Vikan


Vikan - 20.05.1995, Page 41

Vikan - 20.05.1995, Page 41
• Haldið ávextinum yfir gasloga ofurlitla stund. Hýðið springur og auðvelt er að ná því af. RAÐ UNDIR RIFI HVERJU RÁÐLEGGINGAR VIÐ ELDHUSVERKIN Rjómi sem ekki vill þeylast • Setjið skálina með rjóm- anum í skál með ísmolum eða ísköldu vatni á með- an þið reynið að þeyta rjómann. • Bætið einni eggjahvítu út í rjómann. Kælið og þeyt- ið svo. Grænmcti sem farið er að gulna • Ef grænmeti er farið að gulna eða verða þreytu- legt útlits er rétt að taka af þvf allt sem orðið er elli- legt. Úðið það svo með köldu vatni, vefjið inn í þurrku og setjið í kæli í klukkutíma, eða þar um bil. vatni og látið standa í 15 til 30 mínútur. Reynið ekki að skrapa botn pottsins. Enginn mun taka eftir því að grænmetið hefur brunnið við. Stöðvið skól eða bretti • Takið raka þurrku eða rakan svamp og látið skál eða bretti standa þar á. Þá rennur hvorugt til á meðan verið er að hræra eða hnoða. Opnið kókoshnetu • Stingið gat á hnetuna þar sem augun eru og takið úr henni kókósmjólkina. Bakið hana síðan í formi í mjög heitum ofni í 45 mínútur eða klukkustund • Ef ekki er enn hægt að þeyta rjómann ættuð þið að láta drjúpa í hann 3 ^- eða 4 dropa af sítr- ónusafa. • Rjóminn, sem þeyttur hefur verið nokkuð löngu áður en á að nota hann, skilur sig ~ síður ef ofurlitlu, bragð- lausu matarlími er bætt út í hann. (1/4 teskeið í bolla af rjóma.) Skerið jafnar lauk- sneiðar • Best er að skera laukinn áður en tekið er utan af honum og taka svo hýðið utan af sneiðunum á eftir. Að saxa hvftlauk • Stráið ofurlitlu salti yfir laukinn þá loða ekki stykkin við hnífinn eða brettið. Saxið síðan með hnífsblaði. Tekið utan af óvöxtum eða grsenmeti með þunnt hýði • Kælið vel eða frystið t.d. tómata. Haldið þétt utan um þá og skafið nokkrum sinnum með hníf yfir hýð- ið utan á þeim. Stingið svo á því með oddhvöss- um hníf. Eftir það er auð- velt að ná því utan af. • Setjið t.d. tómata snöggv- ast niður í sjóðandi vatn. Mjög auðvelt er að ná hýðinu af eftir það. • Hressið upp á salatblöð með þvf að setja ofurlítinn sítrónusafa í skál með köldu vatni og látið blöðin liggja í þessari blöndu í ísskápnum í eina klukku- stund. • Stingið grænmetinu sem snöggvast niður í heitt vatn og því næst niður í ískalt vatn eða með ofur- litlu eplaediki. Viðbrennt grænmeti • Setjið pottinn með við- brennda grænmetinu í annan pott sem fylltur hefur verið með köldu þar til hún tekur að springa. Látið hana kólna það mikið að þið getið handfjatlað hana. Sláið þessu næst á hana með hamri þannig að hún brotnar. Eftir það er auð- velt að ná kókoskjarnan- um úr með hníf. Að saxa lauk ón þess að tórast • Frystið laukinn eða kælið áður en þið saxið hann. • Takið utan af lauknum undir rennandi vatni. • Þvoið ykkur um hendurn- ar f köldu vatni alltaf ann- að slagið á meðan þið er- uð að saxa eða handfjatla laukinn. Ekkert rasp til ó heim- ilinu • Myljið kornflögur eða ein- hverja aðra tegund af morgunkorni og notið í stað rasps. • Einnig má nota kartöflu- flögur. Ekkert smjör ó heimil- inu • 7/8 bolli jurtafeiti og 1/2 teskeið salt. Til þess að mæla 7/8 úr bolla skuluð þið fyrst fylla bollann og taka svo úr honum tvær sléttfullar matskeiðar. Engin nýmjólk ó ~ heimilinu ~~ • Notið mjólkurduft og == vatn. GE Hraðbakaðar EH kartöflur i ofni ~ • Sjóðið kartöflurnar fyrst í 10 mínútur í söltu vatni og stingið þeim svo í stutta stund inn í mjög heitan ofn. Lótið ekki sjóða upp úr • Setjið smá smjörklípu eða fáeinar teskeiðar af mat- arolíu í vatnið sem þið ætlið að sjóða í hrísgrjón, núðlur eða spagettí og engin hætta er á að þetta brenni við eða að upp úr sjóði. 5. TBL. 1995 VIKAN 41 FRÍÐA BJÖRNSDÓTTIR TÓK SAMAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.