitt árið lögðum við áherslu á verndun ósonlags- ins. Það virkaði því Japanir vildu taka þátt í átakinu með okkur. Einnig hafði það þau áhrif að hársnyrtifólk víða í heiminum hætti að nota vör- ur sem innihéldu ósoneyð- andi efni.“ í tískukeppnum er því ekki eingöngu lögð áhersla á vel snyrtar konur og frumlegan fatnað. Boð- skapurinn getur líka verið háleitur. □ 40 VIKAN 5. TBL. 1995
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.